Innlent

Bílvelta á Nesjavallavegi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bílvelta varð á Nesjavallavegi laust fyrir átta í kvöld. Einn maður situr fastur í bílnum og er unnið að því að koma honum út, en það þarf að klippa bílinn í sundur svo það sé hægt. Tækjabíll frá slökkviliðinu og tveir sjúkrabílar eru á staðnum. Nesjavallaleið við Dyrafjöll er lokuð vegna umferðarslyss. Ekki er vitað hvenær opnað verður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×