Innlent

Öflugur jarðskjálfti við Grímsey

Allt hefur verið með kyrrum kjörum í Grímsey í nótt, eftir að heimamenn fundu greinilega fyrir skjálfta upp á 3,7 á richter, sem varð um 27 kílómetra aust-suðaustur af eynni rétt fyrir klukkan átta í gærkvöldi.

Tveir eftirskjálftar upp á rúmlega tvo á Richter mældust skömmu síðar, en síðan hefur dregið úr virkninni. Skálftarnir áttu upptök á mjög virku skjálftasvæði, en snarpasti kippurinn í gærkvöldi var í sterkari kantinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×