Erlent

Raðnauðgara leitað

Franskur lögreglumaður að störfum.
Franskur lögreglumaður að störfum. mynd úr safni
Frönsku lögregluna grunar að raðnauðgari gangi laus í Mið-Frakklandi eftir að ellefu ára gamallari stúlku var nauðgað á tjaldsvæði á Ardeche-svæðinu á miðvikudag. Rannsókn er hafin á brotinu og hafa umsjónarmenn tjaldsvæða verið beðnir um auka öryggi á svæðum sínum. Lögreglan telur að árásin á miðvikudag tengist kynferðisbrotamálum sem hafa átt sér stað í nágrannabæjum undanfarnar vikur en ráðist hefur verið á sjö stúlkur á aldrinum sjö til tólf ára frá því lok júní. Teikningu hefur verið dreift til lögreglunnar sem byggð er á framburði vitna. Maðurinn er talinn vera um fertugt.

Sky-fréttastofan greinir frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×