Innlent

Bensínþjófur slapp án refsingar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag 35 ára gamlan karlmann fyrir að stela bensíni á bíl sinn af bensínstöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Hann stal bensíni í þrjú skipti, af N1 og Skeljungi, fyrir samtals um 30 þúsund krónur. Manninum var ekki gerð refsing en hann mun þurfa að endurgreiða Skeljungi bensínið og vexti í ofanálag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×