Fleiri fréttir

Lítið bólar á Skaftárhlaupi

Lítið bólar enn á Skaftárhlaupinu, sem talið var að væri að hefjast fyrir helgi. Þó hefur mælst aukin rafleilðni í vatninu, sem er vísbending um hlaup, og vísbendingar eru um að ísskjálftar hafi orðið í jöklinum, en þeir eru oft fyrirboðar eða fylgifiskar hlaupa.

Hættuleg björgun sjómanna við Suður Kóreu

Björgunarmönnum í Suður Kóreu hefur tekist með miklu harðfylgi að bjarga sex af þeim 30 kínversku sjómönnum sem saknað var í nótt eftir að tveimur skipum þeirra hvolfdi í fellibylnum Bolaven sem nú herjar við Kóreuskagann.

Hrefna var komin allt að Kanaríeyjum

Örar breytingar hafa átt sér stað í hafinu þangað sem Íslendingar sækja að mestu leyti hagsæld sína. Til dæmis hefur hátterni hrefnunnar að mörgu leyti komið mönnum á óvart í sumar. Hafrannsóknastofnun undirbýr nú merkingar á hvölum og vonast til að getað komist að því hvar þeir halda til á veturna.

Vilja ekki veita upplýsingar um síma Schjetne

Norska lögreglan leitar enn að Sigrid Schjetne, stúlku sem hvarf fyrr í ágúst. Um helgina var lögð áhersla á að rannsaka símann hennar betur. Lögreglumenn fóru með símann á Østensjø svæðið í Osló, til þess að rekja leiðina sem talið er að Sigrid hafi farið með símann.

Gísli J. Ástþórsson látinn

Gísli J. Ástþórsson, fyrrverandi blaðamaður Morgunblaðsins, teiknari og rithöfundur, lést á laugardaginn, 89 ára að aldri. Gísli fæddist í Reykjavík 5. apríl 1923. Hann lauk BA-prófi í blaðamennsku frá University of North-Carolina árið 1945, en hann var fyrsti Íslendingurinn með háskólapróf í því fagi.

Tæp 7.000 vegabréf gefin út í júlí

Í júlí 2012 voru gefin út 6.970 íslensk vegabréf. Til samanburðar voru gefin út 6.007 vegabréf í júlí 2011. Fjölgar því útgefnum vegabréfum um 16,0% milli ára.

Börn sjá hrikalegt ofbeldi

Á því tæpa ári sem tilraunaverkefni Barnaverndarstofu vegna heimilisofbeldis hefur staðið yfir hefur sérfræðingur komið að nokkrum tilvikum þar sem konum höfðu verið veittir alvarlegir áverkar; jafnvel lífshættulegir. Fimm af 35 konum þurftu að leita sér aðstoðar á Bráðamóttöku Landspítala (LSH) fyrstu sex mánuðina sem verkefnið stóð yfir.

Frakkar gefa út Sólkross og vilja kvikmynda bókina

„Prisma er risastórt í Frakklandi og þar að auki í eigu Bertelsmann, eins stærsta útgáfurisa heims, svo þetta er gríðarleg viðurkenning fyrir mig og býður upp á mikil tækifæri fyrir bókina, sem og aðrar bækur, en Prisma hefur nú þegar augastað á öðrum titlum eftir mig,“ segir rithöfundurinn Óttar M. Norðfjörð.

Næturfrost á nokkrum stöðum

Næturfrost var á nokkrum stöðum á landinu í nótt, en þó heldur minna en í fyrrinótt. Víða hefur gránað í fjöll á Norður- og Norðausturlandi.

Stóru fjölveiðiskipin snúa sér að síldinni

Stóru fjölveiðiskipin sem hafa stundað makrílveiðar af kappi í sumar eru nú farin að snúa sér meir að veiðum úr Norsk íslenska síldarstofninum austur af landinu, en á vissum svæðum veiðist bæði makríll og síld.

Byggt fyrir útsýnið úr íbúðinni

„Ég gat málað Esjuna úr íbúðinni en nú er búið að byggja fyrir,“ segir listakonan Temma Bell, sem í gær stóð vaktina við Skúlagötu og málaði Esjuna.

Hassreykingar gera unglinga heimskari

Ný rannsókn sem unnin var á Nýja Sjálandi sýnir að ungmenni sem reykja hass og marijúana séu í mikilli hættu á varanlegri greindarskerðingu.

Of mikilla upplýsinga krafist af stjórnendum

Persónuvernd segir Fjármálaeftirlitið krefjast of víðtækra persónulegra upplýsinga í því skyni að ganga úr skugga um fjárhagslegt sjálfstæði stjórnenda fjármálafyrirtækja.

Íshellan á Norðurpólnum ekki minni síðan 1979

Vísindamenn hjá geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, segja að íshellan yfir Norðurpólnum hafi ekki verið minni síðan árið 1979 þegar NASA hóf að mæla hana reglulega með upplýsingum frá gervihnöttum.

Ísak nálgast fellibylsstyrk, skellur á New Orleans í kvöld

Hitabeltisstormurinn Ísak er við það að ná fellibylisstyrk. Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir neyðarástandi í Louisiana en reiknað er með að Ísak skelli á borgina New Orleans í kvöld. Þá verða liðin nákvæmlega sjö ár frá því að fellibylurinn Katrina lagði stóran hluta borgarinnar í rúst.

1,5 milljónir tonna af makríl við Ísland

Um 5,1 milljón tonna af makríl mældist í sex vikna rannsóknarleiðangri Íslendinga, Færeyinga og Norðmanna í sumar og þar af 1,5 milljónir tonna innan íslenskrar efnahagslögsögu. Það er um 29% af heildarmagninu á rannsóknasvæðinu, að því er Hafrannsóknastofnun greinir frá.

Helmingur tekna Hörpunnar rennur til Reykjavíkurborgar

Pétur J. Eiríksson, stjórnarformaður Portusar, eignarhaldsfélags Hörpu, segir að verði fasteignagjöldin af Hörpu ekki lækkuð sé það vandamál sem eigendurnir, ríki og Reykjavíkurborg, þurfi að glíma við.

Sá eftirlýsti er enn ófundinn

Steinar Aubertsson, 29 ára maður sem íslensk lögregluyfirvöld lýstu eftir með aðstoð Interpol í lok júní vegna fíkniefnamáls, er enn ófundinn. Fjórir hafa verið ákærðir fyrir þátt sinn í málinu, en hann er ekki þeirra á meðal.

Talibanarnir myrtu sautján veislugesti

Skæruliðar talibana í Afganistan drápu sautján manns, þar af tvær konur í árás í gleðskap á sunnudag. Líkin fundust í vegarkanti, margir höfðu verið afhöfðaðir.

Merkel vill breyta sáttmála ESB

Angela Merkel Þýskalandskanslari vill kalla leiðtoga Evrópusambandsins (ESB) saman fyrir lok árs til að ná saman um breytingu á sáttmála sambandsins. Þetta kemur fram í þýska blaðinu Spiegel og vefurinn Euobserver segir frá. Óvíst er hvort Merkel verði að ósk sinni en hún hefur áður lýst yfir vilja til frekari pólitískrar samþættingar ESB-ríkja í skiptum fyrir frekari samruna í efnahagsmálum til að vinna gegn skuldavandanum á evrusvæðinu.

Úrskurður í máli Rachel Corrie í dag

Dómstóll í Ísrael mun í dag kveða upp úrskurð í máli foreldra Rachel Corrie sem beið bana á Gaza-ströndinni árið 2003 þegar hún mótmælti eyðileggingu Ísraela á palestínskum heimilum. Rachel Corrie stóð í veginum fyrir jarðýtu og kramdist til bana þegar ýtan ók yfir hana.

Vændisfólk í bílskúr sendiráðsins

Tveir starfsmenn kanadísku stjórnarinnar hafa verið í Kaupmannahöfn til að rannsaka meint misferli í sendiráði Kanada í borginni, svo sem misnotkun á eignum sendiráðsins, kynþáttafordóma, einelti, ráðningu svarts vinnuafls og vændi í bílskúr sendiráðsins. Öryggisvörður er sagður hafa sést á myndbandsupptöku með vændisfólk í sendiráðsbíl sem lagt hafði verið í bílskúr sendiráðsins.

Stórtapaði á öryggisgæslu

Til stendur að rannsaka öryggisgæslufyrirtækið G4S, en það sá um gæslu á Ólympíuleikunum í London. Gríðarlegt tap varð af því verkefni, en fyrirtækið gat aðeins útvegað 7 þúsund verði af þeim 10.400 sem samið hafði verið um. Guardian greinir frá þessu.

Bílstjórinn sem taldi vitlaust miður sín

"Að sjálfsögðu er þetta óheppilegt mál en bílstjórinn gerði þetta rétt og stóð sig vel. En mannleg mistök geta átt sér stað,“ sagði Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag, en bílstjóri hjá fyrirtækinu taldi vitlaust ferðamenn sem voru að ferðast með rútunni með þeim afleiðingum að hátt í 50 einstaklingar voru kallaðir út til þess að leita að konunni á laugardaginn síðasta.

Ógnin sem birtist Armstrong - Víti til varnaðar

Gígur í Öskju, sem Neil Armstrong skoðaði á Íslandi sumarið 1967, var nauðalíkur gíg á tunglinu sem honum tókst með snarræði að forðast í lendingu tunglferjunnar tveimur árum síðar. Íslandsleiðangur NASA hafði þannig raunverulega þýðingu í að hjálpa geimförunum að kynnast hættunum sem biðu þeirra á tunglinu.

Kona um sextugt sagði Tinnu Rós að skjóta sig í höfuðið

"Svo sannarlega og ég hef fengið að kynnast því," svarar Tinna Rós Steinsdóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu sem skrifaði pistil í Fréttablaðið á laugardaginn undir fyrirsögninni "Ósjálfbjarga og elska það" þegar útvarpsmenn í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni spurðu hana hvort það væri dýrkeypt að viðra skoðanir sínar um jafnréttismál.

Segir ráðninguna ekki pólitíska

Ekki var auglýst eftir sérfræðingi í þróunarmálum heldur lögð áhersla á að fá mann með reynslu úr stjórnkerfinu til að stýra verkefni í Malaví. Þetta segir framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar um umdeilda ráðningu. Hann neitar afskiptum ráðherra.

Íslendingar í New Orleans búa sig undir fellibyl

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í fjórum fylkjum Bandaríkjanna vegna hitabeltisstormsins Ísaks. Spáð er að hann nái landi annað kvöld. Íslenskur námsmaður í New Orleans ætlar að vera um kyrrt á á heimili sínu meðan Ísak fer yfir, og telur líf sitt ekki í hættu.

Klemmdi fingur í Selfossi

Að morgni fimmtudags í síðustu viku var tilkynnt um vinnuslys um borð í flutningaskipinu Selfossi þar sem skipið lá við bryggju í Vestmannaeyjahöfn. Einn af skipverjunum hafði klemmt fingur á milli flutningagáms og spredda þannig að hann fékk sár á fingurinn og þurfti að leita á slysadeild.

Fjórir búnir að missa prófið og tveir aldrei fengið það

Átján ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Sextán þeirra voru stöðvaðir í Reykjavík og einn í Kópavogi og Hafnarfirði. Um er að ræða tólf karla á aldrinum 21-51 árs og sex konur, 19-41 árs. Fjórir þessara ökumanna höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi og tveir hafa aldrei öðlast ökuréttindi.

Fjögurra mánaða fangelsi fyrir kannabisrækt

Karlmaður var í dag dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands í dag fyrir að hafa haft tæplega 100 kannabisplöntur í vörslu sinni í Smáratúni. Fíkniefnin fundust við húsleit lögreglu í byrjun apríl. Maðurinn mætti við þingfestingu málsins og lýsti yfir að hann óskaði ekki eftir skipun verjanda. Ákærði viðurkenndi skýlaust að hafa gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru. Samkvæmt sakavottorði hefur maðurinn ellefu sinnum áður sætt refsingu, þar af fjórum sinnum fyrir brot á ávana- og fíkniefnalöggjöf.

Íslendingur lést í vinnuslysi

Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri lést í vinnuslysi í Noregi á laugardaginn. Utanríkisráðuneytið staðfesti þetta við fréttastofu í dag en nánari upplýsingar fást ekki um slysið að svo stöddu.

Leit hætt - ljónið líklega villiköttur

Leit hefur verið hætt að ljóni sem leitað hefur verið að síðasta sólarhring í sveitarfélaginu Essex á suð-austur Englandi. Vopnaðir lögreglumenn hafa leitað að kisa bæði úr lofti og á landi.

Spáir Of Monsters and Men góðu gengi

Blaðamaður Guardian spáir íslensku hljómsveitinni Of Monsters and Men góðu gengi. Hann var viðstaddur tónleikahátíð í Leeds í Englandi á föstudag. Þar kom hljómsveitin fram. Blaðamaðurinn, Dave Simpson, segir að hresst og gleðilegt lag hljómsveitarinnar, sem hafi fjallað um úlfa og skóga hafi fengið góðar undirtektir fólk jafnvel tekið undir trompettsóló.

Missti stjórn á krossaranum og slasaðist

Karlmaður á þrítugsaldri féll um helgina af bifhjóli sínu við mótorkrossbrautina í Sandgerði og slasaðist á fæti. Slysið vildi til með þeim hætti að maðurinn hjólaði ofan í poll og missti við það stjórn á hjólinu. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem gert var að meiðslum hans.

Geit og lömb á vappi á Suðurnesjum

Tilkynnt var um lausa get á vappi á Suðurnesjum í gær. Þegar lögregla kom á staðinn reyndist um eina geit og tvö lömb að ræða, sem eiga heimkynni sín í litlum húsdýragarði sem er í Víkingaheimum í innri Njarðvík. "Starfsfólk húsdýragarðsins vildi gleðja dýrin og hafði hleypt þeim í gott og safaríkt gras rétt hjá garðinum, þar sem þau hámuðu í sig undir stöðugu eftirliti starfsmanna. Málið leystist því að sjálfu sér og þess má geta að landnámsdýrin í húsdýragarðinum hafa glatt augu fjölmargra barna og fullorðinna,“ segir í tilkynningu frá lögreglu.

Þjóðgarðsvörður fylgir forsætisráðherrum um Þingvelli

Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, fékk það hlutverk að sýna Helle Thorning Schmidt þjóðgarðinn þegar hún kom þangað um eittleytið í dag. Thorning-Schmidt skoðaði meðal annars nýja göngubrú yfir Almannagjá. Hún og Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra Íslands, munu svo funda saman í Þingvallabústaðnum á eftir.

Geimfarar sváfu undir berum himni í vikurdyngjum Öskju

Bandarísku geimfararnir sem æfðu á Íslandi sumarið 1967 fyrir tunglferðirnar völdu flestir að sofa undir berum himni í Öskju fremur en í tjöldum. "Það var afskaplega gott veður, hlýtt og lygnt," segir Sverrir Pálsson, ljósmyndari á Akureyri, um aðstæður þessa júlídaga inni á hálendi Íslands fyrir 45 árum í gróðurauðninni norðan Vatnajökuls. Tjaldbúðum var komið upp í Drekagili í Öskju, þar sem nú eru skálar Ferðafélags Akureyrar, en þeir eru í 780 metra hæð yfir sjávarmáli. "Þeir gistu fæstir í tjöldum. Flestir völdu að sofa úti og hafa himininn sem sæng," segir Sverrir þegar hann rifjar upp þessa daga í tilefni af

Bíll féll ofan á mann

Það óhapp átti sér stað í Grindavík um helgina að bíll féll ofan á mann. Atvikið átti sér stað með þeim hætti að maðurinn hafði tjakkað bílinn upp til að laga bensíntank hans. Talið er að bíllinn hafði lent á bringu mannsins. Þegar lögreglan á Suðurnesjum kom á vettvang var verið að flytja manninn í sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Meiðsli hans voru talin minni háttar.

Sjá næstu 50 fréttir