Innlent

Á batavegi eftir bílveltu

Maðurinn sem slasaðist alvarlega eftir bílveltu á Nesjavallavegi í gærkvöld er á batavegi. Vakthafandi læknir á gjörgæsludeild Landspítalans segir að maðurinn, sem er á miðjum aldri, verði útskrifaður af gjörgæslu síðar í dag.

Maðurinn var á vesturleið þegar slysið átti sér stað. Jeppi sem maðurinn ók fór út af veginum við Dýrafjöll og valt. Maðurinn var einn í bílnum.

Tækjabíll frá slökkviliðinu og sjúkrabílar voru kallaðir á vettvang. Beita þurfti klippum til að ná manninum út úr bílnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×