Erlent

Almennir borgarar falla í ónákvæmum árásum

Frá Aleppo í gær.
Frá Aleppo í gær. mynd/AP
Uppreisnarmenn og öryggissveitir stjórnvalda í Sýrlandi verða að virða mannúðarlög sem mæla fyrir um að koma eigi í veg fyrir mannfall meðal óbreyttra borgara. Þetta segir í nýlegri skýrslu mannréttindasamtakanna Amnesty International.

Skýrslan byggir á rannsóknum starfsfólks samtakanna í Aleppo, fjölmennustu borg Sýrlands, í ágúst. Þar er lýst síauknum loft- og stórskotaliðsárásum Sýrlandshers á íbúðarhverfi. Óbreyttir borgarar verða oft fyrir þeim árásum vegna ónákvæmni vopnanna sem notuð eru. Sprengjur án fjarstýringar, fallbyssukúlur og kúlur úr sprengjuvörpum hafa stóraukið hættu fyrir almenna borgara.

Rannsóknarfólk Amnesty dvaldi í Aleppo í tíu daga og rannskaði um 30 árásir þar sem óbreyttir borgarar féllu eða særðust á heimilum sínum. Samtökin segja að börn séu meðal fallinna og að margir hafi fallið þegar leitað var skjóls undan árásum á íbúðahverfi í Aleppo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×