Innlent

Sýna stuðning við Hinsegin daga í verki

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Flugþernur með hinsegin slæður.
Flugþernur með hinsegin slæður.
Iceland Express styrkir Hinsegin daga í Reykjavík og til að sýna þann stuðning í verki er vönduðu dagskrárriti hátíðarinnar dreift um borð í flugvélum félagsins. Þá skarta flugfreyjur okkar regnbogaslæðum og flugþjónar regnbogabindum til að minna á hátíðina sem hefst hinn 7. ágúst næstkomandi og stendur til 12. ágúst.

Alfa Lára Guðmundsdóttir markaðsstjóri Iceland Express segir Hinsegin daga ein af mörgum samtökum og viðburðum sem félagið styðji. „Hinsegin dagar eru einn mesti viðburður hvers árs í Reykjavík þar sem tugir þúsunda fólks koma saman til að fagna fjölbreytileikanum og við erum ákaflega stolt af því að vera einn af bakhjörlum þessar hátíðar," segir Alfa Lára í tilkynningu frá IE.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×