Innlent

Legutíminn lengist á Landspítalanum

Hugrún J. Halldórsdóttir skrifar
Björn Zoëga er forstjóri Landspítalans.
Björn Zoëga er forstjóri Landspítalans.
Meðallegutími sjúklinga á Landspítalanum hefur lengst um þrjú til fjögur prósent á síðustu tveimur árum. Erfitt hefur reynst að útskrifa eldra fólk og geðsjúka á annað meðferðarform segir forstjórinn.

84 milljóna króna halli var á rekstri Landspítalans á fyrstu sex mánuðum ársins en þetta er í fyrsta skipti á þremur árum sem reksturinn er neikvæður. Forstjórinn Björn Zoëga býst þó við að það takist að halda spítalanum innan fjárheimilda ársins en ástæður hallans má meðal annars rekja til aukinnar starfsemi, fleira fólk leitar nú eftir þjónustu og sjúklingar liggja lengur inni en áður.

„Aðalástæða þess að sjúklingar liggja að meðaltali lengur inni hjá okkur er sú að við eigum erfiðara með að fá sjúklingana útskrifaða á annað meðferðarform, til dæmis eins og sjúkrunarheimili þegar meðferð er lokið á spítalanum. Það bíða fleiri sjúklingar en áður eftir meðferð eða búsetu á hjúkrunarheimili," segir Björn.

Björn segir ástandið hafa farið versnandi á síðustu tveimur árum en árið 2010 lágu sjúklingar að meðaltali í 6,7 daga, árið þar á eftir 6,9 og í ár 7,1 dag.

„Það hefur líka haft áhrif á okkur að það er orðið erfiðaða að fá úrræði fyrir þá sem eru að kljást við geðsjúkdóma og eru geðfatlaðir og þurfa að fá búsetu með stuðningi, og þá sérstaka búsetu. Nú er það orðið þannig að ein deild á Kleppi er einungis með svona sjúklinga sem eru bara að bíða eftir svoleiðis úrræði," segir hún.

Hann segir erfitt að segja til um hvað þetta kosti spítalann, en það nemi hundruðum milljóna króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×