Erlent

Lögregluþjónar óþekkjanlegir

Lögregluþjónarnir eru allir eins klæddir og því er almenningi nær ógerlegt að bera kennsl á þá.
Lögregluþjónarnir eru allir eins klæddir og því er almenningi nær ógerlegt að bera kennsl á þá.
Ríkissaksóknari í Danmörku hefur látið mál gegn dönskum lögregluþjónum niður falla vegna þess hversu erfitt reyndist að bera kennsl á þá.

Lögreglumennirnir fóru mannavillt í handtöku þegar loftslagsráðstefnan í Kaupmannahöfn stóð yfir árið 2009.

Maðurinn sem tekinn var höndum var klæddur í hvítan búning, hendur hans bundnar fyrir aftan bak og honum haldið í nokkrar klukkustundir í lögreglubifreið.

Ekki hefur reynst unnt að bera kennsl á lögreglumennina sem um ræðir og í þokkabót virðast starfsmenn lögreglunnar tregir til að segja hver til annars. Þetta kemur fram á vef danska Ríkisútvarpsins.

Stjórnmálamenn í Danmörku deila nú um hvort merkja eigi lögregluþjóna með númeri.

Danski einingarflokkurinn hefur gefið út þá yfirlýsingu að flokkurinn vilji láta hvern lögreglumann bera ákveðna tölustafi, svo almenningur geti borið kennsl á þá. Danski þjóðarflokkurinn er þessu hins vegar algjörlega andsnúinn og Íhaldsflokkurinn vill láta málið í hendur lögreglunnar.

- ktg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×