Erlent

Misskilningur að flugvél hefði verið rænt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Flugvélin er lent á Schiphol flugvelli.
Flugvélin er lent á Schiphol flugvelli. mynd/ afp.
Misskilningur milli flugmanns spænskrar farþegaþotu og flugturnar á Schiphol flugvelli í Hollandi varð til þess að óttast var að þota sem kom til lendingar hefði verið rænt og F-16 herþotur voru sendar til að taka á móti vélinni.

„Það var engin hætta. Það voru bara samskiptaörðugleikar milli flugmannsins og flugturnarins sem olli því að varúðarráðstafanir fóru í gang," segir talsmaður spænska flugfélagsins Vueling í samtali við Reuters. „Við erum enn að reyna að ná sambandi við farþega og flugáhöfn, segir Martijn Peelen, talsmaður herlögreglunnar, í samtali við Reuters.

Farþegi um borð sagði í samtali við hollensku sjónvarpsstöðina NOS að ekkert óvenjulegt hefði verið í gangi um borð í flugvélinni. „Það var ekkert í gangi. Við þurftum að fljúga nokkra hringi. Við erum núna að bíða í flugvélinni og dyrnar eru lokaðar. En það er ekkert flugrán," sagði farþeginn í samtali við NOS.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×