Erlent

Geimfarinn Sally Ride er látin

Sally Ride fyrsta bandaríska konan sem fór út í geiminn er látin 61 árs að aldri. Banamein hennar var krabbamein.

Sally fór út í geiminn með geimferjunni Challanger í júní árið 1983. Síðan þá hafa 45 bandarískar konur farið út fyrir gufuhvolfið, þar af tvær sem flugstjórar í geimferjum.

Það var hinsvegar hin rússneska Valentina Tereshkova sem var fyrsta konan sem fór út í geiminn árið 1963.

Sally Ride var efnilegur tennisleikari á sínum yngri árum. Hún var ráðin sem geimfari til NASA árið 1978 og var þá ein af 35 einstaklingum sem valdir voru úr um 8.000 umsóknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×