Innlent

Rækjuveiðar bannaðar og leyfðar aftur

BBI skrifar
Mynd/Getty
Sjávarútvegsráðuneytið hefur fellt úr gildi reglugerð sem sett var á fimmtudaginn síðasta um stöðvun úthafsrækjuveiða. Atburðinn má að öllum líkindum rekja til klaufaskapar í ráðuneytinu eða þess að afladagbækur voru ekki skoðaðar nógu vel.

Í ár er leyfilegt að veiða 7.800 tonn af úthafsrækju. Þar að auki er svo leyfilegt að veiða 700 tonn úr svokölluðum Kolluál. Í síðustu viku þóttust menn sjá að markinu væri svo gott sem náð. Þá var hlaupið til og veiðarnar stöðvaðar. Þegar menn fóru svo að rýna betur í aflaskýrslur kom í ljós að hluti þess sem þegar hafði veiðst kom úr Kolluál og auk þess hafði hluti veiðst utan við íslenska lögsögu sem telst þá ekki með.

Þegar þetta lá fyrir var ljóst að ekki markinu var enn ekki náð og veiðarnar voru leyfðar aftur.

Á vef fréttaveitunnar Bæjarins Bestu á Ísafirði eru leiddar líkur að því að ísfirskir sjómenn hafi betri yfirsýn yfir rækjuveiðar en yfirvöld þar sem þeir voru sannfærðir um það strax á föstudag að rækjuveiðibannið ætti ekki við nein rök að styðjast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×