Erlent

Gervimarglytta ákveðið afrek í hjartarannsóknum

BBI skrifar
Gervimarglyttan er með átta útlimi.
Gervimarglyttan er með átta útlimi. Mynd/AFP
Vísindamenn hafa skapað gervimarglyttu sem syndir af sjálfsdáðum. Eftirmyndin var gerð úr sílíkoni og hjartavöðvafrumum sem voru ræktaðar úr rottum. Með rafstraum tókst þeim að fá dýrið til að synda eins og raunveruleg marglytta.

Vegna þess að marglyttur nota vöðva til að pumpa sér í gegnum vatnið eru þær í raun mjög svipaðar mannshjörtum. Vísindamennirnir segja að þetta geri dýrið mjög gott tilraunaverkefni í líkamsvefjarannsóknum.

„Við erum komnir mjög nálægt því að endurskapa náttúrulegu fyrirmyndina. En við erum líka að finna leiðir til að betrumbæta eintakið. Ferli þróunarinnar missti af frekar mörgum góðum lausnum," sagðu vísindamennirnir.

BBC segir frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×