Auðvelt að laumast inn í flugvélina BBI skrifar 21. júlí 2012 10:00 Adam Aamer og Alhawari Agukourchi. Hælisleitendurnir sem fundust um borð í flugvél Icelandair fyrir um tveimur vikum segja að auðvelt hafi verið að komast fram hjá öryggisgæslunni og inn í vélina. „Við vorum ekki með neitt plan eða neitt þannig," segir Adam Aamer, annar tveggja hælisleitendanna sem komust upp í flugvélina. „Við sáum bara fólk í einhvers konar vestum og urðum okkur út um þannig vesti og löbbuðum í gegn." Adam segir að þeir hafi klifrað yfir girðingu og svo bara gengið að vélinni án nokkurra vandræða. Það hafi verið auðvelt þar sem flugvélin hafi verið langt frá öllu starfsfólki og ekki hafi verið mikil öryggisgæsla þar í kring. Adam Aamer er annar tveggja flóttamanna sem var fyrr á árinu dæmdur fyrir að framvísa fölsuðum skilríkjum við komuna til landsins. Hinn býr nú hjá fósturfjölskyldu en Adam býr á Fit Hostel í Reykjanesbæ, ásamt nokkrum fjölda hælisleitenda. Adam hefur ásamt Alhawari Agukourchi ítrekað verið gripinn í skipum Eimskips undanfarið við að reyna að laumast um borð. Báðir fundust þeir svo í flugvél Icelandair fyrr í mánuðinum. Þeir segjast sjá mjög eftir því uppátæki. „Mig langar bara að biðja yfirmann öryggismála á Keflavíkurflugvelli afsökunar á að hafa valdið öllum þessum vandræðum," segir Adam. Alhawari biðst sömuleiðis afsökunar. „Ég sé í sannleika sagt mjög eftir þessu," segir hann. Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær fullyrða tvímenningarnir að félagi þeirra hafi nú komist um borð í skip frá Eimskipi og sé á leið til Los Angeles. Agnar Þór Agnarsson, yfirmaður öryggismála hjá Eimskipi, segir hverfandi líkur á að laumufarþegi sé um borð í Bandaríkjaskipinu enda hafi verið leitað í því tvívegis. Strákarnir segja að hann sé hvorki sá fyrsti né síðasti sem nær að lauma sér með skipi. „Það eru svo margir að reyna, það tekst að lokum," segja þeir. Adam dreymir um að komast til Finnlands en sé í raun sama hvar hann endar svo lengi sem það verður ekki Líbía. „Allt er betra en Ísland," segir hann. Alhawari vill helst komast til Danmerkur en þar á hann að eigin sögn öruggt skjól. Þeir segja að á Íslandi séu þeir fangar sem búi við hörmulegar aðstæður. „Við erum eins og páfagaukur í búri," segir Adam. Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira
Hælisleitendurnir sem fundust um borð í flugvél Icelandair fyrir um tveimur vikum segja að auðvelt hafi verið að komast fram hjá öryggisgæslunni og inn í vélina. „Við vorum ekki með neitt plan eða neitt þannig," segir Adam Aamer, annar tveggja hælisleitendanna sem komust upp í flugvélina. „Við sáum bara fólk í einhvers konar vestum og urðum okkur út um þannig vesti og löbbuðum í gegn." Adam segir að þeir hafi klifrað yfir girðingu og svo bara gengið að vélinni án nokkurra vandræða. Það hafi verið auðvelt þar sem flugvélin hafi verið langt frá öllu starfsfólki og ekki hafi verið mikil öryggisgæsla þar í kring. Adam Aamer er annar tveggja flóttamanna sem var fyrr á árinu dæmdur fyrir að framvísa fölsuðum skilríkjum við komuna til landsins. Hinn býr nú hjá fósturfjölskyldu en Adam býr á Fit Hostel í Reykjanesbæ, ásamt nokkrum fjölda hælisleitenda. Adam hefur ásamt Alhawari Agukourchi ítrekað verið gripinn í skipum Eimskips undanfarið við að reyna að laumast um borð. Báðir fundust þeir svo í flugvél Icelandair fyrr í mánuðinum. Þeir segjast sjá mjög eftir því uppátæki. „Mig langar bara að biðja yfirmann öryggismála á Keflavíkurflugvelli afsökunar á að hafa valdið öllum þessum vandræðum," segir Adam. Alhawari biðst sömuleiðis afsökunar. „Ég sé í sannleika sagt mjög eftir þessu," segir hann. Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær fullyrða tvímenningarnir að félagi þeirra hafi nú komist um borð í skip frá Eimskipi og sé á leið til Los Angeles. Agnar Þór Agnarsson, yfirmaður öryggismála hjá Eimskipi, segir hverfandi líkur á að laumufarþegi sé um borð í Bandaríkjaskipinu enda hafi verið leitað í því tvívegis. Strákarnir segja að hann sé hvorki sá fyrsti né síðasti sem nær að lauma sér með skipi. „Það eru svo margir að reyna, það tekst að lokum," segja þeir. Adam dreymir um að komast til Finnlands en sé í raun sama hvar hann endar svo lengi sem það verður ekki Líbía. „Allt er betra en Ísland," segir hann. Alhawari vill helst komast til Danmerkur en þar á hann að eigin sögn öruggt skjól. Þeir segja að á Íslandi séu þeir fangar sem búi við hörmulegar aðstæður. „Við erum eins og páfagaukur í búri," segir Adam.
Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira