Erlent

Ný vatnsuppspretta í Namibíu

BBI skrifar
Það er þurrt í Namibíu.
Það er þurrt í Namibíu. Mynd/AFP
Nýfundin vatnsuppspretta í Namibíu gæti enst landinu næstu aldir. Fundurinn mun hafa góðar afleiðingar á þróun í einu þurrasta landi Afríku sunnan við Sahara.

Miðað við núverandi neyslu gæti uppsprettan dugað norðanverðu landinu næstu 400 ár, en þar búa um 40% landsmanna. Vatnið er allt að 10 þúsund ára gamalt. Það þýðir að það hefur ekki komist í snertingu við mengun nútímans. Þar af leiðir að vatnið getur verið töluvert hreinna en vatn sem síast á mánuðum eða árum.

BBC segir frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×