Erlent

Ísraelar með sérstaka gæslu á Ólympíuleikunum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Undirbúningur er í hámarki fyrir Ólympíuleikana.
Undirbúningur er í hámarki fyrir Ólympíuleikana. mynd/ afp.
Ísraelskir leyniþjónustumenn verða með sérstaka gæslu á Ólympíuleikunum í Lundúnum sem hefjast í vikulok. Ástæðan er sú að nú í ár eru 40 ár liðin frá því að Palestínumenn gerðu mikla árás á íþróttamenn á Ólympíuleikum í München í Þýskalandi. Þá fórust 11 ísraelskir íþróttamenn og einn þýskur lögreglumaður. Breska blaðið Sunday Times segir að hryðjuverkahópurinn Svarti september hafi staðið á bakvið árásirnar sem hafi alla tíð verið kallaðar München blóðbaðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×