Erlent

Cameron og Romney funda

Jón Hákon Halldórsson skrifar
David Cameron ætlar að taka á móti Mitt Romney
David Cameron ætlar að taka á móti Mitt Romney
David Cameron, forsætisráðherra Breta, mun hitta Mitt Romney, forsetaframbjóðanda Repúblikana í Bandaríkjunum, á fimmtudaginn. Talskona Camerons staðfesti þetta í samtali við breska blaðið Daily Telegraph. Blaðið segir að þessi fundur verði mögulega erfiður fyrir Cameron þar sem forsætisráðherra á samkvæmt venju ekki að hitta fólk sem er í framboði til æðstu embætta í öðrum ríkjum.

Árið 2008 tók Gordon Brown þáverandi forsætisráðherra á móti Barack Obama, sem þá var í forsetaframboði. Obama kom þá bakdyramegin inn í ráðherrabústaðinn á Downingstræti 10 til að forðast ágang ljósmyndara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×