Innlent

Ökufantur um sextugt sakar lögreglu um valdníðslu og einelti

Af einhverjum ástæðum eiga sumir ökumenn mjög erfitt með að virða hámarkshraða. Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að þetta eigi ekki bara við um unga ökumenn því þeir eldri og reyndari eru ekki alltaf bestu fyrirmyndirnar.

Einn slíkur var stöðvaður í Grafarvogi eftir að bíll hans mældist á 95 km hraða þar sem hámarkshraði er 60. Ökumaðurinn, karl um sextugt, hefur alloft áður verið tekinn fyrir hraðakstur, m.a. nokkrum sinnum á þessu ári.

Maðurinn virðist alltaf vera á hraðferð því bíll hans mælist gjarnan á 30-40 km hraða umfram leyfðan hámarkshraða. Engin sérstök von er til þess að maðurinn láti af þessari iðju, en hann var ekki mjög vinsamlegur við síðustu afskipti lögreglunnar og sakaði lögreglumenn á vettvangi um bæði valdníðslu og einelti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×