Þreifingar hafnar um stjórnarmyndun 10. ágúst 2012 04:00 Á ýmsu hefur gengið síðan í síðustu Alþingiskosningum og hefur Ólafur Ragnar Grímsson forseti fimm sinnum setið fyrir á mynd með ríkisráði vegna breytinga á ráðherrum.fréttablaðið/vilhelm Stjórnmálamenn í ýmsum flokkum hafa átt óformleg samtöl sín á milli um mögulegt stjórnarsamstarf á næsta kjörtímabili. Evrópumál eru vinstri grænum erfið og það hvort Jóhanna verður áfram formaður mun ráða miklu um kúrs Samfylkingar. Kosið verður til Alþingis í vor og stjórnmálamenn í öllum flokkum eru farnir að velta möguleikum á stjórnarsamstarfi fyrir sér. Ljóst er að vilji forystumanna Vinstri grænna og Samfylkingar stendur til áframhaldandi samstarfs. Skoðanakannanir benda hins vegar ekki til þess að meirihluti fáist til þess. Einstakir flokksmenn hafa því átt í viðræðum við félaga sína í öðrum flokkum. Ýmislegt hefur gengið á í stjórnarsamstarfinu og margoft hefur stjórnin virst komin að því að springa. Formenn flokkanna, Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon, hafa hins vegar náð vel saman og sameinast um að halda samstarfinu til streitu. Ekki hafa þó allir flokksmenn jafn einbeittan vilja til þess. Hvað gerir Jóhanna?Það skiptir því miklu um mögulegt framhald á samstarfi flokkanna hvort Jóhanna Sigurðardóttir gegnir áfram formennsku í Samfylkingunni eður ei. Enn er óvíst hvað Jóhanna ætlar sér, en kosið verður til formanns á landsfundi í febrúar. Skemmst er að minnast þess að níu félagsmenn Samfylkingarinnar lögðu fram tillögu í janúar um að landsfundinum yrði flýtt. Sögðu þeir mikilvægt að skipta um forystu vel fyrir næstu kosningar, en flutningsmenn enduðu á því að draga tillöguna til baka. Þá sagði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra í áramótablaði Viðskiptablaðsins að nauðsynlegt væri að skipta um forystu í flokknum fyrir kosningar. Þau sem helst hafa verið nefnd til sögunnar sem arftakar Jóhönnu eru Árni Páll Árnason og Katrín Júlíusdóttir. Óvíst er hvort þau bjóði sig fram gegn Jóhönnu, ákveði hún að gefa áfram kost á sér. Viðræður við SjálfstæðisflokkFréttablaðið hefur heimildir fyrir því að nokkrir innan Samfylkingarinnar hafi átt í óformlegum viðræðum við flokksmenn Sjálfstæðisflokksins um mögulegt samstarf á næsta kjörtímabili. Ljóst er að slíkt samstarf yrði Jóhönnu lítt að skapi. Sjálfstæðismenn eru Samfylkingunni hins vegar enn reiðir, eftir ákæru á hendur Geir H. Haarde. Ólíklegt er að sú reiði hamli stjórnarsamstarfi, en líklega er samstarf við Framsóknarflokkinn alltaf fyrsta val Sjálfstæðismanna. Flokkurinn telur hins vegar mjög mikilvægt að komast í ríkisstjórn. Þá má ekki gleyma því að samsetning Alþingis gæti breyst umtalsvert eftir kosningar með nýjum framboðum, þó reyndar blási ekki byrlega fyrir þeim samkvæmt skoðanakönnunum. Evrópumálin erfiðÞingflokkur vinstri grænna hefur breyst töluvert frá síðustu kosningum, þegar flokkurinn fékk 21,7 prósent atkvæða, bætti við sig 7,3 prósentustigum og fimm þingmönnum. Þrír hafa yfirgefið flokkinn og einn gengið til liðs við hann. Í flokknum hafa lengi logað illdeilur. Margir flokksmenn hafa tekið því illa að þurfa að gefa eftir gagnvart samstarfsflokknum í ákveðnum málum. Þar ber Evrópumálin hæst á góma. Þeirri skoðun vex fiskur um hrygg innan Vinstri græns að draga beri aðildarumsókn að ESB til baka. Trauðla mun Samfylkingin samþykkja það og áframhaldandi samstarf flokkanna gæti ráðist á því hve langt ferlið verður komið fyrir næstu kosningar. Það eru kannski óþarfa áhyggjur hjá flokksmönnum, þar sem fylgi ríkisstjórnarinnar hefur minnkað umtalsvert. Framsókn í viðræðumFréttablaðið hefur einnig heimildir fyrir því að einstaka þingmenn og áhrifamenn Framsóknarflokksins hafi átt í óformlegum viðræðum við þingmenn annarra flokka, bæði til hægri og vinstri. Um mjög óformlegar viðræður er að ræða og heimildarmönnum blaðsins er til efs að formaður flokksins sé alltaf hafður með í ráðum. Það þýði þó ekki að hann sé mótfallinn viðræðunum. Framsóknarflokkurinn gæti komist í lykilstöðu að loknum næstu kosningum, líkt og svo oft áður, og valið sér samstarfsaðila. Gera verður að því skóna að afstaða til Evrópumála ráði nokkru þar um, en andstaða flokksins gagnvart ESB hefur farið harðnandi. Útkoma nýju framboðanna getur einnig haft úrslitaáhrif á það hvernig ríkisstjórn tekur við völdum. Ljóst má vera að næstu mánuðir munu einkennast af kosningaskjálfta þar sem ýmsir verða mátaðir saman í ríkisstjórn. Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Meðferð við félagsfælni niðurgreidd en ekki OCD Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Sjá meira
Stjórnmálamenn í ýmsum flokkum hafa átt óformleg samtöl sín á milli um mögulegt stjórnarsamstarf á næsta kjörtímabili. Evrópumál eru vinstri grænum erfið og það hvort Jóhanna verður áfram formaður mun ráða miklu um kúrs Samfylkingar. Kosið verður til Alþingis í vor og stjórnmálamenn í öllum flokkum eru farnir að velta möguleikum á stjórnarsamstarfi fyrir sér. Ljóst er að vilji forystumanna Vinstri grænna og Samfylkingar stendur til áframhaldandi samstarfs. Skoðanakannanir benda hins vegar ekki til þess að meirihluti fáist til þess. Einstakir flokksmenn hafa því átt í viðræðum við félaga sína í öðrum flokkum. Ýmislegt hefur gengið á í stjórnarsamstarfinu og margoft hefur stjórnin virst komin að því að springa. Formenn flokkanna, Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon, hafa hins vegar náð vel saman og sameinast um að halda samstarfinu til streitu. Ekki hafa þó allir flokksmenn jafn einbeittan vilja til þess. Hvað gerir Jóhanna?Það skiptir því miklu um mögulegt framhald á samstarfi flokkanna hvort Jóhanna Sigurðardóttir gegnir áfram formennsku í Samfylkingunni eður ei. Enn er óvíst hvað Jóhanna ætlar sér, en kosið verður til formanns á landsfundi í febrúar. Skemmst er að minnast þess að níu félagsmenn Samfylkingarinnar lögðu fram tillögu í janúar um að landsfundinum yrði flýtt. Sögðu þeir mikilvægt að skipta um forystu vel fyrir næstu kosningar, en flutningsmenn enduðu á því að draga tillöguna til baka. Þá sagði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra í áramótablaði Viðskiptablaðsins að nauðsynlegt væri að skipta um forystu í flokknum fyrir kosningar. Þau sem helst hafa verið nefnd til sögunnar sem arftakar Jóhönnu eru Árni Páll Árnason og Katrín Júlíusdóttir. Óvíst er hvort þau bjóði sig fram gegn Jóhönnu, ákveði hún að gefa áfram kost á sér. Viðræður við SjálfstæðisflokkFréttablaðið hefur heimildir fyrir því að nokkrir innan Samfylkingarinnar hafi átt í óformlegum viðræðum við flokksmenn Sjálfstæðisflokksins um mögulegt samstarf á næsta kjörtímabili. Ljóst er að slíkt samstarf yrði Jóhönnu lítt að skapi. Sjálfstæðismenn eru Samfylkingunni hins vegar enn reiðir, eftir ákæru á hendur Geir H. Haarde. Ólíklegt er að sú reiði hamli stjórnarsamstarfi, en líklega er samstarf við Framsóknarflokkinn alltaf fyrsta val Sjálfstæðismanna. Flokkurinn telur hins vegar mjög mikilvægt að komast í ríkisstjórn. Þá má ekki gleyma því að samsetning Alþingis gæti breyst umtalsvert eftir kosningar með nýjum framboðum, þó reyndar blási ekki byrlega fyrir þeim samkvæmt skoðanakönnunum. Evrópumálin erfiðÞingflokkur vinstri grænna hefur breyst töluvert frá síðustu kosningum, þegar flokkurinn fékk 21,7 prósent atkvæða, bætti við sig 7,3 prósentustigum og fimm þingmönnum. Þrír hafa yfirgefið flokkinn og einn gengið til liðs við hann. Í flokknum hafa lengi logað illdeilur. Margir flokksmenn hafa tekið því illa að þurfa að gefa eftir gagnvart samstarfsflokknum í ákveðnum málum. Þar ber Evrópumálin hæst á góma. Þeirri skoðun vex fiskur um hrygg innan Vinstri græns að draga beri aðildarumsókn að ESB til baka. Trauðla mun Samfylkingin samþykkja það og áframhaldandi samstarf flokkanna gæti ráðist á því hve langt ferlið verður komið fyrir næstu kosningar. Það eru kannski óþarfa áhyggjur hjá flokksmönnum, þar sem fylgi ríkisstjórnarinnar hefur minnkað umtalsvert. Framsókn í viðræðumFréttablaðið hefur einnig heimildir fyrir því að einstaka þingmenn og áhrifamenn Framsóknarflokksins hafi átt í óformlegum viðræðum við þingmenn annarra flokka, bæði til hægri og vinstri. Um mjög óformlegar viðræður er að ræða og heimildarmönnum blaðsins er til efs að formaður flokksins sé alltaf hafður með í ráðum. Það þýði þó ekki að hann sé mótfallinn viðræðunum. Framsóknarflokkurinn gæti komist í lykilstöðu að loknum næstu kosningum, líkt og svo oft áður, og valið sér samstarfsaðila. Gera verður að því skóna að afstaða til Evrópumála ráði nokkru þar um, en andstaða flokksins gagnvart ESB hefur farið harðnandi. Útkoma nýju framboðanna getur einnig haft úrslitaáhrif á það hvernig ríkisstjórn tekur við völdum. Ljóst má vera að næstu mánuðir munu einkennast af kosningaskjálfta þar sem ýmsir verða mátaðir saman í ríkisstjórn.
Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Meðferð við félagsfælni niðurgreidd en ekki OCD Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent