Erlent

Áfram barist í höfuðborginni

Stjórnarherinn náði á sitt vald einu hverfi í Damaskus. nordicphotos/AFP
Stjórnarherinn náði á sitt vald einu hverfi í Damaskus. nordicphotos/AFP
Bardagar héldu áfram í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, í gær. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti að framlengja umboð friðargæslusveita um einn mánuð. Stjórnarherinn fagnaði ákaft eftir að hafa náð á vald sitt einu hverfi sem uppreisnarmenn höfðu haft á valdi sínu.

Uppreisnarmenn hrósuðu hins vegar sigri í nokkrum hafnarborgum sem þeir sögðust hafa náð á vald sitt í gær á meðan stjórnarherinn væri önnum kafinn í höfuðborginni.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×