Erlent

Vírus birtir rukkun frá FBI

Bandaríska alríkislögreglan (FBI) hefur varað við nýjum tölvuvírus, sem kallaður er Reveton ransomware. Vírusinn læsir sýktri tölvu og birtir fölsk skilaboð frá FBI þar sem sagt er að viðkomandi IP-tala sé tengd síðum sem hýsa barnaklám. Til að opna tölvuna þurfi að borga sekt, allt að 200 dali. Þetta kemur fram á heimasíðu FBI.

Donna Gregory, sem er fulltrúi í netglæpadeild FBI, segir að sumir hafi greitt sektina. „Við fáum fjölda kvartana daglega."

Ef tölunotendur verða fyrir þessari óværu er þeim ráðlagt að hafa samband við tölvusérfræðinga til að fjarlægja hana, því vírusinn hverfur ekki þó notendur aflæsi tölvunni sjálfir.- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×