Innlent

Skærgrænt hjól við sumargötu

BBI skrifar
Mynd/Valli
Reykjavík öðlaðist í morgun nýtt kennileiti þegar skærgrænt hlið úr notuðu reiðhjóli var sett upp á Laugarvegi til að hindar bílaumferð. Hjólahliðið vakti strax athygli ferðamanna sem stilltu sér unnvörpum upp við hjólin og brostu í myndavélar.

Hliðið er þáttur í átaki borgarinnar: Sumar götur eru sumargötur. Með hliðinu er neðri hluti Laugarvegs gerður að göngugötu. Átakið hefur vakið mikla reiði kaupmanna við veginn sem vilja endilega að fólk geti ekið alveg upp að dyrum hjá þeim. Með þessu líflega hjóli virðist borginni þó hins vegar hafa tekist að vekja lukku hjá ferðafólki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×