Innlent

Slasaðist þegar tvö bifhjól skullu saman

Ökumaður bifhjóls slasaðist þegar hann rakst utan í annað bifhjól, sem ekið var samsíða honum í Breiðholti undir kvöld í gær. Bæði hjólin skullu í götuna, en ökumaður annars hjólsins slapp ómeiddur.

Um sama leiti varð harður árekstur á mótum Miklubrautar og Grensásvegar þegar bíl var ekið aftan á annan bíl. Ökumenn og farþegar kenndu sér eymsla en engin er talinn alvarlega meiddur.

Annars var óvenju mikið um árekstra á höfuðborgarsvæðinu í gær og þá einkum aftanákeyrslur, þótt fólk í bílunum hafi sloppið ómeitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×