Ikea gæti átt í Hörpuhóteli 29. ágúst 2012 07:00 Dótturfélag sænska húsgagnaframleiðandans Ikea gæti orðið einn eigenda fyrirhugaðs hótels sem reisa á við hlið Hörpu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Félagið ier í samstarfi við World Leisure Investment, sem keypti byggingarréttinn á lóðinni við hlið Hörpu, um að fjárfesta í hundrað hótelum í öllum helstu borgum Evrópu. Það sem aðallega hefur staðið í vegi fyrir aðkomu Ikea að byggingu hótelsins við Hörpu er að Ikea-samstæðan heimilar ekki fjárfestingar á Íslandi. Pétur J. Eiríksson, stjórnarformaður Portusar eignarhaldsfélags Hörpu, staðfestir að Inter Hospitality Holding, dótturfélag Inter Ikea Holding, sé í samstarfi við World Leisure í þessu verkefni. „Ég get hins vegar ekki staðfest að þeir verði inni í verkefninu í Reykjavík," segir Pétur. Lítið er vitað um World Leisure annað en að það er vettvangur þar sem fjölmargir fjárfestar leggja sameiginlega til fé til fjárfestinga í hótel- eða ferðaiðnaði. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins eru efnaðir einstaklingar frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Persaflóa á meðal þeirra sem leggja fé inn í félagið. Þeir fjárfestar sem standa að World Leisure nýta vettvanginn til að finna fjárfestingatækifæri, annast skipulag framkvæmdarinnar og til að sinna annarri þróunarvinnu. Í kjölfarið skipta þeir fjárfestingunum á milli sín og fá oft og tíðum inn aðra samstarfsaðila. Í þessu verkefni hefur samstarfsaðili World Leisure verið Marriott-hótelkeðjan. Ikea lýsti því yfir fyrr í þessum mánuði að samstæðan ætlaði að byggja yfir hundrað hótel í Evrópu á næstu árum. Alls áætlar Ikea að setja um 150 milljarða króna í það verkefni. Ódýrt á að vera að gista á þessum hótelum og stefnt er að því að þau verði öll miðsvæðis í helstu borgum Evrópu. Ikea ætlar ekki að reka hótelin sjálf og þau verða ekki rekin undir nafni sænska húsgagnaframleiðandans. – þsj / Fréttir Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Sjá meira
Dótturfélag sænska húsgagnaframleiðandans Ikea gæti orðið einn eigenda fyrirhugaðs hótels sem reisa á við hlið Hörpu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Félagið ier í samstarfi við World Leisure Investment, sem keypti byggingarréttinn á lóðinni við hlið Hörpu, um að fjárfesta í hundrað hótelum í öllum helstu borgum Evrópu. Það sem aðallega hefur staðið í vegi fyrir aðkomu Ikea að byggingu hótelsins við Hörpu er að Ikea-samstæðan heimilar ekki fjárfestingar á Íslandi. Pétur J. Eiríksson, stjórnarformaður Portusar eignarhaldsfélags Hörpu, staðfestir að Inter Hospitality Holding, dótturfélag Inter Ikea Holding, sé í samstarfi við World Leisure í þessu verkefni. „Ég get hins vegar ekki staðfest að þeir verði inni í verkefninu í Reykjavík," segir Pétur. Lítið er vitað um World Leisure annað en að það er vettvangur þar sem fjölmargir fjárfestar leggja sameiginlega til fé til fjárfestinga í hótel- eða ferðaiðnaði. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins eru efnaðir einstaklingar frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Persaflóa á meðal þeirra sem leggja fé inn í félagið. Þeir fjárfestar sem standa að World Leisure nýta vettvanginn til að finna fjárfestingatækifæri, annast skipulag framkvæmdarinnar og til að sinna annarri þróunarvinnu. Í kjölfarið skipta þeir fjárfestingunum á milli sín og fá oft og tíðum inn aðra samstarfsaðila. Í þessu verkefni hefur samstarfsaðili World Leisure verið Marriott-hótelkeðjan. Ikea lýsti því yfir fyrr í þessum mánuði að samstæðan ætlaði að byggja yfir hundrað hótel í Evrópu á næstu árum. Alls áætlar Ikea að setja um 150 milljarða króna í það verkefni. Ódýrt á að vera að gista á þessum hótelum og stefnt er að því að þau verði öll miðsvæðis í helstu borgum Evrópu. Ikea ætlar ekki að reka hótelin sjálf og þau verða ekki rekin undir nafni sænska húsgagnaframleiðandans. – þsj /
Fréttir Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Sjá meira