Innlent

Útskrifast líklega af gjörgæslu í dag

Sex ára dreng, sem var bjargað frá drukknun í Akureyrarsundlaug í gær, líður vel miðað við aðstæður.

Líklegast mun hann útskrifast af gjörgæsludeild í dag og yfir á barnadeild, þar sem hann verður áfram undir eftirliti.

Drengurinn var meðvitundarlaus á botni sundlaugarinnar í nokkrar mínútur áður en tveir piltar komu honum til bjargar. Vel tókst við lífgunartilraunir og var hann í skyndi fluttur á sjúkrahúsið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×