Leikskólagutti brattur eftir Laugavegsgöngu 21. júlí 2012 02:00 Galvaskur leikskóladrengur úr Austurborg þegar um níu kílómetrar voru eftir í Þórsmörk á þriðja degi göngunnar. Mynd/Stefán Þorgrímsson „Mér fannst gaman að sofa í tjaldinu, fara í fjallgöngu og horfa á Álftavatn sem mér finnst mjög fallegt,“ segir Orfeus Þór Da Silva Stefánsson sem gekk fyrr í vikunni 55 kílómetra milli Landmannalauga og Þórsmerkur. Orfeus er fimm ára leikskóladrengur úr Austurborg og var því ekki einsamall á göngunni heldur með Stefáni Þorgrímsssyni föður sínum. Stefán kveðst hafa séð úti í Róm í vor hversu röskur Orfeus var að ganga og ákveðið að láta á það reyna hvort sonurinn réði við að ganga Laugaveginn; fyrrnefnda leið milli Landmannalauga og Þórsmerkur. Stefán og Orfeus lögðu upp frá Landmannalaugum í átt að Hrafntinnuskeri á mánudaginn. Afar milt veður var í kortunum en Stefán kveðst hafa verið tilbúinn að snúa við ef gangan reyndist syninum ofviða. Þá tólf kílómetra leið hafi þeir hins vegar komist án erfiðleika. Eftir tveggja tíma hvíld í Hrafntinnuskeri og klukkustundar lúr hjá Orfeusi hafi þeir haldið áfram för sinni í átt að Álftavatni. Það er annar tólf kílómetra áfangi. „Við hefðum gist í Hrafntinnuskeri nema fyrir það að spáð var rigningu daginn eftir og við vildum komast yfir fjallið áður,“ útskýrir Stefán. „Strákurinn stóð sig feiknarlega vel en hann var orðinn talsvert þreyttur. Svona ungir krakkar virðast geta náð að safna upp mikilli orku með stuttum hvíldartímum inn á milli.“ Í Álftavatni hvíldu feðgarnir sig fram til klukkan tvö daginn eftir áður en þeir lögðu land undir fót með stefnuna á Emstrur þar sem næst var gist. Það er fimmtán kílómetra leið. „Hann kvartaði ekki neitt á þeirri leið fyrr en alveg í blálokin,“ segir Stefán. Síðasti áfanginn var inn að Básum í Þórsmörk. Feðgarnir sungu og spjölluðu en undir lokin sagðist Orfeus of þreyttur til að tala. „Seinasti spottinn var erfiðastur fyrir strákinn og það var reyndar farið að draga af mér líka. Hann var orðinn þreyttur og veðrið leiðinlegt en hann kláraði þetta samt með stæl,“ segir Stefán. Orfeusi fannst skemmtilegt að grilla sykurpúða og drekka kakó. Hann játar þó að ferðalagið hafi tekið á kraftana. „Við gengum svo mikið. Mér var illt í stóru tánni þegar við gengum niður sumar brekkur. Það var gott að komast í rútuna,“ segir göngugarpurinn sem kveðst ekki hafa hug á að ganga Laugaveginn aftur strax. „En ég vil ganga á önnur fjöll, hvað heita þau?“ gar@frettabladid.is Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
„Mér fannst gaman að sofa í tjaldinu, fara í fjallgöngu og horfa á Álftavatn sem mér finnst mjög fallegt,“ segir Orfeus Þór Da Silva Stefánsson sem gekk fyrr í vikunni 55 kílómetra milli Landmannalauga og Þórsmerkur. Orfeus er fimm ára leikskóladrengur úr Austurborg og var því ekki einsamall á göngunni heldur með Stefáni Þorgrímsssyni föður sínum. Stefán kveðst hafa séð úti í Róm í vor hversu röskur Orfeus var að ganga og ákveðið að láta á það reyna hvort sonurinn réði við að ganga Laugaveginn; fyrrnefnda leið milli Landmannalauga og Þórsmerkur. Stefán og Orfeus lögðu upp frá Landmannalaugum í átt að Hrafntinnuskeri á mánudaginn. Afar milt veður var í kortunum en Stefán kveðst hafa verið tilbúinn að snúa við ef gangan reyndist syninum ofviða. Þá tólf kílómetra leið hafi þeir hins vegar komist án erfiðleika. Eftir tveggja tíma hvíld í Hrafntinnuskeri og klukkustundar lúr hjá Orfeusi hafi þeir haldið áfram för sinni í átt að Álftavatni. Það er annar tólf kílómetra áfangi. „Við hefðum gist í Hrafntinnuskeri nema fyrir það að spáð var rigningu daginn eftir og við vildum komast yfir fjallið áður,“ útskýrir Stefán. „Strákurinn stóð sig feiknarlega vel en hann var orðinn talsvert þreyttur. Svona ungir krakkar virðast geta náð að safna upp mikilli orku með stuttum hvíldartímum inn á milli.“ Í Álftavatni hvíldu feðgarnir sig fram til klukkan tvö daginn eftir áður en þeir lögðu land undir fót með stefnuna á Emstrur þar sem næst var gist. Það er fimmtán kílómetra leið. „Hann kvartaði ekki neitt á þeirri leið fyrr en alveg í blálokin,“ segir Stefán. Síðasti áfanginn var inn að Básum í Þórsmörk. Feðgarnir sungu og spjölluðu en undir lokin sagðist Orfeus of þreyttur til að tala. „Seinasti spottinn var erfiðastur fyrir strákinn og það var reyndar farið að draga af mér líka. Hann var orðinn þreyttur og veðrið leiðinlegt en hann kláraði þetta samt með stæl,“ segir Stefán. Orfeusi fannst skemmtilegt að grilla sykurpúða og drekka kakó. Hann játar þó að ferðalagið hafi tekið á kraftana. „Við gengum svo mikið. Mér var illt í stóru tánni þegar við gengum niður sumar brekkur. Það var gott að komast í rútuna,“ segir göngugarpurinn sem kveðst ekki hafa hug á að ganga Laugaveginn aftur strax. „En ég vil ganga á önnur fjöll, hvað heita þau?“ gar@frettabladid.is
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira