Fleiri fréttir

Heilir hafrar innkallaðir eftir að skordýr fundust í pokunum

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, í samráði við Heilsu ehf., hefur ákveðið að innkalla af markaði Heila hafra í 500 gramma plaspokum þar sem skordýr, nánar tiltekið bjöllur, hafa fundist í vörunni. Samkvæmt upplýsingum frá Heilsu hefur þegar verið brugðist við og varan fjarlægð úr hillum verslana. Þeir sem hafa keypt vöruna geta skilað henni í verslunina þar sem hún var keypt og fengið hana bætta. Verslanirnar sem hafrarnir voru seldir í eru Verslanir Heilsuhússins, Lifandi Markaður, Nettó Njarðvík, Samkaup Úrval Ísafirði, Vöruval Hf Vestmannaeyjum og Heilsuver Suðurlandsbraut.

Benedikt leitar að grárri hryssu

Benedikt Erlingsson leikstjóri leitar í dag með logandi ljósi að grárri hryssu sem gæti tekið þátt í mynd sem hann leikstýrir. Tökur á myndinni hefjast á mánudag. Stefnt er á að myndin verði frumsýnd á næsta ári.

Raðnauðgara leitað

Frönsku lögregluna grunar að raðnauðgari gangi laus í Mið-Frakklandi eftir að ellefu ára gamallari stúlku var nauðgað á tjaldsvæði á Ardeche-svæðinu á miðvikudag. Rannsókn er hafin á brotinu og hafa umsjónarmenn tjaldsvæða verið beðnir um auka öryggi á svæðum sínum. Lögreglan telur að árásin á miðvikudag tengist kynferðisbrotamálum sem hafa átt sér stað í nágrannabæjum undanfarnar vikur en ráðist hefur verið á sjö stúlkur á aldrinum sjö til tólf ára frá því lok júní. Teikningu hefur verið dreift til lögreglunnar sem byggð er á framburði vitna. Maðurinn er talinn vera um fertugt.

Segja lögreglu og fangelsismálayfirvöld lofa ólögmætum ívilnunum

Verjendur þeirra Annþórs Kristjáns Karlssonar og Barkar Birgissonar segjast hafa rökstuddan grun um að lögreglan og fangelsismálayfirvöld séu að bjóða föngum ólögmætar ívilnanir fyrir vitnisburð í máli gegn þeim. Annþór og Börkur eru grunaðir um að hafa orðið samfanga sínum á Litla Hrauni að bana fyrr á árinu.

Bandaríska sendiráðið skreytt í tilefni Gay Pride

Bandaríska sendiráðið við Laufásveg skartar nú tveimur stórum fánum samkynhneigðra í tilefni gleðigöngunnar sem fer fram í miðborg Reykjavíkur á morgun. Starfsmenn sendiráðsins settu myndina hér til hliðar inn á Facebook-síðu sína í morgun.

Þrjár neyðarlendingar vegna flugdólga

Þrisvar sinnum kom til þess að grípa þurfti til neyðarlendingar flugvéla á Keflavíkurflugvelli á síðasta ári vegna óláta farþega um borð. Í einu tilvikanna þurfti að yfirbuga farþega í vélinni. Þá voru átján neyðarlendingar á vellinum á árinu vegna veikinda farþega um borð. Þetta kemur fram í ársskýrslu lögreglustjórans á Suðurnesjum fyrir árið 2011 sem kom út í dag.

Skeit í garð nágranna síns

Alltof mikið er um það að lögreglunni á Suðurnesjum berist kvartanir vegna lausagöngu hunda í umdæminu. Í gær barst til að mynda kvörtun frá íbúa í Njarðvík um að hundur nágranna hans gengi ítrekað laus og valsaði um þar sem honum sýndist. Sá sem kvartaði sagði að nú væri mælirinn fullur því hundurinn hefði skitið í garðinn hjá sér og væri það til á upptöku. Málið var tilkynnt til heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Lögregla vill minna á að lausaganga hunda er bönnuð.

Hemmi Gunn verður aftur Á tali

Ríkisútvarpið ætlar í vetur að sýna að nýju brot úr gömlum þáttum Hermanns Gunnarssonar, á tali með Hemma Gunn, sem nutu mikilla vinsælda fyrir um tuttugu árum síðan. Það eru Egill Eðvarðsson og Þórhallur Gunnarsson sem sjá um nýju þættina. Þeir verða sýndir í tengslum við afmæli Ríkisútvarpsins.

Íslendingum fer fjölgandi í sólkerfinu

Íslendingum fer fjölgandi í sólkerfinu eftir að gígur á plánetunni Merkúríusi var nefndur eftir íslensku listakonunni Nínu Tryggvadóttur á dögunum.

Þorvaldi Gylfasyni birt stefna Jóns Steinars

Þorvaldi Gylfasyni háskólaprófessor hefur verið birt stefna í máli sem Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari höfðar gegn honum. Þetta staðfestir Reimar Pétursson, lögmaður Jóns Steinars. Ástæða málshöfðunarinnar er grein sem Þorvaldur skrifaði í ritröð háskólans í Munchen í Þýskalandi og birt var í mars slíðastliðnum. Jón Steinar telur að Þorvaldur hafi verið með aðdróttun í sinn garð, í greininni. Þar hafi hann sakað sig um að misfara með vald sitt sem dómari við Hæstarétt með því að semja fyrst með leynd kæruskjal vegna stjórnlagaráðskosninga til réttarins og stjórna síðan afgreiðslu þess.

Norska lögreglan gagnrýnd fyrir viðbrögð við fjöldamorðunum

Norska lögreglan er harðlega gagnrýnd í svokallaðri 22. júlí skýrslu, sem fjallar um viðbrögð við fjöldamorðunum í Osló og Útey í fyrra. Þá varð Anders Behring Breivik 77 manns að bana. Skýrslunni var lekið í fjölmiðla og birtu þeir helstu atriði hennar í morgun.

Akureyringar beðnir um að spara vatnið

Orkufyrirtæki Akureyringa, Norðurorka, biður íbúa um að fara sparlega með vatnið þar sem vatnsstaða í miðlunargeymum er komin niður fyrir öryggismörk eru akureyringar beðnir að fara mjög sparlega með neysluvatnið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Norðurorku, sem birt er á vefsíðu fyrirtækisins.

Flogið til 27 áfangastaða

Boðið verður upp á flug til 27 áfangastaða frá Keflavíkurflugvelli í vetur. Tveir þeirra hafa ekki áður verið á vetrardagskrá, eftir því sem fram kemur á vefnum Túristi.is. Það er bandaríska borgin Colorado og Salzburg í Austurríki. Tilkoma þeirra ætti að gleðja skíðaáhugafólk því þær eru báðar í nágrenni við þekktustu skíðasvæði veraldar. Á þremur flugleiðum ríkir meiri samkeppni en Íslendingar eiga að venjast. Þannig munu fjögur félög keppa um farþega til og frá London, þrjú fljúga til Oslóar og þrjú til Kaupmannahafnar.

Uppselt á Iceland Airwaves

Uppselt er á Iceland Airwaves-tónlistarhátíðina sem fer fram í byrjun nóvember og hefur aldrei verið meiri ásókn í miða en í ár. Þetta kemur fram í Fréttatímanum í dag. Búið er að selja fimm þúsund miða en um 200 hljómsveitir koma fram víðs vegar um borgina.

Greiða 25 þúsund fyrir skóladót

Danskir foreldrar munu þurfa að reiða fram að meðaltali um 1200 danskar krónur þegar grunnskólar þar í landi hefjast að nýju í næstu viku. Þótt skólagjöldin séu greidd af hinu opinbera eins og hér á landi kostar sitt að kaupa skólatöskur, bækur, blýanta og pennaveski. Danska blaðið Berlingske Tidende segir að þetta muni kosta foreldra að meðaltali sem samsvarar um 25 þúsund íslenskum krónum. Það er tvöfalt hærri upphæð en danskir foreldrar verja til kaupa á jólagjöfum fyrir börn sín, en sú upphæð nam í fyrra um 12 þúsund íslenskum krónum að meðaltali.

Brunasvæðið orðið 10 hektarar

Tíu slökkviliðsmenn voru að störfum í Laugardal í Súðavíkurhreppi í nótt og sprautuðu vatni yfir svæðið, þar sem eldar hafa kraumað í jarðvegi í heila viku. Brunasvæðið er orðið hátt í tíu hektarar, en er nú afgirt af Laugardalsá, þjóðveginum, og breiðri rás, sem grafin var milli vegarins og árinnar í gær. Slökkviliðsmenn segja ómögulegt að segja til um hvenær slökkvistarfi lýkur endanlega. Kostnaður Súðavíkurhrepps vegna eldanna nemur nú þegar milljónum króna-

Búast við fjölmenni á Dalvík

Fólk er farið að streyma til Dalvíkur til að taka þátt í fiskideginum þar um helgina og spáir þar góðu veðri. Lögregla þurfti að taka einn gestanna úr umferð þar sem hann var drukkinn og var til vandræða, en að örðu leiti fór allt vel fram. Lögregla býst við miklum mannfjölda þar um helgina og sömuleiðis að fjölmargir muni heimsækja handverkssýninguna í Hrafnagili.-

Fjórir fluttir á slysadeild

Fjórir voru fluttir á slysadeild eftir þjrú umferðarslys í borginni í gærkvöldi. Ökumaður og farþegi slösuðust þegar tveir bílar skullu saman við Gullinbrú í Reykjavík á tíunda tímanum í gærkvöldi. Slökkviliðið þurfti að hreinsa olíu, sem lak úr örðum bílnum, enda eru báðir bílarnir stór skemmdir. Þá slasaðist maður í árekstri tveggja bíla á Snorrabraut á móts við Austurbæ um ellefu leytið í gærkvöldi og urðu nokkrar umferðartafir á meðan lögregla var að greiða úr málinu á vettvangi. Um sama leiti varð hjólreiðamaður fyrir bíl á Bústaðavegi. Engin þessara manna mun vera alvarlega slasaður, eftir því sem fréttastofa kemst næst.-

Emma Watson skilur ekkert í bíó

Hollywood stjarnan Emma Watson brá sér í bíó í kvöld, en hún er þessa dagana stödd hér á landi við tökur á myndinni Noah. Hún fór að sjá Woody Allen myndina To Rome with love en ekki vildi betur til en að myndin er öll á Ítölsku og textuð á Íslensku.

Gámur rakst á flugvél

Óskað var eftir aðstoð lögreglunnar á Suðurnesjum í morgun eftir að töskugámur hafði rekist í flugvél við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Verið var að lesta vélina þegar óhappið varð. Ástæða þess var sögð sú, að færibandið hefði ekki verið stillt rétt af miðað við staðsetningu lestarlúgunnar með þeirri afleiðingu að gámurinn rakst utan í hana. Skemmdir urðu litlar.

Dýrin hætta á beit vegna mikils hita

Malbik á þjóðvegum norðaustanlands blæðir nú víða tjöru og olíu í hitabylgjunni og margar skepnur leita sér vars í forsælunni og sýna engan áhuga á beit.

Enn ekkert spurst til norsku stúlkunnar

Enn hefur ekkert spurst til norsku stelpunnar Sigrid Sjetne sem saknað hefur verið frá því aðfararnótt sunnudags. Norska lögreglan hélt blaðamannafund í morgun þar sem farið var yfir stöðuna.

Hjólhýsi fauk á hliðina á Holtavörðuheiði

Svo vel vildi til þegar hjólhýsi fauk þvert yfir þjóðveginn á Holtavörðuheiði í gærkvöldi, og dró með sér bílinn, sem það var fest við, að engin bíll kom á móti í þeirri andrá. Hjólhýsið hafnaði á hliðinnni og nánast upp á endann, þannig að beislið á því hífði afturenda bílsins hátt í metra upp í loftið, þar sem hann hékk svo þartil að hann var aftengdur við hjólhýsið.

Lést í aftursæti á lögreglubíl

Lögreglumenn í Bandaríkjunum rannsaka nú hvernig stendur á því að 21 árs gamall karlmaður lést í aftursæti lögreglubíls eftir að hann var handtekinn í Arkansas.

Hitamet slegið á Eskifirði

Lofthiti komst upp í 28 gráður á Eskifirði í gærdag, sem er mesti hiti sem mælst hefur hér á landi í sumar. Þá féllu mörg hitamet á sjálfvirkum veðurathugunarstöðum víða norð-austanlands í gær og víða voru tveggja stafa hitatölur í nótt. Víða er spáð miklum hita í dag, einkum norðaustanlands, en ekki er búist við nýju hitameti í dag. Þá gæti líka orðið eitthavð rykmistur ofan af hálendinu á hlýjustu svæðunum í dag. Dagurinn í dag verður því fimmtándi dagurinn í röð þar sem hiti mælist yfir 20 gráður einhvernsstaðar á landinu þannig að fyrra met á því sviði verður jafnað í dag og gæti hæglega fallið á morgun.-

Strandveiðar stöðvaðar á austursvæðinu

Strandveiðar á austursvæðinu, eða frá Þingeyjarsveit að Djúpavogi, hafa verið stöðvaðar, þar sem ágústkvótinn er upp veiddur. Áður er búið að stöðva veiðar á norðursvæðinu og vestursvæðinu, þannig að aðeins á eftir að klára kvótann á suðursvæðinu, frá Djúpavogi að Snæfellsnesi.

Tekur við af Kofi Annan

Búist er við því að alsírski erindrekinn Lakhdar Brahimi taki við af Kofi Annan sem sérstakur friðarsendiherra Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi. Þetta hefur Reuters fréttastofan eftir heimildarmönnum sínum. Embættismenn sem Reuters talaði við, sögðu að hugsanlega gæti ákvörðunin þó breyst ef einstök ríki innan Sameinuðu þjóðanna hafa efasemdir eða þá að Brahimi sjálfur fær bakþanka. Gríðarleg átök milli hersveita ríkisstjórnar Sýrlands og andófsmanna hafa geysað í landinu mánuðum saman og ekki sér fyrir endann á þeim.

Verjendur Holmes segja hann óheilbrigðan

Verjendur James Holmes, sem framdi fjöldamorð á sýningu Batman myndar í Colorado í Bandaríkjunum, segja að hann sé vanheill á geði. Við réttarhöld sem fram fóru í gær sögðu þeir að það þyrfti að meta andlegt ástand hans vel og fá skýrari mynd af því hvað gerðist í kvikmyndahúsinu. Holmes var sjálfur viðstaddur réttarhöldin. Einn af verjendum hans, Daniel King, sagði að saksóknarar hefðu undir höndunum lögregluskýrslur, en það vantaði myndir af vettvangi, upptökur og vitnisburð sérfræðinga.

Lögregluþjónar óþekkjanlegir

Ríkissaksóknari í Danmörku hefur látið mál gegn dönskum lögregluþjónum niður falla vegna þess hversu erfitt reyndist að bera kennsl á þá.

Bóndinn á brunastað efins um slökkvistarf

„Það var maður sem fór að grilla hérna við vatnið og kveikti í og laumaðist svo í burt,“ segir Samúel Sigurjónsson, bóndi í Hrafnabjörgum í Laugardal í Ísafjarðardjúpi, um upptök eldsins sem logað hefur í landi hans frá því á föstudag í síðustu viku.

Vilja ræða laug í Fossvogsdal

Reykjavíkurborg hefur óskað eftir viðræðum við Kópavogsbæ um málefni Fossvogsdals. Ræða á um hugsanlega sundlaug og göngu- og hjólatengingu yfir Fossvog.

Vantar rök fyrir undanþágum

Ýmsum spurningum er ósvarað í Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs fyrir 2013 til 2024 að því er kemur fram í athugasemdum umhverfis- og samgöngunefndar Skagafjarðar.

Helstu neyðarlyf verða alltaf til

Unnið er að því á vegum heilbrigðisyfirvalda að tryggja neyðarlyfjabirgðir í landinu. Vinnan er hluti af mótun lyfjastefnu stjórnvalda til ársins 2020. Listi hefur verið útbúinn yfir nokkra tugi lyfja sem aldrei mega klárast, þrátt fyrir að landið lokist vegna neyðarástands.

Vírus birtir rukkun frá FBI

Bandaríska alríkislögreglan (FBI) hefur varað við nýjum tölvuvírus, sem kallaður er Reveton ransomware. Vírusinn læsir sýktri tölvu og birtir fölsk skilaboð frá FBI þar sem sagt er að viðkomandi IP-tala sé tengd síðum sem hýsa barnaklám. Til að opna tölvuna þurfi að borga sekt, allt að 200 dali. Þetta kemur fram á heimasíðu FBI.

Arnarvarp slakt en stofninn vex

Arnarvarpið 2012 var með slakasta móti. Vitað er um 21 par með 28 unga sem verða fleygir um miðjan ágúst. Varp misfórst hins vegar hjá meirihluta þeirra 45 arnarpara sem urpu í vor, segir á vef Náttúrufræðistofnunar.

Solveig Lára vígð að Hólum

Séra Solveig Lára Guðmundsdóttir verður vígð til embættis vígslubiskups að Hólum í Hjaltadal á sunnudag.

Kúmentínslunni í Viðey flýtt

Árleg kúmentínsla í Viðey fer fram þriðjudaginn 14. ágúst og hefur henni verið flýtt miðað við undanfarin ár. Það er gert vegna mikillar blíðu í sumar en kúmentínslan hefur verið geysilega fjölmenn síðustu ár.

Þreifingar hafnar um stjórnarmyndun

Stjórnmálamenn í ýmsum flokkum hafa átt óformleg samtöl sín á milli um mögulegt stjórnarsamstarf á næsta kjörtímabili. Evrópumál eru vinstri grænum erfið og það hvort Jóhanna verður áfram formaður mun ráða miklu um kúrs Samfylkingar.

Bretar svari fyrir morðlista

Lögfræðingar hafa krafið bresk yfirvöld svara um aðild þeirra að svokölluðum morðlistum. Bandaríkjaher hefur tekið saman lista yfir fólk sem hann telur hættulegt og tekur síðan af lífi, gjarnan með sprengjuárás.Guardian greinir frá þessu.

Tíðni ferða Strætó eykst

Vetraráætlun Strætó bs. tekur gildi viku fyrr en vaninn er og hefst akstur samkvæmt henni á sunnudaginn. Með þessu er reynt að koma til móts við farþega með því að auka tíðni og hagræða í leiðakerfinu.

Lónið á yfirfall fimm vikum fyrr

Hálslón hefur náð yfirfallshæð, sem er 625 metrar yfir sjávarmáli, og vatn úr lóninu mun því renna á yfirfalli niður í farveg Jökulsár á Dal. Búast má við auknu rennsli í Jöklu í kjölfarið. Sex ár eru síðan Hálslón hóf að myndast og hefur það fyllst á hverju ári síðan. Í ár hefur lónið fyllst rúmum fimm vikum fyrr en á árinu 2011.

Brynjar sleppi úr fangelsi

Kristín A. Árnadóttir, sendiherra Íslands í Kína, er stödd í Taílandi og miðlar málum milli taílenskra stjórnvalda og Brynjars Mettinissonar sem setið hefur í fangelsi þar í landi í fjórtán mánuði.

Tvær í tjaldi og ein á víðavangi

Lögreglan leitar enn tveggja manna í tengslum við nauðganir sem hafa verið kærðar eftir nýliðna Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Lögreglan á Selfossi og í Vestmannaeyjum rannsakar málin en alls kærðu þrjár konur nauðgun á hátíðinni. Málin eru óskyld, tvær nauðganir áttu sér stað í tjaldi og ein á víðavangi.

Lögreglan opinberar myndir

Norska lögreglan hefur nú birt myndir úr eftirlitsmyndavélum af Sigrid Giskegjerde Schjetne. Með myndbirtingunni vonast lögreglan til að fólk geri sér betri mynd af Schjetne. Schjetne sem er sextán ára, hefur verið saknað frá aðfaranótt sunnudags.

Vísað í hryðjuverk við ákæru

David C. Gorczynski, 22 ára mótmælandi úr Occupy Wall Street-hreyfingunni, hefur verið ákærður fyrir tilraun til bankaráns. Ákæran byggir á lögum gegn tengslum við hryðjuverk. Gorczynski gekk inn í útibú Wells Fargo banka í smábænum Easton í Pennsylvaníu. Hann hélt á skiltum sem á stóð „Það er verið að ræna ykkur“ og „Afhendið manni byssu og hann getur rænt banka. Afhendið manni banka og hann getur rænt heilt land.“

Sjá næstu 50 fréttir