Innlent

Telja að parið sé komið til byggða

Max, sem er 22 ára frá Þýskalandi, og Nicky, sem er 29 ára frá Austurríki, hafa ekki látið vita af sér síðan 14. júlí.
Max, sem er 22 ára frá Þýskalandi, og Nicky, sem er 29 ára frá Austurríki, hafa ekki látið vita af sér síðan 14. júlí.
Talið er öruggt að erlenda parið sem leitað hefur verið að í dag sé komið til byggða, segir varðstjóri hjá lögreglunni á Hvolsvelli. Lögreglan hefur fengið upplýsingar um ferðir fólksins eftir að myndir birtust af þeim í fjölmiðlum í dag. „Við erum áhyggjulausir. Við erum ekki hræddir um að þau sé á fjöllum," segir varðstjórinn.

Ekkert hafði spurst til parsins frá 14. júlí síðastliðnum. Fólkið ætlaði að láta vita af sér á miðvikudag í síðustu viku en hefur ekki gert það. Lögreglan mun þó halda áfram að reyna ná sambandi við fólkið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×