Innlent

Glúmur stendur á bak við asísk þríhjól í miðbænum

Það er Glúmur Baldvinsson sem stendur að baki Tuk Tuk þríhjóla að asískum hætti sem íbúar Reykjavíkurbograr hafa hugsanlega komið auga á í miðbænum síðastliðnar vikur. Í tilkynningu frá Glúmi segir að Þau tuk tuk sem flutt hafa verið til Reykjavíkur eru rafknúin ólíkt flestum þeim tækjum sem þeysa um götur Tælands, Sri Lanka, Indlands, Kína og víðar.

Tuk Tuk Iceland ehf. Gerði samning við NOVA um auglýsingar á tækjunum. Því klæðast tækin litum og merkjum þess fyrirtækis.

Sumarið 2012 er tilraunarsumar og er ætlunin að kynna til sögunnar fjölmörg ný tæki á næsta ári og hefja starfsemina af krafti frá og með apríl 2013, ekki einvörðungu í Reykjavík heldur einnig á landsbyggðinni.

Megintilgangur TukTuk Iceland er að bjóða upp á nýstárlegan, vistvænan, grænan og skemmtilegan ferðamáta í miðborg Reykjavíkur.

Upphaflega var stefnan sú að kynna fyrsta tuk tuk á Íslandi 17.júní en fæðingin var erfið og tafir miklar.

Einnig fuðraði rafkerfi fyrsta tækisins upp við rætur Hverfisgötu með tvo danska ferðamenn í farteskinu. Þá réðust skemmdarvargar á tækið á menningarnóttu og gerðu óskunda.

Tæki tvö kom til landsins í lok júlí og hefur sett svip sinn á bæjarlífið í allan ágúst mánuð. Ætlunin er að Tuk Tuk ríði um götur borgarinnar fram í október og lengur ef veður leyfir.

Reykjavíkurborg hefur veitt Tuk Tuk vilyrði fyrir úthlutun stæðis í Bankastræti þar sem fyrir er rafhleðslupóstur fyrir tækin. Fleiri stæði í miðborginni til greina í framtíðinni, m.a. í Hafnarstræti.

Ætlunin er að færa þessa þjónustu til landsbyggðarinnar í framtíðinni. T.d. til Akureyrar, Egilsstaða, Vestmannaeyja og Ísafjarðar.

Glúmur hefur meðal annars unnið við þróunarstörf í Malaví auk þess sem hann starfaði sem fréttamaður hér á árum áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×