Erlent

Bretar svari fyrir morðlista

Bandarísk þyrla.
Bandarísk þyrla. Mynd/AFP
Lögfræðingar hafa krafið bresk yfirvöld svara um aðild þeirra að svokölluðum morðlistum. Bandaríkjaher hefur tekið saman lista yfir fólk sem hann telur hættulegt og tekur síðan af lífi, gjarnan með sprengjuárás.Guardian greinir frá þessu.

Afganinn Habib Rahmam stendur á bak við erindið, en hann missti ættingja í loftárás Bandaríkjahers í Kabúl 2010. Sprengjur Bandaríkjamanna grönduðu þá tíu og særðu fjölda manns.- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×