Erlent

Romney formlega valinn sem forsetaefni Repúblikana

Mitt Romney hefur verið formlega valinn sem forsetaefni Repúblikanaflokksins á flokksþinginu sem nú stendur yfir í Flórída. Samhliða því var Poul Ryan valin varaforsetaefni flokksins.

Það var Ann Romney eiginkona forsetaefnisins sem hélt opnunarræðuna á flokksinsþinginu í gærdag og þar ræddi hún aðalega um hinar mýkri hliðar á eiginmanni sínum. Romney sjálfur mun halda ræðu á flokksþinginu á morgun, fimmtudag.

Í frétt um málið á BBC segir að samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum sé nær enginn munur á fylgi Romney og Barack Obama sem keppa um forsetaembættið í kosningum í nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×