Innlent

Þungfært um Sprengisand vegna snjókomu

Þungfært varð um Sprengisand í gær vegna snjókomu, en enginn vegfarandi lenti þó í alvarlegum vandræðum og munu allir hafa komist leiðar sinnar.

Fátítt er að þungfært verði um Sprengisand á þessum árstíma. Nokkur snjór var, og er á fleiri hálendisvegum, en allstaðar mun þó vera fært. Þótt áfram verði kalt á þessum slóðum í dag, er ekki búist við frekari snjókomu. Svo á að fara að hlýna á morgun, en á sunnudag fer aftur að kólna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×