Erlent

Tekur við af Kofi Annan

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lakhdar Brahimi er reynslumikill maður.
Lakhdar Brahimi er reynslumikill maður. mynd/ afp.
Búist er við því að alsírski erindrekinn Lakhdar Brahimi taki við af Kofi Annan sem sérstakur friðarsendiherra Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi. Þetta hefur Reuters fréttastofan eftir heimildarmönnum sínum. Embættismenn sem Reuters talaði við, sögðu að hugsanlega gæti ákvörðunin þó breyst ef einstök ríki innan Sameinuðu þjóðanna hafa efasemdir eða þá að Brahimi sjálfur fær bakþanka. Gríðarleg átök milli hersveita ríkisstjórnar Sýrlands og andófsmanna hafa geysað í landinu mánuðum saman og ekki sér fyrir endann á þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×