Ísak herjar á Bandaríkin 29. ágúst 2012 02:00 Hitabeltisstormurinn Ísak var síðdegis í gær orðinn að fellibyl og stefndi að norðurströnd Mexíkóflóa, þar sem hann ógnaði íbúum í Louisiana og þremur öðrum ríkjum. Veðurhamurinn hafði þá þegar kostað tugi manna lífið á Haítí og í Dóminíkanska lýðveldinu, ásamt því að gera mikinn usla á Kúbu þegar hann mjakaði sér yfir Karíbahafið. Nákvæmlega sjö ár eru liðin í dag frá því fellibylurinn Katrína skall á Louisiana og lagði meðal annars heilu hverfin í New Orleans í rúst. Katrína kostaði hátt í tvö þúsund manns lífið og varð þar með einn af fimm mannskæðustu fellibyljum í sögu Bandaríkjanna. Ekki var búist við að Ísak ylli nærri jafn miklu tjóni og Katarína, enda engan veginn jafn öflugur. Vindstyrkurinn í Katrínu náði allt að 78 metrum á sekúndu, en Ísak var í gær farinn að nálgast um eða yfir 40 metra á sekúndu – vindstyrk sem Íslendingum er ekki ókunnugur. Það var einkum flóðahættan sem olli Bandaríkjamönnum áhyggjum, enda fylgdi veðrinu úrhellisrigning. Víða var unnið hörðum höndum að því að styrkja flóðvarnargarða, auk þess sem íbúum var ráðlagt að yfirgefa mestu hættusvæðin og leita skjóls í þar til ætluðum neyðarskýlum. „Nú er ekki tími til að storka örlögunum," sagði Barack Obama Bandaríkjaforseti í sjónvarpsávarpi í gær, þar sem hann hvatti íbúa til að fara að ráðleggingum stjórnvalda: „Þið verðið að taka þetta alvarlega." George W. Bush, forveri Obama í embætti, var sakaður um að hafa ekki staðið sig nógu vel árið 2005 þegar Katrína hamaðist á New Orleans. Björgunarstarf virtist illa skipulagt og uppbygging gekk hægt fyrir sig. Félagar Bush í Repúblikanaflokknum fengu hins vegar að kenna á Ísak strax í gær, þar sem þeir sátu á landsþingi flokksins í borginni Tampa á vestanverðum Flórídaskaga. Stytta þurfti landsþingið um einn dag, úr fjórum í þrjá, og svo virtist fréttaflutningur af fellibylnum ætla að kaffæra að stórum hluta fréttir af þinginu, sem er einn stærsti viðburðurinn í aðdraganda forsetakosninganna í nóvember, þar sem flokksfélagar hafa meðal annars formlega samþykkt að Mitt Romney verði forsetaefni þeirra gegn Obama. Úrkoman mikla, sem fylgir Ísak, er bændum og öðrum ræktendum í suðurríkjum Bandaríkjanna hins vegar fagnaðarefni, enda hafa miklir þurrkar eyðilagt uppskeru víða þar í sumar. Hugsanlega kemur þessi úrkoma samt of seint og sumir óttast að hún verði það mikil, að hún geri hreinlega illt verra. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Hitabeltisstormurinn Ísak var síðdegis í gær orðinn að fellibyl og stefndi að norðurströnd Mexíkóflóa, þar sem hann ógnaði íbúum í Louisiana og þremur öðrum ríkjum. Veðurhamurinn hafði þá þegar kostað tugi manna lífið á Haítí og í Dóminíkanska lýðveldinu, ásamt því að gera mikinn usla á Kúbu þegar hann mjakaði sér yfir Karíbahafið. Nákvæmlega sjö ár eru liðin í dag frá því fellibylurinn Katrína skall á Louisiana og lagði meðal annars heilu hverfin í New Orleans í rúst. Katrína kostaði hátt í tvö þúsund manns lífið og varð þar með einn af fimm mannskæðustu fellibyljum í sögu Bandaríkjanna. Ekki var búist við að Ísak ylli nærri jafn miklu tjóni og Katarína, enda engan veginn jafn öflugur. Vindstyrkurinn í Katrínu náði allt að 78 metrum á sekúndu, en Ísak var í gær farinn að nálgast um eða yfir 40 metra á sekúndu – vindstyrk sem Íslendingum er ekki ókunnugur. Það var einkum flóðahættan sem olli Bandaríkjamönnum áhyggjum, enda fylgdi veðrinu úrhellisrigning. Víða var unnið hörðum höndum að því að styrkja flóðvarnargarða, auk þess sem íbúum var ráðlagt að yfirgefa mestu hættusvæðin og leita skjóls í þar til ætluðum neyðarskýlum. „Nú er ekki tími til að storka örlögunum," sagði Barack Obama Bandaríkjaforseti í sjónvarpsávarpi í gær, þar sem hann hvatti íbúa til að fara að ráðleggingum stjórnvalda: „Þið verðið að taka þetta alvarlega." George W. Bush, forveri Obama í embætti, var sakaður um að hafa ekki staðið sig nógu vel árið 2005 þegar Katrína hamaðist á New Orleans. Björgunarstarf virtist illa skipulagt og uppbygging gekk hægt fyrir sig. Félagar Bush í Repúblikanaflokknum fengu hins vegar að kenna á Ísak strax í gær, þar sem þeir sátu á landsþingi flokksins í borginni Tampa á vestanverðum Flórídaskaga. Stytta þurfti landsþingið um einn dag, úr fjórum í þrjá, og svo virtist fréttaflutningur af fellibylnum ætla að kaffæra að stórum hluta fréttir af þinginu, sem er einn stærsti viðburðurinn í aðdraganda forsetakosninganna í nóvember, þar sem flokksfélagar hafa meðal annars formlega samþykkt að Mitt Romney verði forsetaefni þeirra gegn Obama. Úrkoman mikla, sem fylgir Ísak, er bændum og öðrum ræktendum í suðurríkjum Bandaríkjanna hins vegar fagnaðarefni, enda hafa miklir þurrkar eyðilagt uppskeru víða þar í sumar. Hugsanlega kemur þessi úrkoma samt of seint og sumir óttast að hún verði það mikil, að hún geri hreinlega illt verra. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira