Erlent

Lögreglan opinberar myndir

Myndin er tekin úr eftirlitsmyndavél í strætisvagni, nokkrum klukkustundum fyrir hvarf Schjetne.
mynd/norska lögreglan
Myndin er tekin úr eftirlitsmyndavél í strætisvagni, nokkrum klukkustundum fyrir hvarf Schjetne. mynd/norska lögreglan
Norska lögreglan hefur nú birt myndir úr eftirlitsmyndavélum af Sigrid Giskegjerde Schjetne. Með myndbirtingunni vonast lögreglan til að fólk geri sér betri mynd af Schjetne.

Schjetne sem er sextán ára, hefur verið saknað frá aðfaranótt sunnudags.

Norska lögreglan lýsir enn eftir bílstjóra á silfurlituðum Golf. Bíllinn sást á sama stað og síðustu spor Schjetne fundust, en bílstjórans er nú leitað.

Mikil áhersla hefur einnig verið lögð á að komast inn á Facebook-aðgang stúlkunnar í von um að þar leynist frekari vísbendingar um afdrif hennar.

Enn er stúlkan ófundin. - ktg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×