Fleiri fréttir Sveitafitness á Sæludag: Bændur unnu vinnumenn Aldrei hafa fleiri gestir komið á Sæludag í Hörgársveit. Hátt í 800 manns fylgdust með spennandi keppni í sveitafitness þar sem bændur knúðu fram sigur á vinnumönnum eftir mikla baráttu. Í tilkynningu frá forsvarsmönnum hátíðarinnar segir að aldri hafi fleiri keppendur tekið þátt í traktoraspyrnunni en í ár. Dráttarvélarnar voru allar frá því um 1970 eða eldri og ljóst að margir keppendur lögðu meira upp úr útlitinu en árangri í spyrnunni sjálfri. Í dag og í kvöld verða margvíslegir viðburðir um alla sveit og á Hjalteyri, en dagskránni lýkur með gamaldags sveitaballi á Melum í Hörgárdal. 4.8.2012 16:45 Fluttur til Reykjavíkur eftir mótórhjólaslys Karlmaður sem slasaðist eftir að hann féll af mótórhjóli við fjallið Krakatind, austan við Heklu, um klukkan eitt í dag var fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur. Óljóst er hvort maðurinn sé alvarlega slasaður. Varðstjóri hjá lögreglunni á Hvolsvelli sagði að hann væri líklega rifbeinsbrotinn en hann átti erfitt með andardrátt. Lögreglan, ásamt björgunarsveit, fór á slysstað með lækni og var búið um maninn áður en hann var fluttur í sjúkrabíl sem beið. Hann var með meðvitund. Slysið er í rannsókn hjá lögreglu. 4.8.2012 16:30 Stórbruni í Osló Slökkviliðsmenn í Osló hafa náð tökum á eldi sem kom upp í fjölbýlishúsi í miðborginni um klukkan hálf tvö í dag. Samkvæmt frétt Verdens Gang voru einhverjir íbúar blokkarinnar fluttir á brott en yfir tuttugu og fimm sjúkrabílar voru á staðnum og allt tiltækt slökkvilið. Á tímabili leit eldsvoðinn mjög illa út og óttuðust menn að hann næðist að berast um alla blokkina en slökkviliðsmenn náðu að koma í veg fyrir það. 4.8.2012 15:54 Myndasyrpa frá Þjóðhátíð Þjóðhátíð fer nú fram í 138. sinn í Vestmannaeyjum. Hátíðin var sett um klukkan hálf þrjú í gær og flutti Kristinn R. Ólafsson fréttamaður hátíðarræðu. Kvöldvakan hófst svo klukkan 20:30 og við tóku fjölmargir tónlistarmenn, svo sem Mugison, Hjálmar, Jón Jónsson og Friðrik Dór. Kveikt var svo upp í brennunni á Fjósakletti á miðnætti við mikinn fögnuð viðstaddra. Óskar P. Friðriksson, ljósmyndari og okkar maður í Eyjum, var með myndavélina á lofti og myndaði það sem fram fór. Hægt er að sjá myndirnar og stemmingua í meðfylgjandi myndaalbúmi. 4.8.2012 15:08 Flutt á neyðarmóttöku í Reykjavík Ung stúlka sem kærði nauðgun í Herjólfsdal í morgun var flutt á neyðarmóttöku í Reykjavík til skoðunar, að sögn lögreglunnar í Vestmannaeyjum. Nánari upplýsingar fást ekki um atvikið hjá lögreglu þar sem rannsóknin er á viðkvæmu stigi. Forvarnarhópur ÍBV harmar að slíkt hafi komið fyrir en í yfirlýsingu sem send var fjölmiðlum eftir hádegi í dag segir að hópurinn dáist að hugrekkinu að hafa stigið fram og tilkynnt glæpinn. 4.8.2012 14:51 Stevie Wonder sækir um skilnað Söngvarinn Stevie Wonder hefur sótt um skilnað frá eiginkonu sinni til ellefu ára, tískuhönnuðinum Kai Morris en saman eiga þau tvo syni, tíu og sjö ára. Breska götublaðið The Sun greinir frá því að hjónin hafi ekki búið saman síðustu þrjú ár og hefur söngvarinn farið fram á fullt forræði yfir sonunum. Wonder er sextíu og tveggja ára gamall en óljóst er hvort að eiginkonan fái hlut auðævum hans þar sem hann þjénaði nær allt sem hann á áður en þau giftu sig. Hann á sjö börn en tískuhönnuðurinn er hans önnur eiginkona. 4.8.2012 14:26 Féll af hjólabretti og missti framtennur Hjólabrettakappi í kringum tvítugt féll af brettinu sínu á hjólabrettavelli á Selfossi í hádeginu í dag með þeim afleiðingum að tvær framtennur brotnuðu. Að sögn varðstjóra hjá lögreglu var hann fluttur á slysadeild og hittir líklega tannlækni síðar í dag. 4.8.2012 13:53 Tveggja ára barn rotaðist Tveggja ára barn féll aftur fyrir sig á Úlfljótsvatni í morgun með þeim afleiðingum að það rotaðist. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var sjúkrabíll sendur á staðinn en barnið mun ekki vera alvarlega slasað. Það var þó flutt á slysadeild til skoðunar. 4.8.2012 13:50 Harma nauðgun í Eyjum "Forvarnahópur ÍBV harmar að "bleikur fíll" hafi skaðað aðra manneskju í Dalnum okkar síðast liðna nótt,“ segir í yfirlýsingu frá hópnum og er þar átt við nauðgun sem hefur verið kærð til lögreglu á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu og fást ekki frekari upplýsingar um það að svo stöddu þar sem rannsóknin er á viðkvæmu stigi. 4.8.2012 13:20 Nígerískur karlmaður tekinn í Leifsstöð Nígerískur karlmaður var handtekinn við komu til landsins á sunnudag. Hann var umsvifalaust úrskurðaður í gæsluvarðhald til 8. ágúst en Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurðinn í gær. 4.8.2012 13:11 Þekktur ofbeldismaður í haldi eftir hrottalega líkamsárás á Þjóðhátíð Karlmaður sem varð fyrir hrottalegri líkamsárás á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í nótt er líklega höfuðkúpubrotinn og verður mögulega fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur í dag til frekari rannsókna. Þekktur ofbeldismaður er í haldi lögreglu grunaður um að hafa veitt honum áverka. 4.8.2012 13:05 "Fólk var í sjokki" Sex ára drengur, sem bjargað var frá drukknun í sundlaug Akureyrar í gær, útskrifast líklega af gjörgæslu í dag. Læknir á gjörgæsludeild segir kraftaverki líkast að drengurinn hafi lifað af. Starfsfólk sundlaugarinnar sendir honum hlýjar kveðjur. 4.8.2012 12:13 Blóðbað í Sýrlandi í morgun Þrettán hið minnsta hafa látið lífið í átökum í Damaskus og Aleppo í Sýrlandi það sem af er degi. 4.8.2012 12:00 Útskrifast líklega af gjörgæslu í dag Sex ára dreng, sem var bjargað frá drukknun í Akureyrarsundlaug í gær, líður vel miðað við aðstæður. 4.8.2012 10:02 Fundu peninga og hvítt efni við húsleit Um 25 grömm af hvítum efnum, amfetamíni og kókaíni, fundust við leit lögreglu í heimahúsi á Akureyri í gærkvöldi. Þá var einnig lagt hald á töluvert mikið af peningum sem taldir eru tengjast fíkniefnasölu. Maður sem á heima í íbúðinni var yfirheyrður en látinn laus að því loknu. 4.8.2012 09:53 Tannbraut mann í Hafnarfirði Karlmaður beraði sig fyrir framan krakka í austurborginni um áttaleytið í gærkvöldi og var hann handtekinn fyrir blygðunarsemisbrot. Nánari upplýsingar fást ekki um málið hjá lögreglu. 4.8.2012 09:41 Nauðgun kærð á Þjóðhátíð Ein nauðgun hefur verið kærð til lögreglunnar í Vestmannaeyjum eftir nóttina en nánari upplýsingar fást ekki hjá lögreglu þar sem rannsóknin er á viðkvæmu stigi. Yfir 20 fíkniefnamál komu upp hjá lögreglunni í Eyjum í gærkvöldi og í nótt, mest allt neysluskammtar af kannabisi og hvítu efni. 4.8.2012 09:33 Yfir 400 milljóna króna tap af rekstri Hörpu í ár Hallarekstur á Hörpu er alvarlegur og ekki útilokað að tapið lendi á skattgreiðendum segir menntamálaráðherra. Stór hluti tapsins er til kominn vegna vanáætlaðra fasteignagjalda. Ráðstefnuhaldið fer hægt í gang. 4.8.2012 08:00 Biður pönkurum vægðar Vladimír Pútín Rússlandsforseti hvetur rússneska dómara til að fara mildum höndum um femínistana í pönkhljómsveitinni Pussy Riot, sem gerðu usla í helstu kirkju rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar í Moskvu í vor. 4.8.2012 08:00 Vilja brugga biskupabjóra Árið 2007 var Bjórsetur Íslands sett á laggirnar á Hólum í Hjaltadal og síðan þá hefur starfsemi þess vaxið fiskur um hrygg. Nú er setrið komið með vínveitingaleyfi og bruggleyfi og oft er fjölmennt á vikulegum samkundum á barnum sem hefur verið komið fyrir í húsnæði sem áður var íbúð fjósamannsins á Hólum. 4.8.2012 07:30 Simbi vinsælasta kattarheitið Kattaeigendur eru gjarnan frumlegir í nafngiftum á gæludýrin sín, en gömul og gegn kattanöfn eru enn vinsæl. Simbi er vinsælasta kattarheitið á Íslandi, en upplýsingar um nöfn katta má finna á dyraaudkenni.is. Alls heitir 121 köttur á Íslandi Simbi. 4.8.2012 07:00 Sakar fyrirtæki Nubos um sýndarmennsku í verkefnum Forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála segir fyrirætlanir á Grímsstöðum á Fjöllum ótrúverðugar. Fulltrúar minnihlutans á Akureyri vilja að bærinn dragi sig út úr félagi um kaup á jörðinni. Formaður bæjarráðs segir bæjarfélagið ekki taka á sig neinar 4.8.2012 06:30 Rekstur Landsbjargar í járnum „Við erum ekki á vonarvöl. Við eigum varasjóð sem er ágætur en ekkert gríðarlegur. Svo að þetta er í járnum,“ segir Hörður Már Harðarson, stjórnarformaður Landsbjargar, sem neyddist nýverið til að loka þjálfunaraðstöðu í Gufuskálum af fjárhagsástæðum. 4.8.2012 06:00 Notkun á 3G-neti eykst sífellt Gríðarleg aukning varð á niðurhali í gegnum 3G-net Tals í júlí í kjölfar þess að fyrirtækið lækkaði verð á þjónustunni. Viktor Ólason, forstjóri Tals, segir íslenska snjallsímanotendur vilja nota netið mikið í símum sínum og að þeir geri kröfu um að þjónustan sé ódýr. 4.8.2012 06:00 Mikilvægt að hafa góðan stuðning Annie Mist Þórisdóttir, hraustasta kona á jarðríki, kom heim í gær eftir að hafa sigrað CrossFit-leikana í Los Angeles í Bandaríkjunum annað árið í röð á dögunum. 4.8.2012 05:30 Lava valinn besti bjórinn Viðskipti Lava, Imperial Stout frá Brugghúsinu í Ölvisholti, var á dögunum valinn besti bjórinn í flokki reyktra bjórtegunda á Opna bandaríska bjórmótinu. Jón Elías Gunnlaugsson, bruggmeistari og framkvæmdastjóri í Ölvisholti, er að vonum ánægður með viðurkenninguna. „Þetta kemur Ölvisholti á kortið meðal fremstu brugghúsa í veröldinni,“ segir hann. 4.8.2012 05:30 Efast um þátttöku Akureyrar Vaxandi efasemdir eru um þátttöku Akureyrarbæjar í verkefni á Grímsstöðum. Fulltrúar minnihlutans vilja að bærinn dragi sig úr verkefninu. Bærinn hefur ekki skuldbundið sig segir formaður bæjarráðs. 4.8.2012 05:00 Háskólanemar smíðuðu kappakstursbíl frá grunni Fólk 27 manna hópur nemenda við Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands tók á dögunum þátt í alþjóðlegu hönnunarkeppninni Formula Student sem fram fór á Silverstone-kappakstursbrautinni í Bretlandi. Hópurinn hefur síðustu tvö ár hannað rafknúinn kappakstursbíl en þetta var í annað sinn sem hann tekur þátt í keppninni. 4.8.2012 05:00 Heldur minna líf á fasteignamarkaði í júlí Alls 470 kaupsamningum var þinglýst við sýslumannsembættin á höfuðborgarsvæðinu í júlí. Heildarvelta vegna þeirra nam 13,5 milljörðum króna og var meðalupphæð á hvern kaupsamning 28,8 milljónir. 4.8.2012 05:00 „Frekar grillað“ að fara í strætó til Eyja Strætó fjölgaði aukaferðum að Landeyjahöfn í gær og fer fleiri aukaferðir frá Landeyjum á mánudag. Ferðirnar eru vel sóttar, segir þjónustufulltrúi Strætó. Allir hlökkuðu mikið til Þjóðhátíðar þegar lagt var í hann frá Mjóddinni. 4.8.2012 04:30 Deilt um vist sjúkra fanga Brýnt er að finna úrræði fyrir geðsjúka fanga, segir Páll Winkel fangelsismálastjóri en fangelsismálayfirvöld lenda oft í því að þurfa að vista geðsjúka án þess hafa aðstæður né starfsmenn til þess. 4.8.2012 04:30 Allsherjarþingið fordæmir stjórn Assads Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna fordæmir Sýrlandsstjórn fyrir að beita þungavopnum á almenning og skorar á öryggisráðið að grípa til aðgerða. Ísland er meðal þeirra ríkja sem stóðu að ályktuninni, sem 133 ríki samþykktu. 4.8.2012 00:15 Raunverulegur WALL-E kætir langveik börn Verkfræðingur í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur smíðað nákvæma eftirmynd af vélmenninu WALL-E. Þetta elskulega vélmenni kætir nú hjörtu langveikra barna. 3.8.2012 23:15 Níræður stangastökkvari sló heimsmet Á meðan bestu íþróttamenn veraldar etja kappi í Lundúnum heldur hinn 90 ára gamli William Bell áfram að setja heimsmet litlum skúr í Arkansas í Bandaríkjunum. 3.8.2012 22:30 Brekkusöngnum útvarpað og textarnir á GuitarParty Stjórnendur GuitarParty.com vonast til þess að þúsundir muni nýta sér þjónustu vefsíðunnar þegar Brekkusöngurinn hefst í Vestmannaeyjum á sunnudag. 3.8.2012 22:00 Fólk að flýta sér í Herjólf - margir teknir við Landeyjahöfn Fjöldi fólks leggur nú leið sína til Vestmannaeyja. Þjóðhátið fer þar fram í 138 skipti. Gríðarlegt álag hefur verið á lögreglunni á Hvolsvelli en hún hefur fylgst grannt með stöðu mál við Landeyjahöfn. 3.8.2012 21:22 Umferðarþungi í Árborg nær hápunkti sínum Umferð um Selfoss er nú að hápunkti sínum. Stöðugur straumur fólks hefur verið um bæinn en margir leggja nú leið sína í Vestmannaeyjar þar sem þjóðhátíð fer fram. Lögreglan í Árborg hefur í nógu að snúast en Unglingalandsmót UMFÍ fer fram í bænum um helgina. Búist er við um 13 þúsund landsmótsgestum. 3.8.2012 21:04 Hvað stendur til boða um helgina? Verslunarmannahelgin er að bresta á og það ætla eflaust margir leggja land undir fót. En margt stendur til boða og erfitt getur reynst að ákveða hvert förinni er heitið. 3.8.2012 21:00 Búast við kæruflóði í Mýrarboltanum Evrópumeistaramótið í Mýrarbolta fer fram á Ísafirði um helgina. Jón Páll Hreinsson, mýrarfláki (hvorki drullusokkur né skíthæll) var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag. Hann ræddi þar við þáttastjórnendur um mótið og þá athyglisverðu kæruhefð sem myndast hefur í kringum það. 3.8.2012 21:00 Tillaga Sivjar um forvirkar rannsóknarheimildar verður lögð fram á ný Frumvarp innanríkisráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir dagaði uppi í þinginu en allir umsagnaraðilar lögðust gegn því, þar með talin lögreglan sjálf sem sagði frumvarpið í engu bæta við gildandi heimildir. Tillaga Sivjar Friðleifsdóttur um sama mál þótti betri en var ekki samþykkt vegna málþófs. 3.8.2012 20:30 Skortur á lagaheimildum - undirheimaforingjar ganga lausir Lögreglan getur ekki aðhafst gegn nokkrum stórum undirheimaforingjum vegna skorts á lagaheimildum en mennirnir eru allir taldir stýra umfangsmikilli skipulagðri glæpastarfsemi. Lögreglan telur sig geta beitt sér með forvirkum rannsóknarheimildum, eins og eftirliti og hlerunum án þess að til staðar sé grunur um afbrot. 3.8.2012 19:45 Sveigði frá fuglum og valt Bíll valt á Ólafsfjarðarvegi í morgun. Að sögn lögreglunnar á Akureyri var orsök óhappsins sú að ökumaður reyndi að sveigja hjá fuglum sem voru á veginum. 3.8.2012 18:13 Allsherjarþing fordæmir öryggisráð Fulltrúar á Allsherjarþingi Sameinuðu Þjóðanna samþykktu í dag ályktun þar sem öryggisráðið er fordæmt fyrir að bregðast ekki við óöldinni í Sýrlandi. 3.8.2012 17:25 Jón Bjarnason: Hvers vegna þessi feluleikur? Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, blandar sér í umræðuna um Huang Nubo og Grímsstaði á fjöllum á bloggi sínu í dag. Hann segist enn styðja ákvörðun Ögmundar Jónassonar, innanríkisráðherra, um að synja kínverjanum um undanþágu til kaupa á Grímsstaðajörðinni. 3.8.2012 17:08 Beyoncé leiðir herferð fyrir mannúðarstarf Beyoncé verður í broddi fylkingar í herferð sem Sameinuðu Þjóðirnar hófu í dag til að hvetja fólk til að vinna að velferð annarra. Á alþjóðlega degi mannúðarstarfs, sem verður 19. ágúst, er vonast til að herferðin hafi náð til eins milljarðs manna. 3.8.2012 16:45 Sjá næstu 50 fréttir
Sveitafitness á Sæludag: Bændur unnu vinnumenn Aldrei hafa fleiri gestir komið á Sæludag í Hörgársveit. Hátt í 800 manns fylgdust með spennandi keppni í sveitafitness þar sem bændur knúðu fram sigur á vinnumönnum eftir mikla baráttu. Í tilkynningu frá forsvarsmönnum hátíðarinnar segir að aldri hafi fleiri keppendur tekið þátt í traktoraspyrnunni en í ár. Dráttarvélarnar voru allar frá því um 1970 eða eldri og ljóst að margir keppendur lögðu meira upp úr útlitinu en árangri í spyrnunni sjálfri. Í dag og í kvöld verða margvíslegir viðburðir um alla sveit og á Hjalteyri, en dagskránni lýkur með gamaldags sveitaballi á Melum í Hörgárdal. 4.8.2012 16:45
Fluttur til Reykjavíkur eftir mótórhjólaslys Karlmaður sem slasaðist eftir að hann féll af mótórhjóli við fjallið Krakatind, austan við Heklu, um klukkan eitt í dag var fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur. Óljóst er hvort maðurinn sé alvarlega slasaður. Varðstjóri hjá lögreglunni á Hvolsvelli sagði að hann væri líklega rifbeinsbrotinn en hann átti erfitt með andardrátt. Lögreglan, ásamt björgunarsveit, fór á slysstað með lækni og var búið um maninn áður en hann var fluttur í sjúkrabíl sem beið. Hann var með meðvitund. Slysið er í rannsókn hjá lögreglu. 4.8.2012 16:30
Stórbruni í Osló Slökkviliðsmenn í Osló hafa náð tökum á eldi sem kom upp í fjölbýlishúsi í miðborginni um klukkan hálf tvö í dag. Samkvæmt frétt Verdens Gang voru einhverjir íbúar blokkarinnar fluttir á brott en yfir tuttugu og fimm sjúkrabílar voru á staðnum og allt tiltækt slökkvilið. Á tímabili leit eldsvoðinn mjög illa út og óttuðust menn að hann næðist að berast um alla blokkina en slökkviliðsmenn náðu að koma í veg fyrir það. 4.8.2012 15:54
Myndasyrpa frá Þjóðhátíð Þjóðhátíð fer nú fram í 138. sinn í Vestmannaeyjum. Hátíðin var sett um klukkan hálf þrjú í gær og flutti Kristinn R. Ólafsson fréttamaður hátíðarræðu. Kvöldvakan hófst svo klukkan 20:30 og við tóku fjölmargir tónlistarmenn, svo sem Mugison, Hjálmar, Jón Jónsson og Friðrik Dór. Kveikt var svo upp í brennunni á Fjósakletti á miðnætti við mikinn fögnuð viðstaddra. Óskar P. Friðriksson, ljósmyndari og okkar maður í Eyjum, var með myndavélina á lofti og myndaði það sem fram fór. Hægt er að sjá myndirnar og stemmingua í meðfylgjandi myndaalbúmi. 4.8.2012 15:08
Flutt á neyðarmóttöku í Reykjavík Ung stúlka sem kærði nauðgun í Herjólfsdal í morgun var flutt á neyðarmóttöku í Reykjavík til skoðunar, að sögn lögreglunnar í Vestmannaeyjum. Nánari upplýsingar fást ekki um atvikið hjá lögreglu þar sem rannsóknin er á viðkvæmu stigi. Forvarnarhópur ÍBV harmar að slíkt hafi komið fyrir en í yfirlýsingu sem send var fjölmiðlum eftir hádegi í dag segir að hópurinn dáist að hugrekkinu að hafa stigið fram og tilkynnt glæpinn. 4.8.2012 14:51
Stevie Wonder sækir um skilnað Söngvarinn Stevie Wonder hefur sótt um skilnað frá eiginkonu sinni til ellefu ára, tískuhönnuðinum Kai Morris en saman eiga þau tvo syni, tíu og sjö ára. Breska götublaðið The Sun greinir frá því að hjónin hafi ekki búið saman síðustu þrjú ár og hefur söngvarinn farið fram á fullt forræði yfir sonunum. Wonder er sextíu og tveggja ára gamall en óljóst er hvort að eiginkonan fái hlut auðævum hans þar sem hann þjénaði nær allt sem hann á áður en þau giftu sig. Hann á sjö börn en tískuhönnuðurinn er hans önnur eiginkona. 4.8.2012 14:26
Féll af hjólabretti og missti framtennur Hjólabrettakappi í kringum tvítugt féll af brettinu sínu á hjólabrettavelli á Selfossi í hádeginu í dag með þeim afleiðingum að tvær framtennur brotnuðu. Að sögn varðstjóra hjá lögreglu var hann fluttur á slysadeild og hittir líklega tannlækni síðar í dag. 4.8.2012 13:53
Tveggja ára barn rotaðist Tveggja ára barn féll aftur fyrir sig á Úlfljótsvatni í morgun með þeim afleiðingum að það rotaðist. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var sjúkrabíll sendur á staðinn en barnið mun ekki vera alvarlega slasað. Það var þó flutt á slysadeild til skoðunar. 4.8.2012 13:50
Harma nauðgun í Eyjum "Forvarnahópur ÍBV harmar að "bleikur fíll" hafi skaðað aðra manneskju í Dalnum okkar síðast liðna nótt,“ segir í yfirlýsingu frá hópnum og er þar átt við nauðgun sem hefur verið kærð til lögreglu á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu og fást ekki frekari upplýsingar um það að svo stöddu þar sem rannsóknin er á viðkvæmu stigi. 4.8.2012 13:20
Nígerískur karlmaður tekinn í Leifsstöð Nígerískur karlmaður var handtekinn við komu til landsins á sunnudag. Hann var umsvifalaust úrskurðaður í gæsluvarðhald til 8. ágúst en Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurðinn í gær. 4.8.2012 13:11
Þekktur ofbeldismaður í haldi eftir hrottalega líkamsárás á Þjóðhátíð Karlmaður sem varð fyrir hrottalegri líkamsárás á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í nótt er líklega höfuðkúpubrotinn og verður mögulega fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur í dag til frekari rannsókna. Þekktur ofbeldismaður er í haldi lögreglu grunaður um að hafa veitt honum áverka. 4.8.2012 13:05
"Fólk var í sjokki" Sex ára drengur, sem bjargað var frá drukknun í sundlaug Akureyrar í gær, útskrifast líklega af gjörgæslu í dag. Læknir á gjörgæsludeild segir kraftaverki líkast að drengurinn hafi lifað af. Starfsfólk sundlaugarinnar sendir honum hlýjar kveðjur. 4.8.2012 12:13
Blóðbað í Sýrlandi í morgun Þrettán hið minnsta hafa látið lífið í átökum í Damaskus og Aleppo í Sýrlandi það sem af er degi. 4.8.2012 12:00
Útskrifast líklega af gjörgæslu í dag Sex ára dreng, sem var bjargað frá drukknun í Akureyrarsundlaug í gær, líður vel miðað við aðstæður. 4.8.2012 10:02
Fundu peninga og hvítt efni við húsleit Um 25 grömm af hvítum efnum, amfetamíni og kókaíni, fundust við leit lögreglu í heimahúsi á Akureyri í gærkvöldi. Þá var einnig lagt hald á töluvert mikið af peningum sem taldir eru tengjast fíkniefnasölu. Maður sem á heima í íbúðinni var yfirheyrður en látinn laus að því loknu. 4.8.2012 09:53
Tannbraut mann í Hafnarfirði Karlmaður beraði sig fyrir framan krakka í austurborginni um áttaleytið í gærkvöldi og var hann handtekinn fyrir blygðunarsemisbrot. Nánari upplýsingar fást ekki um málið hjá lögreglu. 4.8.2012 09:41
Nauðgun kærð á Þjóðhátíð Ein nauðgun hefur verið kærð til lögreglunnar í Vestmannaeyjum eftir nóttina en nánari upplýsingar fást ekki hjá lögreglu þar sem rannsóknin er á viðkvæmu stigi. Yfir 20 fíkniefnamál komu upp hjá lögreglunni í Eyjum í gærkvöldi og í nótt, mest allt neysluskammtar af kannabisi og hvítu efni. 4.8.2012 09:33
Yfir 400 milljóna króna tap af rekstri Hörpu í ár Hallarekstur á Hörpu er alvarlegur og ekki útilokað að tapið lendi á skattgreiðendum segir menntamálaráðherra. Stór hluti tapsins er til kominn vegna vanáætlaðra fasteignagjalda. Ráðstefnuhaldið fer hægt í gang. 4.8.2012 08:00
Biður pönkurum vægðar Vladimír Pútín Rússlandsforseti hvetur rússneska dómara til að fara mildum höndum um femínistana í pönkhljómsveitinni Pussy Riot, sem gerðu usla í helstu kirkju rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar í Moskvu í vor. 4.8.2012 08:00
Vilja brugga biskupabjóra Árið 2007 var Bjórsetur Íslands sett á laggirnar á Hólum í Hjaltadal og síðan þá hefur starfsemi þess vaxið fiskur um hrygg. Nú er setrið komið með vínveitingaleyfi og bruggleyfi og oft er fjölmennt á vikulegum samkundum á barnum sem hefur verið komið fyrir í húsnæði sem áður var íbúð fjósamannsins á Hólum. 4.8.2012 07:30
Simbi vinsælasta kattarheitið Kattaeigendur eru gjarnan frumlegir í nafngiftum á gæludýrin sín, en gömul og gegn kattanöfn eru enn vinsæl. Simbi er vinsælasta kattarheitið á Íslandi, en upplýsingar um nöfn katta má finna á dyraaudkenni.is. Alls heitir 121 köttur á Íslandi Simbi. 4.8.2012 07:00
Sakar fyrirtæki Nubos um sýndarmennsku í verkefnum Forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála segir fyrirætlanir á Grímsstöðum á Fjöllum ótrúverðugar. Fulltrúar minnihlutans á Akureyri vilja að bærinn dragi sig út úr félagi um kaup á jörðinni. Formaður bæjarráðs segir bæjarfélagið ekki taka á sig neinar 4.8.2012 06:30
Rekstur Landsbjargar í járnum „Við erum ekki á vonarvöl. Við eigum varasjóð sem er ágætur en ekkert gríðarlegur. Svo að þetta er í járnum,“ segir Hörður Már Harðarson, stjórnarformaður Landsbjargar, sem neyddist nýverið til að loka þjálfunaraðstöðu í Gufuskálum af fjárhagsástæðum. 4.8.2012 06:00
Notkun á 3G-neti eykst sífellt Gríðarleg aukning varð á niðurhali í gegnum 3G-net Tals í júlí í kjölfar þess að fyrirtækið lækkaði verð á þjónustunni. Viktor Ólason, forstjóri Tals, segir íslenska snjallsímanotendur vilja nota netið mikið í símum sínum og að þeir geri kröfu um að þjónustan sé ódýr. 4.8.2012 06:00
Mikilvægt að hafa góðan stuðning Annie Mist Þórisdóttir, hraustasta kona á jarðríki, kom heim í gær eftir að hafa sigrað CrossFit-leikana í Los Angeles í Bandaríkjunum annað árið í röð á dögunum. 4.8.2012 05:30
Lava valinn besti bjórinn Viðskipti Lava, Imperial Stout frá Brugghúsinu í Ölvisholti, var á dögunum valinn besti bjórinn í flokki reyktra bjórtegunda á Opna bandaríska bjórmótinu. Jón Elías Gunnlaugsson, bruggmeistari og framkvæmdastjóri í Ölvisholti, er að vonum ánægður með viðurkenninguna. „Þetta kemur Ölvisholti á kortið meðal fremstu brugghúsa í veröldinni,“ segir hann. 4.8.2012 05:30
Efast um þátttöku Akureyrar Vaxandi efasemdir eru um þátttöku Akureyrarbæjar í verkefni á Grímsstöðum. Fulltrúar minnihlutans vilja að bærinn dragi sig úr verkefninu. Bærinn hefur ekki skuldbundið sig segir formaður bæjarráðs. 4.8.2012 05:00
Háskólanemar smíðuðu kappakstursbíl frá grunni Fólk 27 manna hópur nemenda við Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands tók á dögunum þátt í alþjóðlegu hönnunarkeppninni Formula Student sem fram fór á Silverstone-kappakstursbrautinni í Bretlandi. Hópurinn hefur síðustu tvö ár hannað rafknúinn kappakstursbíl en þetta var í annað sinn sem hann tekur þátt í keppninni. 4.8.2012 05:00
Heldur minna líf á fasteignamarkaði í júlí Alls 470 kaupsamningum var þinglýst við sýslumannsembættin á höfuðborgarsvæðinu í júlí. Heildarvelta vegna þeirra nam 13,5 milljörðum króna og var meðalupphæð á hvern kaupsamning 28,8 milljónir. 4.8.2012 05:00
„Frekar grillað“ að fara í strætó til Eyja Strætó fjölgaði aukaferðum að Landeyjahöfn í gær og fer fleiri aukaferðir frá Landeyjum á mánudag. Ferðirnar eru vel sóttar, segir þjónustufulltrúi Strætó. Allir hlökkuðu mikið til Þjóðhátíðar þegar lagt var í hann frá Mjóddinni. 4.8.2012 04:30
Deilt um vist sjúkra fanga Brýnt er að finna úrræði fyrir geðsjúka fanga, segir Páll Winkel fangelsismálastjóri en fangelsismálayfirvöld lenda oft í því að þurfa að vista geðsjúka án þess hafa aðstæður né starfsmenn til þess. 4.8.2012 04:30
Allsherjarþingið fordæmir stjórn Assads Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna fordæmir Sýrlandsstjórn fyrir að beita þungavopnum á almenning og skorar á öryggisráðið að grípa til aðgerða. Ísland er meðal þeirra ríkja sem stóðu að ályktuninni, sem 133 ríki samþykktu. 4.8.2012 00:15
Raunverulegur WALL-E kætir langveik börn Verkfræðingur í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur smíðað nákvæma eftirmynd af vélmenninu WALL-E. Þetta elskulega vélmenni kætir nú hjörtu langveikra barna. 3.8.2012 23:15
Níræður stangastökkvari sló heimsmet Á meðan bestu íþróttamenn veraldar etja kappi í Lundúnum heldur hinn 90 ára gamli William Bell áfram að setja heimsmet litlum skúr í Arkansas í Bandaríkjunum. 3.8.2012 22:30
Brekkusöngnum útvarpað og textarnir á GuitarParty Stjórnendur GuitarParty.com vonast til þess að þúsundir muni nýta sér þjónustu vefsíðunnar þegar Brekkusöngurinn hefst í Vestmannaeyjum á sunnudag. 3.8.2012 22:00
Fólk að flýta sér í Herjólf - margir teknir við Landeyjahöfn Fjöldi fólks leggur nú leið sína til Vestmannaeyja. Þjóðhátið fer þar fram í 138 skipti. Gríðarlegt álag hefur verið á lögreglunni á Hvolsvelli en hún hefur fylgst grannt með stöðu mál við Landeyjahöfn. 3.8.2012 21:22
Umferðarþungi í Árborg nær hápunkti sínum Umferð um Selfoss er nú að hápunkti sínum. Stöðugur straumur fólks hefur verið um bæinn en margir leggja nú leið sína í Vestmannaeyjar þar sem þjóðhátíð fer fram. Lögreglan í Árborg hefur í nógu að snúast en Unglingalandsmót UMFÍ fer fram í bænum um helgina. Búist er við um 13 þúsund landsmótsgestum. 3.8.2012 21:04
Hvað stendur til boða um helgina? Verslunarmannahelgin er að bresta á og það ætla eflaust margir leggja land undir fót. En margt stendur til boða og erfitt getur reynst að ákveða hvert förinni er heitið. 3.8.2012 21:00
Búast við kæruflóði í Mýrarboltanum Evrópumeistaramótið í Mýrarbolta fer fram á Ísafirði um helgina. Jón Páll Hreinsson, mýrarfláki (hvorki drullusokkur né skíthæll) var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag. Hann ræddi þar við þáttastjórnendur um mótið og þá athyglisverðu kæruhefð sem myndast hefur í kringum það. 3.8.2012 21:00
Tillaga Sivjar um forvirkar rannsóknarheimildar verður lögð fram á ný Frumvarp innanríkisráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir dagaði uppi í þinginu en allir umsagnaraðilar lögðust gegn því, þar með talin lögreglan sjálf sem sagði frumvarpið í engu bæta við gildandi heimildir. Tillaga Sivjar Friðleifsdóttur um sama mál þótti betri en var ekki samþykkt vegna málþófs. 3.8.2012 20:30
Skortur á lagaheimildum - undirheimaforingjar ganga lausir Lögreglan getur ekki aðhafst gegn nokkrum stórum undirheimaforingjum vegna skorts á lagaheimildum en mennirnir eru allir taldir stýra umfangsmikilli skipulagðri glæpastarfsemi. Lögreglan telur sig geta beitt sér með forvirkum rannsóknarheimildum, eins og eftirliti og hlerunum án þess að til staðar sé grunur um afbrot. 3.8.2012 19:45
Sveigði frá fuglum og valt Bíll valt á Ólafsfjarðarvegi í morgun. Að sögn lögreglunnar á Akureyri var orsök óhappsins sú að ökumaður reyndi að sveigja hjá fuglum sem voru á veginum. 3.8.2012 18:13
Allsherjarþing fordæmir öryggisráð Fulltrúar á Allsherjarþingi Sameinuðu Þjóðanna samþykktu í dag ályktun þar sem öryggisráðið er fordæmt fyrir að bregðast ekki við óöldinni í Sýrlandi. 3.8.2012 17:25
Jón Bjarnason: Hvers vegna þessi feluleikur? Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, blandar sér í umræðuna um Huang Nubo og Grímsstaði á fjöllum á bloggi sínu í dag. Hann segist enn styðja ákvörðun Ögmundar Jónassonar, innanríkisráðherra, um að synja kínverjanum um undanþágu til kaupa á Grímsstaðajörðinni. 3.8.2012 17:08
Beyoncé leiðir herferð fyrir mannúðarstarf Beyoncé verður í broddi fylkingar í herferð sem Sameinuðu Þjóðirnar hófu í dag til að hvetja fólk til að vinna að velferð annarra. Á alþjóðlega degi mannúðarstarfs, sem verður 19. ágúst, er vonast til að herferðin hafi náð til eins milljarðs manna. 3.8.2012 16:45