Innlent

Neita að hafa skipulagt umfangsmikið amfetamínsmygl

Mennirnir mættu til skýrslutöku í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.
Mennirnir mættu til skýrslutöku í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. mynd/ frikki.
Þrír pólskir karlmenn sem grunaðir eru um að hafa flutt inn 8,5 kíló af amfetamíni í sjampóbrúsum til landsins í apríl, neita allir að hafa skipulagt innflutning efnanna. Tveir mannanna voru handteknir í leigubíl eftir komuna til landsins en sá þriðji var handtekinn í Leifsstöð. 

Aðalmeðferð málsins fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þrír menn eru ákærðir vegna málsins. Þeir komu allir með sama flugi til landsins, en fullyrða að þeir hafi ekki vitað hver af öðrum. Mennirnir segja að þeir hafi fengið töskur með brúsunum afhentar og þeir fengið fyrirmæli um að kíkja í þær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×