Innlent

Brynjar: Kröfur öryrkja hafa ekkert með mannréttindi að gera

BBI skrifar
Brynjar Níelsson.
Brynjar Níelsson. Mynd/GVA
Brynjar Níelsson, fyrrum formaður Lögmannafélags Íslands, tekur undir með Sigurði Líndal að kröfur Öryrkjabandalagsins (ÖBÍ) um ógildingu forsetakosninganna séu frekja. Í nýjum pistli á Pressunni segir hann að vel megi vera að einhverjum fötluðum kjósendum finnist betra að njóta aðstoðar nákominna aðila heldur en aðstoðar kjörstjórnar. „Þau þægindi hafa hins vegar ekkert með réttlæti að gera hvað þá mannréttindi," segir hann.

Öryrkjabandalagið studdi fatlað fólk til að kæra síðustu forsetakosningar vegna þess að það fékk ekki að velja aðstoðarmann með sér inn í kjörklefann en þurfti að sætta sig við aðstoð frá starfsmanni kjörstjórnar. Brynjar segir að hægt sé að færa rökk fyrir að leyndin yfir kosningunum verði minni með heimafengnum aðstoðarmanni. Þess vegna vinni herferð ÖBÍ í raun gegn réttindum fatlaðra kjósenda.

Brynjar telur samanburð síðustu forsetakosninga og stjórnlagaþingskosninganna fullkomlega fráleitan, en sumir telja að Hæstiréttur geti ekki annað en ógilt forsetakosningarnar fyrst stjórnlagaþingskosningarnar voru ógiltar. Hann segir að engir ágallar í líkingu við stjórnlagaþingskosningarnar hafi verið á kosningunum núna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×