Erlent

Geita-maður í felum

Þetta er ein af myndunum sem göngufólkið náði af manninum.
Þetta er ein af myndunum sem göngufólkið náði af manninum. mynd/AP
Yfirvöld í Utah í Bandaríkjunum óttast um öryggis manns sem talin er halda til í fjöllunum í norðurhluta ríkisins. Göngufólk tók eftir manninum fyrr í vikunni en þá var hann klæddur í geita-búning og virtist vera að reyna að ganga í raðir fjallageita á svæðinu.

Phil Douglass hjá Náttúruverndarsamtökum Utah sagði AP fréttaveitunni að maðurinn væri í mikilli hættu enda er veiðitímabilið að byrja.

„Ég hef áhyggjur af því að maðurinn geri sér ekki grein fyrir hættunum," sagði Douglass. „Það er ómögulegt að segja hvað geti gerst."

Göngufólkið sem tilkynnti um manninn náði nokkrum ljósmyndum en Douglass segir að þær séu ansi óskýrar. Hann telur það þó vera afar ólíklegt að myndirnar séu falsaðar.

Douglass telur að geita-maðurinn sé að öllum líkindum mikill náttúruunnandi. Þá sé möguleiki á að hann sé að vinna að vísindalegum rannsóknum á geitastofni svæðisins.

„Fólk tekur upp á ýmsu í rannsóknum sínum," segir Douglass. „En ég veit ekki til þess að svona hlutur hafi komið upp áður."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×