Þreifingar hafnar um stjórnarmyndun 10. ágúst 2012 04:00 Á ýmsu hefur gengið síðan í síðustu Alþingiskosningum og hefur Ólafur Ragnar Grímsson forseti fimm sinnum setið fyrir á mynd með ríkisráði vegna breytinga á ráðherrum.fréttablaðið/vilhelm Stjórnmálamenn í ýmsum flokkum hafa átt óformleg samtöl sín á milli um mögulegt stjórnarsamstarf á næsta kjörtímabili. Evrópumál eru vinstri grænum erfið og það hvort Jóhanna verður áfram formaður mun ráða miklu um kúrs Samfylkingar. Kosið verður til Alþingis í vor og stjórnmálamenn í öllum flokkum eru farnir að velta möguleikum á stjórnarsamstarfi fyrir sér. Ljóst er að vilji forystumanna Vinstri grænna og Samfylkingar stendur til áframhaldandi samstarfs. Skoðanakannanir benda hins vegar ekki til þess að meirihluti fáist til þess. Einstakir flokksmenn hafa því átt í viðræðum við félaga sína í öðrum flokkum. Ýmislegt hefur gengið á í stjórnarsamstarfinu og margoft hefur stjórnin virst komin að því að springa. Formenn flokkanna, Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon, hafa hins vegar náð vel saman og sameinast um að halda samstarfinu til streitu. Ekki hafa þó allir flokksmenn jafn einbeittan vilja til þess. Hvað gerir Jóhanna?Það skiptir því miklu um mögulegt framhald á samstarfi flokkanna hvort Jóhanna Sigurðardóttir gegnir áfram formennsku í Samfylkingunni eður ei. Enn er óvíst hvað Jóhanna ætlar sér, en kosið verður til formanns á landsfundi í febrúar. Skemmst er að minnast þess að níu félagsmenn Samfylkingarinnar lögðu fram tillögu í janúar um að landsfundinum yrði flýtt. Sögðu þeir mikilvægt að skipta um forystu vel fyrir næstu kosningar, en flutningsmenn enduðu á því að draga tillöguna til baka. Þá sagði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra í áramótablaði Viðskiptablaðsins að nauðsynlegt væri að skipta um forystu í flokknum fyrir kosningar. Þau sem helst hafa verið nefnd til sögunnar sem arftakar Jóhönnu eru Árni Páll Árnason og Katrín Júlíusdóttir. Óvíst er hvort þau bjóði sig fram gegn Jóhönnu, ákveði hún að gefa áfram kost á sér. Viðræður við SjálfstæðisflokkFréttablaðið hefur heimildir fyrir því að nokkrir innan Samfylkingarinnar hafi átt í óformlegum viðræðum við flokksmenn Sjálfstæðisflokksins um mögulegt samstarf á næsta kjörtímabili. Ljóst er að slíkt samstarf yrði Jóhönnu lítt að skapi. Sjálfstæðismenn eru Samfylkingunni hins vegar enn reiðir, eftir ákæru á hendur Geir H. Haarde. Ólíklegt er að sú reiði hamli stjórnarsamstarfi, en líklega er samstarf við Framsóknarflokkinn alltaf fyrsta val Sjálfstæðismanna. Flokkurinn telur hins vegar mjög mikilvægt að komast í ríkisstjórn. Þá má ekki gleyma því að samsetning Alþingis gæti breyst umtalsvert eftir kosningar með nýjum framboðum, þó reyndar blási ekki byrlega fyrir þeim samkvæmt skoðanakönnunum. Evrópumálin erfiðÞingflokkur vinstri grænna hefur breyst töluvert frá síðustu kosningum, þegar flokkurinn fékk 21,7 prósent atkvæða, bætti við sig 7,3 prósentustigum og fimm þingmönnum. Þrír hafa yfirgefið flokkinn og einn gengið til liðs við hann. Í flokknum hafa lengi logað illdeilur. Margir flokksmenn hafa tekið því illa að þurfa að gefa eftir gagnvart samstarfsflokknum í ákveðnum málum. Þar ber Evrópumálin hæst á góma. Þeirri skoðun vex fiskur um hrygg innan Vinstri græns að draga beri aðildarumsókn að ESB til baka. Trauðla mun Samfylkingin samþykkja það og áframhaldandi samstarf flokkanna gæti ráðist á því hve langt ferlið verður komið fyrir næstu kosningar. Það eru kannski óþarfa áhyggjur hjá flokksmönnum, þar sem fylgi ríkisstjórnarinnar hefur minnkað umtalsvert. Framsókn í viðræðumFréttablaðið hefur einnig heimildir fyrir því að einstaka þingmenn og áhrifamenn Framsóknarflokksins hafi átt í óformlegum viðræðum við þingmenn annarra flokka, bæði til hægri og vinstri. Um mjög óformlegar viðræður er að ræða og heimildarmönnum blaðsins er til efs að formaður flokksins sé alltaf hafður með í ráðum. Það þýði þó ekki að hann sé mótfallinn viðræðunum. Framsóknarflokkurinn gæti komist í lykilstöðu að loknum næstu kosningum, líkt og svo oft áður, og valið sér samstarfsaðila. Gera verður að því skóna að afstaða til Evrópumála ráði nokkru þar um, en andstaða flokksins gagnvart ESB hefur farið harðnandi. Útkoma nýju framboðanna getur einnig haft úrslitaáhrif á það hvernig ríkisstjórn tekur við völdum. Ljóst má vera að næstu mánuðir munu einkennast af kosningaskjálfta þar sem ýmsir verða mátaðir saman í ríkisstjórn. Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Stjórnmálamenn í ýmsum flokkum hafa átt óformleg samtöl sín á milli um mögulegt stjórnarsamstarf á næsta kjörtímabili. Evrópumál eru vinstri grænum erfið og það hvort Jóhanna verður áfram formaður mun ráða miklu um kúrs Samfylkingar. Kosið verður til Alþingis í vor og stjórnmálamenn í öllum flokkum eru farnir að velta möguleikum á stjórnarsamstarfi fyrir sér. Ljóst er að vilji forystumanna Vinstri grænna og Samfylkingar stendur til áframhaldandi samstarfs. Skoðanakannanir benda hins vegar ekki til þess að meirihluti fáist til þess. Einstakir flokksmenn hafa því átt í viðræðum við félaga sína í öðrum flokkum. Ýmislegt hefur gengið á í stjórnarsamstarfinu og margoft hefur stjórnin virst komin að því að springa. Formenn flokkanna, Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon, hafa hins vegar náð vel saman og sameinast um að halda samstarfinu til streitu. Ekki hafa þó allir flokksmenn jafn einbeittan vilja til þess. Hvað gerir Jóhanna?Það skiptir því miklu um mögulegt framhald á samstarfi flokkanna hvort Jóhanna Sigurðardóttir gegnir áfram formennsku í Samfylkingunni eður ei. Enn er óvíst hvað Jóhanna ætlar sér, en kosið verður til formanns á landsfundi í febrúar. Skemmst er að minnast þess að níu félagsmenn Samfylkingarinnar lögðu fram tillögu í janúar um að landsfundinum yrði flýtt. Sögðu þeir mikilvægt að skipta um forystu vel fyrir næstu kosningar, en flutningsmenn enduðu á því að draga tillöguna til baka. Þá sagði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra í áramótablaði Viðskiptablaðsins að nauðsynlegt væri að skipta um forystu í flokknum fyrir kosningar. Þau sem helst hafa verið nefnd til sögunnar sem arftakar Jóhönnu eru Árni Páll Árnason og Katrín Júlíusdóttir. Óvíst er hvort þau bjóði sig fram gegn Jóhönnu, ákveði hún að gefa áfram kost á sér. Viðræður við SjálfstæðisflokkFréttablaðið hefur heimildir fyrir því að nokkrir innan Samfylkingarinnar hafi átt í óformlegum viðræðum við flokksmenn Sjálfstæðisflokksins um mögulegt samstarf á næsta kjörtímabili. Ljóst er að slíkt samstarf yrði Jóhönnu lítt að skapi. Sjálfstæðismenn eru Samfylkingunni hins vegar enn reiðir, eftir ákæru á hendur Geir H. Haarde. Ólíklegt er að sú reiði hamli stjórnarsamstarfi, en líklega er samstarf við Framsóknarflokkinn alltaf fyrsta val Sjálfstæðismanna. Flokkurinn telur hins vegar mjög mikilvægt að komast í ríkisstjórn. Þá má ekki gleyma því að samsetning Alþingis gæti breyst umtalsvert eftir kosningar með nýjum framboðum, þó reyndar blási ekki byrlega fyrir þeim samkvæmt skoðanakönnunum. Evrópumálin erfiðÞingflokkur vinstri grænna hefur breyst töluvert frá síðustu kosningum, þegar flokkurinn fékk 21,7 prósent atkvæða, bætti við sig 7,3 prósentustigum og fimm þingmönnum. Þrír hafa yfirgefið flokkinn og einn gengið til liðs við hann. Í flokknum hafa lengi logað illdeilur. Margir flokksmenn hafa tekið því illa að þurfa að gefa eftir gagnvart samstarfsflokknum í ákveðnum málum. Þar ber Evrópumálin hæst á góma. Þeirri skoðun vex fiskur um hrygg innan Vinstri græns að draga beri aðildarumsókn að ESB til baka. Trauðla mun Samfylkingin samþykkja það og áframhaldandi samstarf flokkanna gæti ráðist á því hve langt ferlið verður komið fyrir næstu kosningar. Það eru kannski óþarfa áhyggjur hjá flokksmönnum, þar sem fylgi ríkisstjórnarinnar hefur minnkað umtalsvert. Framsókn í viðræðumFréttablaðið hefur einnig heimildir fyrir því að einstaka þingmenn og áhrifamenn Framsóknarflokksins hafi átt í óformlegum viðræðum við þingmenn annarra flokka, bæði til hægri og vinstri. Um mjög óformlegar viðræður er að ræða og heimildarmönnum blaðsins er til efs að formaður flokksins sé alltaf hafður með í ráðum. Það þýði þó ekki að hann sé mótfallinn viðræðunum. Framsóknarflokkurinn gæti komist í lykilstöðu að loknum næstu kosningum, líkt og svo oft áður, og valið sér samstarfsaðila. Gera verður að því skóna að afstaða til Evrópumála ráði nokkru þar um, en andstaða flokksins gagnvart ESB hefur farið harðnandi. Útkoma nýju framboðanna getur einnig haft úrslitaáhrif á það hvernig ríkisstjórn tekur við völdum. Ljóst má vera að næstu mánuðir munu einkennast af kosningaskjálfta þar sem ýmsir verða mátaðir saman í ríkisstjórn.
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira