Innlent

Nesjavallavegur opnaður á ný

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Nesjavellir.
Nesjavellir. mynd/ gva.
Ökumaðurinn sem velti bíl sínum á Nesjavallaleið fyrr í kvöld var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild, samkvæmt upplýsingum frá sjúkraflutningamönnum. Vísir hefur ekki upplýsingar um það hvort meiðsl hans séu alvarleg. Klippa þurfti bíl hans í sundur til að ná honum úr honum. Nesjavallaleið var lokað um stund á meðan unnið var á vettvangi en nú er búið að opna veginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×