Erlent

Setja matarolíu á bílana sína

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.
Danir setja notaða matarolíu á bílana sína og hita húsin sín upp með henni. Þetta er hins vegar ólöglegt samkvæmt fréttum danskra fjölmiðla.

Starfsmenn veitingastaða mega hvorki selja né gefa notaða matarolíu. Þeir geta látið sækja hana á löglegan hátt eða farið með hana í endurvinnslu. Oftast er matarolían sett í tunnur sem geymdar eru við bakdyr veitingastaðanna. Fyrirtækin sem sækja olíuna skilja svo eftir tómar tunnur í staðinn.- ibs



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×