Innlent

Fjalla um jarðir í erlendri eigu

ICeland Review Street Edition
ICeland Review Street Edition
Hafið hefur göngu sína tímaritið Iceland Review Street Edition sem gefið er út í samstarfi Jóns Kaldals, fyrrum ritstjóra Iceland Review, og útgáfufélagsins Heims. Upplag blaðsins, sem kemur út aðra hvora viku er um 25 þúsund eintök og er áhersla lögð á að kynna vaxandi fjölda ferðamanna land og þjóð.

Í fyrsta tölublaðinu, sem tekið var að dreifa í gær, er meðal annars ítarleg umfjöllun um erlent eignarhald á bújörðum. Fjallað er um leigu Huangs Nubo á landi Grímsstaða á Fjöllum og tekin dæmi um aðra útlendinga sem hér eiga stórar jarðir. - óká / bþh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×