Innlent

Pottur gleymdist á eldavél

Reyk lagði frá íbúð í fjölbýlishúsi í Dunhaga í Reykjavík um áttaleytið í morgun. Slökkviliðið kom skjótt á staðinn eftir að hafa fengið tilkynningu frá nágrönnum en reykurinn steig upp úr potti sem hafði gleymst á eldavél.

Þrír voru í íbúðinni þegar slökkvilið bar að garði, engum varð meint af reyknum, en reykræsta þurfti húsið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×