Erlent

Frestuðu aftöku á þroskaheftum fanga

Hæstiréttur í ríkinu Georgíu í Bandaríkjunum hefur frestað aftöku á fanga sem er þroskaheftur.

Aftökunni var þó ekki frestað vegna þess heldur voru það vafaatriði um eitursprautuna sem átti að taka hann af lífi með sem réði ákvörðun réttarins.

Fanginn sem hér um ræðir, Warren Hill, hefur setið á dauðaganginum í Georgiu í 21 ár en hann var dæmdur til dauða fyrir að hafa myrt samfanga sinn í fangelsi.

Fangelsisyfirvöld í Georgíu hafa breytt eitrinu í þeim sprautum sem notaðar eru til að taka fanga af lífi í ríkinu og vafi leikur á að sú breyting hafi verið lögmæt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×