Erlent

Enn ekkert spurst til norsku stúlkunnar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Norskur lögreglumaður að störfum.
Norskur lögreglumaður að störfum. mynd/ afp.
Enn hefur ekkert spurst til norsku stelpunnar Sigrid Sjetne sem saknað hefur verið frá því aðfararnótt sunnudags. Norska lögreglan hélt blaðamannafund í morgun þar sem farið var yfir stöðuna.

Nokkrar vísbendingar hafa fundist sem vonast er til að geti varpað ljósi á málið. Meðal annars fannst sokkur við barnaheimili í nágrenni við heimili Sigrid. Lögreglan upplýsti í morgun að DNA greining benti til þess að sokkurinn væri af henni. Talið er að annar sokkur sem fannst nokkrum kílómetrum frá sé ekki af henni. Þá kom fram í máli lögreglunnar að enginn er grunaður um að bera ábyrgð á hvarfi Sigrid, en áður hefur komið fram að nokkuð ljóst þykir að hvarf hennar hafi borið að með saknæmum hætti.

Lögreglunni hafa borist um eitt þúsund ábendingar vegna málsins. Þá er lögð rík áhersla á að rannsaka skó af henni sem fundust og GSM símann hennar. Lögreglan óskaði líka eftir leyfi frá facebook til þess að fá aðgang að síðunni hennar en því var hafnað í gær. Talið er að með aðgangi að facebook sé hægt að nálgast upplýsingar um það við hverja Sigrid átti í samskiptum rétt áður en hún hvarf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×