Fleiri fréttir Breski herinn verður lengi að jafna sig eftir Ólympíuleikana Það mun taka breska herinn um tvö ár að jafna sig eftir Ólympíuleikana í London. Um 18.000 hermenn voru fluttir fá stöðvum sínum og til Lundúna, sumir með stuttum fyrirvara. 14.8.2012 15:45 Barn klemmdist á milli dráttavélar og húsveggs Barn klemmdist á milli dráttarvélar og húsveggs nærri Hvolsvelli á sunnudag. Barnið missti meðvitund en komst fljótlega til meðvitundar aftur og munu meiðsli þess vera minniháttar miðað við aðstæður. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Þar kemur líka fram að á föstudag féll kona af hestbaki í Húsadal og brotnaði illa, meðal annars á handlegg. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti konuna og flutti til aðhlynningar á sjúkrahús í Reykjavík. Sama dag féll kona í Galtalæk og var flutt með sjúkrabifreið til aðhlynningar. Hún er ekki talin hafa slasast alvarlega. 14.8.2012 15:30 Ríkissaksóknari tekur ekki undir að heimildin sé ofnotuð "Ég skal ekki segja hvort heimildin er ofnotuð," segir Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, spurð út í ummæli sem birtust í gær í Úlfljóti, tímariti laganema, um að dómstólar beiti of oft heimild til að úrskurða sakborninga í gæsluvarðhald með vísan til almannahagsmuna. 14.8.2012 14:55 Frítt í strætó á Menningarnótt Á Menningarnótt verður frítt í strætó. Auk þess verða allir vagnar strætó settir í að ferja fólk til síns heima eftir að dagskrá lýkur. "Þannig verður óhætt að skilja bílinn eftir heima,“ segir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu á facebook síðu sinni. 14.8.2012 14:27 Vanhugsað að hækka gistináttaskatt Sú hugmynd að hækka gistináttarskatt úr 7% í 25,5% er vanhugsuð og hún mun hamla framþróun í ferðaþjónustu á komandi árum, segir Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins. 14.8.2012 14:10 Snædrekinn kominn til Reykjavíkur Kínverska rannsóknarskipið og ísbrjóturinn Snædrekinn liggur nú við Ytrihöfn í Kollafirði. Það lagðist að bryggju um níu leytið í morgun. 14.8.2012 13:57 Ólympíuleikarnir voru stærsti sjónvarpsviðburður Bandaríkjanna Ólympíuleikarnir í London voru stærsti sjónvarpsviðburður í Bandaríkjunum frá upphafi. Yfir 219 milljón bandarískir áhorfendur fylgdust með leikunum. 14.8.2012 13:24 Útlit fyrir metþátttöku í maraþoninu Útlit er fyrir metþátttöku í Reykjavíkurmaraþoninu í ár og eru þátttakendur að hlaupa lengri vegalengdir en áður. 14.8.2012 13:17 Segir sænsku leiðina ekki virka Formaður Landssambands lögreglumanna telur sænsku leiðina ekki virka eins og henni var ætlað. Hann hvetur til þess að löggjöfin verði endurskoðuð og annarra leiða til að taka á vanda sem fylgir vændi verði leitað. 14.8.2012 13:09 Gestur í Bláa lóninu gripinn með hjartastuðtæki Gestur í Bláa lóninu var handtekinn í gærkvöld. Um er að ræða karlmann á þrítugsaldri sem grunaður var um vörslur fíkniefna. Hafði sígarettupakki fallið úr vasa á baðslopp mannsins á bakka lónsins og reyndist í honum vera glær poki. Í pokanum var grænt efni sem talið er vera kannabisefni. 14.8.2012 12:54 Líf að færast í skiptibókamarkaði Nú þegar styttist í skólasetningu í framhaldsskólum landsins fer líf að færast í skiptibókamarkaði. Í þessari viku byrjaði ásóknin smám saman að aukast og gera starfsmenn ráð fyrir undir lok vikunnar verði allt komið á fullt. 14.8.2012 12:07 Um 30 lítrum af málningu stolið í innbroti Brotist var inn í atvinnuhúsnæði í Garðabæ í nótt. Þar var stolið 30 lítrum af málningu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um málið um klukkan tuttugu mínútur í átta í morgun og rannsakar hún málið nú. 14.8.2012 11:51 Nýmæli í úthlutun listamannalauna Bryddað verður upp á nýmælum við úthlutun starfslauna listamanna fyrir árið 2013. Annars vegar geta fleiri en einn listamaður sótt um starfslaun vegna samstarfsverkefna. Hins vegar getur einn listamaður sótt um laun í mismunandi sjóði ef verkefnið fellur í fleiri sjóði en einn. Frá þessu er greint 14.8.2012 11:48 Stýrihópur starfar gegn lúpínunni Að frumkvæði umhverfisráðherra starfar nú stýrihópur sem hefur það hlutverk að finna leiðir til að draga úr neikvæðum áhrifum alaskalúpínu og skógarkerfils á náttúru Íslands. Þessar tegundir teljast ágengar, dreifa úr sér og ógna því lífríki sem fyrir er í vistkerfum. 14.8.2012 10:07 Bjart og gott veður á menningarnótt Útlit er fyrir bjartviðri og hlýtt veður í Reykjavík um helgina. Fólk ætti því að geta notið veðurblíðu á menningarnótt, sem er á laugardaginn. "Það er milt veður framundan, segir Helga Ívarsdóttir veðurfræðingur á Veðurstofunni. 14.8.2012 09:54 Deilt um sumarhús í Heiðmörk Um tuttugu sumarhúsaeigendur við Elliðavatn og Helluvatn þurfa að yfirgefa húsin fyrir áramót eftir að Orkuveitan framlengdi ekki leigusamning. 14.8.2012 21:04 Strætóferðir milli Reykjavíkur og Selfoss vinsælar Að meðaltali fer 171 farþegi með Strætó á dag milli Reykjavíkur og Selfoss. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) héldu í gær. 14.8.2012 09:46 Sveitarstjórnarmenn rólegir yfir snjóflóðavarnargörðum Sveitarstjórnarmenn bæjarfélaga þar sem framkvæmdir við snjóflóðavarnir eru í kortunum sýna töfum fullan skilning. Allir bera Ofanflóðanefnd vel söguna. Yfir tugur milljarða fer í varnir á næstu árum. 14.8.2012 09:30 Assange bíður eftir svari Rafael Correa, forseti Ekvador, ætlar að tilkynna það fljótlega hvort hann muni veita Julian Assange pólitískt hæli. Correa sagði við ríkisfjölmiðla í landinu að það þyrfti að skoða mörg lagaleg álitamál áður en ákvörðun yrði tekin. Assange flúði í sendiráð Ekvadors í Lundúnum þann 19. júní síðastliðinn. Það gerði hann til að forðast það að verða framseldur til Svíþjóðar þar sem hann er eftirlýstur vegna ásakana á hendur honum um kynferðisbrot. 14.8.2012 09:27 Hærri fasteignagjöld renna til borgarinnar Tekjur Reykjavíkurborgar af fasteignagjöldum Hörpu eru hærri en gert var ráð fyrir í áætlunum. Beinir skattar á Hörpu rúmur hálfur milljarður. Borgarstjóri ítrekaði 2010 að ekki hefðu verið samþykkt hærri framlög til Hörpu. 14.8.2012 09:00 Risasnákur fannst í Flórída Stærsti búrmasnákur sem fundist hefur í Flórída fannst nýlega í Everglades þjóðgarðinum, segja vísindamenn í samtali við BBC fréttastöðina. Snákurinn er 5,18 metrar að lengd og vegur 74 kíló. Í snáknum fundust 87 egg, sem einnig er talið vera met. Búrmasnákar eru orðnir nokkuð algengir í Everglades þjóðgarðinum en þeim er kennt um að spendýrum í garðinum hefur fækkað þar að undanförnu. Snákurinn sem fannst var dauður og verður krufinn til að hægt verði að rannsaka á hverju hann nærist. 14.8.2012 08:35 Stór skjálfti við Rússland Jarðskjálfti sem mældist 7,7 stig varð við rússnesku eyjuna Sakhalin um eittleytið að staðartíma í nótt. Enginn lést í skjálftanum, að því er rússnesk yfirvöld greina frá. Upptök skjálftans voru á 373 mílna, eða um 600 kílómetra, dýpi. Almannavarnaráðuneyti Rússlands segir að enginn hætta sé á flóðbylgju og að litlar líkur séu á eftirskjálftum. Skjálftinn fannst á norðurhluta Japan, en þar í landi búast menn heldur ekki við að nein flóðbylgja verði. 14.8.2012 08:30 Hugleiða að skrá vélar sínar í Svíþjóð Félagar í Svifflugfélagi Íslands hugleiða að skrá svifflugvélar sínar í Svíþjóð. Þeir segja Flugmálastjórn Íslands fara offari í túlkun og framkvæmd nýrra Evrópureglna. Flugmálastjórn segist hafa fullvissu frá Evrópu um að rétt sé farið að. 14.8.2012 08:30 Íslensk löggjöf vekur athygli víða um heim Talskona Stígamóta hefur ferðast um allan heim til að kynna íslenska löggjöf er varðar vændi og mansal. Segir eftirfylgni lögreglu verulega ábótavant. Talskona vændisfólks í Skandinavíu segir löggjöfina ýta undir mansal og vændi. 14.8.2012 08:15 Bandarískir svindlarar í áratugalöng fangelsi Tveir bandarískir karlmenn hlutu í gær áratugalanga fangelsisdóma fyrir umfangsmikinn fjárdrátt á árunum 2006-2011. Mennirnir drógu sér því sem nemur sex milljörðum króna og fór svindlið fram í sex fylkjum í Bandaríkjunum. Annar mannanna var dæmdur í 27 ára fangelsi en hinn í 22 ára fangelsi. Mennirnir eru helstu forsprakkar stórs glæpahrings sem stóð að svindlinu, sem fólst meðal annars í því að starfsmenn banka komust yfir persónuupplýsingar viðskiptavina bankans og nýttu þær til að draga sér fé. Alls hafa 27 manns í glæpahringnum verið dæmdir eða játað sekt. 14.8.2012 08:11 Hælisleitendur handteknir við Grundartanga Lögregla handtók tvo hælisleitendur á hafnarsvæðinu við Grundartanga í gær og er talið fullvíst að þeir hafi ætlað að laumast um borð í millilandaskip. Annar er frá Marokkó og hinn frá Alsír og hafa þeir báðir gert ítrekaðar tilraunir áður til að laumast um borð skip, sem fara héðan til útlanda.- 14.8.2012 08:05 Stofnandi Cosmopolitan látin Helen Gurley Brown, fyrrverandi ritstjóri tímaritsins Cosmopolitan og höfundur metsölubókarinnar Sex and the Single Girl, lést í gær. Brown skrifaði bókina árið 1962 og með henni vildi hún sýna fram á að konur gætu átt eigin starfsframa og um leið hamingjusamt hjónaband og gott kynlíf, en þetta þótti nokkuð framandi hugmynd á þeim tíma. Brown ritstýrði Cosmopolitan í meira en þrjá áratugi. Hún var níræð þegar hún lést. 14.8.2012 08:01 Hersveitir lentar með sex F-16 þotur Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins (NATO) hófst á ný í gær. Nú munu Portúgalar sinna verkefninu en ráðgert er að það verði unnið með sama fyrirkomulagi og áður hefur verið gert og í samræmi við samninga sem í gildi eru. Þá er áætlað að verkefninu ljúki um miðjan september. 14.8.2012 08:00 Réðst á lögreglumenn sem hugðust handtaka hann Æði rann á karlmann, þegar lögreglumenn ætluðu að handtaka hann fyrir einhverskonar húsbrot í miðborginni laust eftir miðnætti. Hann reyndi að sparka í lögreglumennina og hrækja á þá, en þeir náðu að yfirbuga hann. Ekki kemur fram í tilkynningu frá lögreglu í hverju húsbrotið var fólgið, en maðurinn er vistaður í fangageymslu og á yfir höfði sér kæru, meðal annars fyrir brot gegn valdstjórninni.- 14.8.2012 07:04 Bifhjólamaður slasaðist á Vífilsstaðarvegi Ökumaður bifhjóls slasaðist þegar hann missti stjórn á hjólinu á Vífilsstaðavegi um tíu leitið í gærkvöldi. Talið er að hann hafi beinbrotnað og var hann fluttur á Slysadeild Landsspítalans. Tölur benda til að heldur færri bifhjólaslys hafi orðið í sumar, en undanfarin sumur.- 14.8.2012 07:00 Fjórir slösuðust við Hvolsvöll Fjórir slösuðust en tveir sluppu ómeiddir þegar bíll valt austan við Hvolsvöll upp úr miðnætti. Hinir slösuðu voru fluttir í tveimur sjúkrabílum á slysadeild Landsspítalans, en egnin þeirra er lífshættulega meiddur. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir en bíllinn valt á sjálfum veginum og lá þar á hvolfi þegar björgunarmenn og lögreglu bar að. 14.8.2012 07:00 Norskt dagblað vill Stoltenberg burt Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, ætti að segja af sér embætti vegna sannleiksskýrslunnar um hryðjuverkin í Noregi í fyrra, að mati leiðarahöfundar norska blaðsins Verdens Gang. 14.8.2012 07:00 Vilja banna nýnasistaflokkinn í Þýskalandi Komin er upp hávær krafa í Þýskalandi um að nýnasistaflokkurinn, NPD, verði bannaður með lögum þar í landi. Á vef danska ríkisútvarpsins segir að fjórir ríkisstjórar í Þýskalandi hafi að undanförnu farið fram á að flokkurinn verði bannaður og krefjast þess að bæði þýskir ráðherrar og þingmenn láti málið til sín taka. Torsten Albig, ríkisstjóri í Schleswig-Holsten, segir að flokkurinn berjist gegn gildum samfélagsins og við það sé ekki hægt að una. 14.8.2012 06:34 Gengur 300 kílómetra yfir England Kristinn H. Einarsson, formaður Blindrafélagsins freistar þess að ganga 300 kílómetra þvert yfir England á tíu dögum ásamt fleirum blindum og sjónskertum einstaklingum. 14.8.2012 06:30 Borgarskákmótið haldið í 27. sinn Borgarskákmótið verður haldið í 27. sinn í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag klukkan 16.00. Mótið var fyrst haldið á 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar árið 1986 og hefur verið haldið ár hvert síðan þá. 14.8.2012 06:00 Vopnaþungi uppreisnarinnar meiri Sýrlenskir uppreisnarmenn segjast hafa skotið niður orrustuflugvél stjórnarhersins. Þeir halda flugmanni vélarinnar nú föngnum en sá náði að skjóta sér úr vélinni áður en hún varð eldi að bráð og hrapaði. Sýrlenski stjórnarherinn greindi frá því að flugmaðurinn hefði yfirgefið vélina en segja ástæðuna hafa verið bilun í vélinni. 14.8.2012 03:00 Barist við sex skógarelda á Spáni Tveir slökkviliðsmenn í Alicante á Spáni eru látnir eftir að hafa barist við skógarelda þar. Í gær var barist við sex skógarelda í landinu og hafa margir þurft að yfirgefa heimili sín vegna þessa. 14.8.2012 00:00 Maður skotinn til bana í Osló Þrjátíu og eins árs karlmaður var skotinn til bana fyrir utan bensínstöð við Ensjø-lestarstöðina í Osló í kvöld. Samkvæmt fréttavef norska ríkisútvarpsins var viðbúnaður lögreglu mikill á svæðinu en fórnarlambið lést af sárum sínum á sjúkrahúsi. 13.8.2012 22:08 Sló óvænt í gegn á YouTube Söngvari frá Suður-Kóreu hefur slegið í gegn á veraldarvefnum á síðustu vikum eftir að hann frumsýndi myndband við nýtt lag. Yfir 27 milljónir hafa horft á myndbandið á Youtube.com. 13.8.2012 21:12 Sænska leiðin auðveldar útbreiðslu HIV Sænska leiðin er líkleg til að auka útbreiðslu á HIV veirunni og veldur fólki í vændi miklum skaða. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Formaður HIV-samtakanna segir lög ekki koma í veg fyrir vandann. Ræða þurfi um nýjar lausnir. 13.8.2012 21:44 Fagna nýju ári með varðeldum Hundruð varðelda loga nú í kínversku borginni Xichang. Yi-þjóðflokkurinn fagnar nú nýju ári og kveður um leið ára og illa anda á brott. 13.8.2012 21:41 Skotárás við háskóla í Texas - þrír látnir Að minnsta kosti þrír eru látnir eftir að maður hóf skothríð í grennd við A&M háskólann í Texas í Bandaríkjunum síðdegis í dag. Einn af þeim látnu er lögregluþjónn samkvæmt New York Times. Mikil hræðsla greip um sig á meðal nemenda á svæðinu þegar maðurinn hóf skothríð við eina af byggingunum. Lögreglumaðurinn sem lést fór inn í hús byssumannsins eftir að tilkynnt var um skothríðina og var hann skotinn eftir að hann fór inn í íbúðina. AP fréttastofan hefur eftir lögreglu að byssumaðurinn hafi verið fluttur á spítala eftir að hafa orðið fyrir skoti en hafi látist af sárum sínum á spítala. 13.8.2012 20:29 Hárprúði borgarstjórinn dansaði við Spice Girls Boris Johnson, borgarstjóri Lundúna, sló heldur betur í gegn á lokaathöfn Ólympíuleikanna í borginni þegar stúlknahljómsveitin Spice Girls steig óvænt á svið. Á myndskeiði sem birt hefur verið á Youtube.com sést borgarstjórinn dansa við lagið Spice Up Your Life en við hlið hans er David Cameron, forsætisráðherra landsins, ásamt eiginkonu sinni Samönthu. 13.8.2012 19:52 Olíurannsóknir gengu framar vonum vegna veðurblíðu Olíurannsóknaleiðangur á Jan Mayen-hryggnum, sem áætlað var að tæki rúma þrjá mánuði, gekk mun betur vegna einmuna veðurblíðu á svæðinu og lauk honum fyrir helgi eftir aðeins liðlega tveggja mánaða útivist. Rannsóknarleiðangurinn nýtti Akureyri sem þjónustumiðstöð og voru þessar myndir teknar þar fyrr í sumar þegar flotinn kom þangað inn til áhafnaskipta og til að sækja sér vistir og aðra þjónustu. 13.8.2012 19:15 Stjórnarslit ekki í kortunum Ríkisstjórnarsamstarfið er ekki í hættu, þrátt fyrir að þrír ráðherrar Vinstri grænna hafi lýst yfir að endurskoða þurfi umsókn að Evrópusambandinu. Þetta er mat fjölmargra stjórnarþingmanna sem fréttastofa ræddi við í dag. 13.8.2012 18:54 Sjá næstu 50 fréttir
Breski herinn verður lengi að jafna sig eftir Ólympíuleikana Það mun taka breska herinn um tvö ár að jafna sig eftir Ólympíuleikana í London. Um 18.000 hermenn voru fluttir fá stöðvum sínum og til Lundúna, sumir með stuttum fyrirvara. 14.8.2012 15:45
Barn klemmdist á milli dráttavélar og húsveggs Barn klemmdist á milli dráttarvélar og húsveggs nærri Hvolsvelli á sunnudag. Barnið missti meðvitund en komst fljótlega til meðvitundar aftur og munu meiðsli þess vera minniháttar miðað við aðstæður. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Þar kemur líka fram að á föstudag féll kona af hestbaki í Húsadal og brotnaði illa, meðal annars á handlegg. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti konuna og flutti til aðhlynningar á sjúkrahús í Reykjavík. Sama dag féll kona í Galtalæk og var flutt með sjúkrabifreið til aðhlynningar. Hún er ekki talin hafa slasast alvarlega. 14.8.2012 15:30
Ríkissaksóknari tekur ekki undir að heimildin sé ofnotuð "Ég skal ekki segja hvort heimildin er ofnotuð," segir Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, spurð út í ummæli sem birtust í gær í Úlfljóti, tímariti laganema, um að dómstólar beiti of oft heimild til að úrskurða sakborninga í gæsluvarðhald með vísan til almannahagsmuna. 14.8.2012 14:55
Frítt í strætó á Menningarnótt Á Menningarnótt verður frítt í strætó. Auk þess verða allir vagnar strætó settir í að ferja fólk til síns heima eftir að dagskrá lýkur. "Þannig verður óhætt að skilja bílinn eftir heima,“ segir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu á facebook síðu sinni. 14.8.2012 14:27
Vanhugsað að hækka gistináttaskatt Sú hugmynd að hækka gistináttarskatt úr 7% í 25,5% er vanhugsuð og hún mun hamla framþróun í ferðaþjónustu á komandi árum, segir Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins. 14.8.2012 14:10
Snædrekinn kominn til Reykjavíkur Kínverska rannsóknarskipið og ísbrjóturinn Snædrekinn liggur nú við Ytrihöfn í Kollafirði. Það lagðist að bryggju um níu leytið í morgun. 14.8.2012 13:57
Ólympíuleikarnir voru stærsti sjónvarpsviðburður Bandaríkjanna Ólympíuleikarnir í London voru stærsti sjónvarpsviðburður í Bandaríkjunum frá upphafi. Yfir 219 milljón bandarískir áhorfendur fylgdust með leikunum. 14.8.2012 13:24
Útlit fyrir metþátttöku í maraþoninu Útlit er fyrir metþátttöku í Reykjavíkurmaraþoninu í ár og eru þátttakendur að hlaupa lengri vegalengdir en áður. 14.8.2012 13:17
Segir sænsku leiðina ekki virka Formaður Landssambands lögreglumanna telur sænsku leiðina ekki virka eins og henni var ætlað. Hann hvetur til þess að löggjöfin verði endurskoðuð og annarra leiða til að taka á vanda sem fylgir vændi verði leitað. 14.8.2012 13:09
Gestur í Bláa lóninu gripinn með hjartastuðtæki Gestur í Bláa lóninu var handtekinn í gærkvöld. Um er að ræða karlmann á þrítugsaldri sem grunaður var um vörslur fíkniefna. Hafði sígarettupakki fallið úr vasa á baðslopp mannsins á bakka lónsins og reyndist í honum vera glær poki. Í pokanum var grænt efni sem talið er vera kannabisefni. 14.8.2012 12:54
Líf að færast í skiptibókamarkaði Nú þegar styttist í skólasetningu í framhaldsskólum landsins fer líf að færast í skiptibókamarkaði. Í þessari viku byrjaði ásóknin smám saman að aukast og gera starfsmenn ráð fyrir undir lok vikunnar verði allt komið á fullt. 14.8.2012 12:07
Um 30 lítrum af málningu stolið í innbroti Brotist var inn í atvinnuhúsnæði í Garðabæ í nótt. Þar var stolið 30 lítrum af málningu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um málið um klukkan tuttugu mínútur í átta í morgun og rannsakar hún málið nú. 14.8.2012 11:51
Nýmæli í úthlutun listamannalauna Bryddað verður upp á nýmælum við úthlutun starfslauna listamanna fyrir árið 2013. Annars vegar geta fleiri en einn listamaður sótt um starfslaun vegna samstarfsverkefna. Hins vegar getur einn listamaður sótt um laun í mismunandi sjóði ef verkefnið fellur í fleiri sjóði en einn. Frá þessu er greint 14.8.2012 11:48
Stýrihópur starfar gegn lúpínunni Að frumkvæði umhverfisráðherra starfar nú stýrihópur sem hefur það hlutverk að finna leiðir til að draga úr neikvæðum áhrifum alaskalúpínu og skógarkerfils á náttúru Íslands. Þessar tegundir teljast ágengar, dreifa úr sér og ógna því lífríki sem fyrir er í vistkerfum. 14.8.2012 10:07
Bjart og gott veður á menningarnótt Útlit er fyrir bjartviðri og hlýtt veður í Reykjavík um helgina. Fólk ætti því að geta notið veðurblíðu á menningarnótt, sem er á laugardaginn. "Það er milt veður framundan, segir Helga Ívarsdóttir veðurfræðingur á Veðurstofunni. 14.8.2012 09:54
Deilt um sumarhús í Heiðmörk Um tuttugu sumarhúsaeigendur við Elliðavatn og Helluvatn þurfa að yfirgefa húsin fyrir áramót eftir að Orkuveitan framlengdi ekki leigusamning. 14.8.2012 21:04
Strætóferðir milli Reykjavíkur og Selfoss vinsælar Að meðaltali fer 171 farþegi með Strætó á dag milli Reykjavíkur og Selfoss. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) héldu í gær. 14.8.2012 09:46
Sveitarstjórnarmenn rólegir yfir snjóflóðavarnargörðum Sveitarstjórnarmenn bæjarfélaga þar sem framkvæmdir við snjóflóðavarnir eru í kortunum sýna töfum fullan skilning. Allir bera Ofanflóðanefnd vel söguna. Yfir tugur milljarða fer í varnir á næstu árum. 14.8.2012 09:30
Assange bíður eftir svari Rafael Correa, forseti Ekvador, ætlar að tilkynna það fljótlega hvort hann muni veita Julian Assange pólitískt hæli. Correa sagði við ríkisfjölmiðla í landinu að það þyrfti að skoða mörg lagaleg álitamál áður en ákvörðun yrði tekin. Assange flúði í sendiráð Ekvadors í Lundúnum þann 19. júní síðastliðinn. Það gerði hann til að forðast það að verða framseldur til Svíþjóðar þar sem hann er eftirlýstur vegna ásakana á hendur honum um kynferðisbrot. 14.8.2012 09:27
Hærri fasteignagjöld renna til borgarinnar Tekjur Reykjavíkurborgar af fasteignagjöldum Hörpu eru hærri en gert var ráð fyrir í áætlunum. Beinir skattar á Hörpu rúmur hálfur milljarður. Borgarstjóri ítrekaði 2010 að ekki hefðu verið samþykkt hærri framlög til Hörpu. 14.8.2012 09:00
Risasnákur fannst í Flórída Stærsti búrmasnákur sem fundist hefur í Flórída fannst nýlega í Everglades þjóðgarðinum, segja vísindamenn í samtali við BBC fréttastöðina. Snákurinn er 5,18 metrar að lengd og vegur 74 kíló. Í snáknum fundust 87 egg, sem einnig er talið vera met. Búrmasnákar eru orðnir nokkuð algengir í Everglades þjóðgarðinum en þeim er kennt um að spendýrum í garðinum hefur fækkað þar að undanförnu. Snákurinn sem fannst var dauður og verður krufinn til að hægt verði að rannsaka á hverju hann nærist. 14.8.2012 08:35
Stór skjálfti við Rússland Jarðskjálfti sem mældist 7,7 stig varð við rússnesku eyjuna Sakhalin um eittleytið að staðartíma í nótt. Enginn lést í skjálftanum, að því er rússnesk yfirvöld greina frá. Upptök skjálftans voru á 373 mílna, eða um 600 kílómetra, dýpi. Almannavarnaráðuneyti Rússlands segir að enginn hætta sé á flóðbylgju og að litlar líkur séu á eftirskjálftum. Skjálftinn fannst á norðurhluta Japan, en þar í landi búast menn heldur ekki við að nein flóðbylgja verði. 14.8.2012 08:30
Hugleiða að skrá vélar sínar í Svíþjóð Félagar í Svifflugfélagi Íslands hugleiða að skrá svifflugvélar sínar í Svíþjóð. Þeir segja Flugmálastjórn Íslands fara offari í túlkun og framkvæmd nýrra Evrópureglna. Flugmálastjórn segist hafa fullvissu frá Evrópu um að rétt sé farið að. 14.8.2012 08:30
Íslensk löggjöf vekur athygli víða um heim Talskona Stígamóta hefur ferðast um allan heim til að kynna íslenska löggjöf er varðar vændi og mansal. Segir eftirfylgni lögreglu verulega ábótavant. Talskona vændisfólks í Skandinavíu segir löggjöfina ýta undir mansal og vændi. 14.8.2012 08:15
Bandarískir svindlarar í áratugalöng fangelsi Tveir bandarískir karlmenn hlutu í gær áratugalanga fangelsisdóma fyrir umfangsmikinn fjárdrátt á árunum 2006-2011. Mennirnir drógu sér því sem nemur sex milljörðum króna og fór svindlið fram í sex fylkjum í Bandaríkjunum. Annar mannanna var dæmdur í 27 ára fangelsi en hinn í 22 ára fangelsi. Mennirnir eru helstu forsprakkar stórs glæpahrings sem stóð að svindlinu, sem fólst meðal annars í því að starfsmenn banka komust yfir persónuupplýsingar viðskiptavina bankans og nýttu þær til að draga sér fé. Alls hafa 27 manns í glæpahringnum verið dæmdir eða játað sekt. 14.8.2012 08:11
Hælisleitendur handteknir við Grundartanga Lögregla handtók tvo hælisleitendur á hafnarsvæðinu við Grundartanga í gær og er talið fullvíst að þeir hafi ætlað að laumast um borð í millilandaskip. Annar er frá Marokkó og hinn frá Alsír og hafa þeir báðir gert ítrekaðar tilraunir áður til að laumast um borð skip, sem fara héðan til útlanda.- 14.8.2012 08:05
Stofnandi Cosmopolitan látin Helen Gurley Brown, fyrrverandi ritstjóri tímaritsins Cosmopolitan og höfundur metsölubókarinnar Sex and the Single Girl, lést í gær. Brown skrifaði bókina árið 1962 og með henni vildi hún sýna fram á að konur gætu átt eigin starfsframa og um leið hamingjusamt hjónaband og gott kynlíf, en þetta þótti nokkuð framandi hugmynd á þeim tíma. Brown ritstýrði Cosmopolitan í meira en þrjá áratugi. Hún var níræð þegar hún lést. 14.8.2012 08:01
Hersveitir lentar með sex F-16 þotur Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins (NATO) hófst á ný í gær. Nú munu Portúgalar sinna verkefninu en ráðgert er að það verði unnið með sama fyrirkomulagi og áður hefur verið gert og í samræmi við samninga sem í gildi eru. Þá er áætlað að verkefninu ljúki um miðjan september. 14.8.2012 08:00
Réðst á lögreglumenn sem hugðust handtaka hann Æði rann á karlmann, þegar lögreglumenn ætluðu að handtaka hann fyrir einhverskonar húsbrot í miðborginni laust eftir miðnætti. Hann reyndi að sparka í lögreglumennina og hrækja á þá, en þeir náðu að yfirbuga hann. Ekki kemur fram í tilkynningu frá lögreglu í hverju húsbrotið var fólgið, en maðurinn er vistaður í fangageymslu og á yfir höfði sér kæru, meðal annars fyrir brot gegn valdstjórninni.- 14.8.2012 07:04
Bifhjólamaður slasaðist á Vífilsstaðarvegi Ökumaður bifhjóls slasaðist þegar hann missti stjórn á hjólinu á Vífilsstaðavegi um tíu leitið í gærkvöldi. Talið er að hann hafi beinbrotnað og var hann fluttur á Slysadeild Landsspítalans. Tölur benda til að heldur færri bifhjólaslys hafi orðið í sumar, en undanfarin sumur.- 14.8.2012 07:00
Fjórir slösuðust við Hvolsvöll Fjórir slösuðust en tveir sluppu ómeiddir þegar bíll valt austan við Hvolsvöll upp úr miðnætti. Hinir slösuðu voru fluttir í tveimur sjúkrabílum á slysadeild Landsspítalans, en egnin þeirra er lífshættulega meiddur. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir en bíllinn valt á sjálfum veginum og lá þar á hvolfi þegar björgunarmenn og lögreglu bar að. 14.8.2012 07:00
Norskt dagblað vill Stoltenberg burt Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, ætti að segja af sér embætti vegna sannleiksskýrslunnar um hryðjuverkin í Noregi í fyrra, að mati leiðarahöfundar norska blaðsins Verdens Gang. 14.8.2012 07:00
Vilja banna nýnasistaflokkinn í Þýskalandi Komin er upp hávær krafa í Þýskalandi um að nýnasistaflokkurinn, NPD, verði bannaður með lögum þar í landi. Á vef danska ríkisútvarpsins segir að fjórir ríkisstjórar í Þýskalandi hafi að undanförnu farið fram á að flokkurinn verði bannaður og krefjast þess að bæði þýskir ráðherrar og þingmenn láti málið til sín taka. Torsten Albig, ríkisstjóri í Schleswig-Holsten, segir að flokkurinn berjist gegn gildum samfélagsins og við það sé ekki hægt að una. 14.8.2012 06:34
Gengur 300 kílómetra yfir England Kristinn H. Einarsson, formaður Blindrafélagsins freistar þess að ganga 300 kílómetra þvert yfir England á tíu dögum ásamt fleirum blindum og sjónskertum einstaklingum. 14.8.2012 06:30
Borgarskákmótið haldið í 27. sinn Borgarskákmótið verður haldið í 27. sinn í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag klukkan 16.00. Mótið var fyrst haldið á 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar árið 1986 og hefur verið haldið ár hvert síðan þá. 14.8.2012 06:00
Vopnaþungi uppreisnarinnar meiri Sýrlenskir uppreisnarmenn segjast hafa skotið niður orrustuflugvél stjórnarhersins. Þeir halda flugmanni vélarinnar nú föngnum en sá náði að skjóta sér úr vélinni áður en hún varð eldi að bráð og hrapaði. Sýrlenski stjórnarherinn greindi frá því að flugmaðurinn hefði yfirgefið vélina en segja ástæðuna hafa verið bilun í vélinni. 14.8.2012 03:00
Barist við sex skógarelda á Spáni Tveir slökkviliðsmenn í Alicante á Spáni eru látnir eftir að hafa barist við skógarelda þar. Í gær var barist við sex skógarelda í landinu og hafa margir þurft að yfirgefa heimili sín vegna þessa. 14.8.2012 00:00
Maður skotinn til bana í Osló Þrjátíu og eins árs karlmaður var skotinn til bana fyrir utan bensínstöð við Ensjø-lestarstöðina í Osló í kvöld. Samkvæmt fréttavef norska ríkisútvarpsins var viðbúnaður lögreglu mikill á svæðinu en fórnarlambið lést af sárum sínum á sjúkrahúsi. 13.8.2012 22:08
Sló óvænt í gegn á YouTube Söngvari frá Suður-Kóreu hefur slegið í gegn á veraldarvefnum á síðustu vikum eftir að hann frumsýndi myndband við nýtt lag. Yfir 27 milljónir hafa horft á myndbandið á Youtube.com. 13.8.2012 21:12
Sænska leiðin auðveldar útbreiðslu HIV Sænska leiðin er líkleg til að auka útbreiðslu á HIV veirunni og veldur fólki í vændi miklum skaða. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Formaður HIV-samtakanna segir lög ekki koma í veg fyrir vandann. Ræða þurfi um nýjar lausnir. 13.8.2012 21:44
Fagna nýju ári með varðeldum Hundruð varðelda loga nú í kínversku borginni Xichang. Yi-þjóðflokkurinn fagnar nú nýju ári og kveður um leið ára og illa anda á brott. 13.8.2012 21:41
Skotárás við háskóla í Texas - þrír látnir Að minnsta kosti þrír eru látnir eftir að maður hóf skothríð í grennd við A&M háskólann í Texas í Bandaríkjunum síðdegis í dag. Einn af þeim látnu er lögregluþjónn samkvæmt New York Times. Mikil hræðsla greip um sig á meðal nemenda á svæðinu þegar maðurinn hóf skothríð við eina af byggingunum. Lögreglumaðurinn sem lést fór inn í hús byssumannsins eftir að tilkynnt var um skothríðina og var hann skotinn eftir að hann fór inn í íbúðina. AP fréttastofan hefur eftir lögreglu að byssumaðurinn hafi verið fluttur á spítala eftir að hafa orðið fyrir skoti en hafi látist af sárum sínum á spítala. 13.8.2012 20:29
Hárprúði borgarstjórinn dansaði við Spice Girls Boris Johnson, borgarstjóri Lundúna, sló heldur betur í gegn á lokaathöfn Ólympíuleikanna í borginni þegar stúlknahljómsveitin Spice Girls steig óvænt á svið. Á myndskeiði sem birt hefur verið á Youtube.com sést borgarstjórinn dansa við lagið Spice Up Your Life en við hlið hans er David Cameron, forsætisráðherra landsins, ásamt eiginkonu sinni Samönthu. 13.8.2012 19:52
Olíurannsóknir gengu framar vonum vegna veðurblíðu Olíurannsóknaleiðangur á Jan Mayen-hryggnum, sem áætlað var að tæki rúma þrjá mánuði, gekk mun betur vegna einmuna veðurblíðu á svæðinu og lauk honum fyrir helgi eftir aðeins liðlega tveggja mánaða útivist. Rannsóknarleiðangurinn nýtti Akureyri sem þjónustumiðstöð og voru þessar myndir teknar þar fyrr í sumar þegar flotinn kom þangað inn til áhafnaskipta og til að sækja sér vistir og aðra þjónustu. 13.8.2012 19:15
Stjórnarslit ekki í kortunum Ríkisstjórnarsamstarfið er ekki í hættu, þrátt fyrir að þrír ráðherrar Vinstri grænna hafi lýst yfir að endurskoða þurfi umsókn að Evrópusambandinu. Þetta er mat fjölmargra stjórnarþingmanna sem fréttastofa ræddi við í dag. 13.8.2012 18:54