Innlent

Tvö ungmenni hótuðu manni og tóku af honum bílinn

Tveir 17 og 18 ára piltar tóku bíl af ungum manni í austurborginni í gærkvöldi með því að beita hann hótunum.

Bíleigandinn hringdi í lögreglu, sem handtók piltana á bílnum skömmu síðar. Í fórum þeirraafnnst líka ipod tæki, sem bíleigandinn átti.

Bíleigandi fagnaði þó ekki lengi árangri lögreglunnar, því hún komst líka að því að bíllinn var ótryggður og klippti því af honum númerin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×