Innlent

Dýrin hætta á beit vegna mikils hita

GS skrifar
Kýr á beit.
Kýr á beit.
Malbik á þjóðvegum norðaustanlands blæðir nú víða tjöru og olíu í hitabylgjunni og margar skepnur leita sér vars í forsælunni og sýna engan áhuga á beit.

Tjaran af vegunum sest á bíla, sem um þá fara og þarf tjöruhreinsi til að ná henni af. Þá getur sumsatðar myndast einskonar hálka við þessar aðstæður. -Lofthiti komst upp í 28 gráður á Eskifirði í gærdag, sem er mesti hiti sem mælst hefur hér á landi í sumar. Þá féllu mörg hitamet á sjálfvirkum veðurathugunarstöðum víða norð-austanlands í gær og víða voru tveggja stafa hitatölur í nótt.

Víða er spáð miklum hita í dag, einkum norðaustanlands, en ekki er búist við nýju hitameti í dag. Þá gæti líka orðið eitthavð rykmistur ofan af hálendinu á hlýjustu svæðunum í dag. Dagurinn í dag verður því fimmtándi dagurinn í röð þar sem hiti mælist yfir 20 gráður einhvernsstaðar á landinu þannig að fyrra met á því sviði verður jafnað í dag og gæti hæglega fallið á morgun. Samanlagt eru yfir 20 gráðu dagarnir, hinsvegar orðnir 43 í sumar. -




Fleiri fréttir

Sjá meira


×