Auðvelt að laumast inn í flugvélina BBI skrifar 21. júlí 2012 10:00 Adam Aamer og Alhawari Agukourchi. Hælisleitendurnir sem fundust um borð í flugvél Icelandair fyrir um tveimur vikum segja að auðvelt hafi verið að komast fram hjá öryggisgæslunni og inn í vélina. „Við vorum ekki með neitt plan eða neitt þannig," segir Adam Aamer, annar tveggja hælisleitendanna sem komust upp í flugvélina. „Við sáum bara fólk í einhvers konar vestum og urðum okkur út um þannig vesti og löbbuðum í gegn." Adam segir að þeir hafi klifrað yfir girðingu og svo bara gengið að vélinni án nokkurra vandræða. Það hafi verið auðvelt þar sem flugvélin hafi verið langt frá öllu starfsfólki og ekki hafi verið mikil öryggisgæsla þar í kring. Adam Aamer er annar tveggja flóttamanna sem var fyrr á árinu dæmdur fyrir að framvísa fölsuðum skilríkjum við komuna til landsins. Hinn býr nú hjá fósturfjölskyldu en Adam býr á Fit Hostel í Reykjanesbæ, ásamt nokkrum fjölda hælisleitenda. Adam hefur ásamt Alhawari Agukourchi ítrekað verið gripinn í skipum Eimskips undanfarið við að reyna að laumast um borð. Báðir fundust þeir svo í flugvél Icelandair fyrr í mánuðinum. Þeir segjast sjá mjög eftir því uppátæki. „Mig langar bara að biðja yfirmann öryggismála á Keflavíkurflugvelli afsökunar á að hafa valdið öllum þessum vandræðum," segir Adam. Alhawari biðst sömuleiðis afsökunar. „Ég sé í sannleika sagt mjög eftir þessu," segir hann. Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær fullyrða tvímenningarnir að félagi þeirra hafi nú komist um borð í skip frá Eimskipi og sé á leið til Los Angeles. Agnar Þór Agnarsson, yfirmaður öryggismála hjá Eimskipi, segir hverfandi líkur á að laumufarþegi sé um borð í Bandaríkjaskipinu enda hafi verið leitað í því tvívegis. Strákarnir segja að hann sé hvorki sá fyrsti né síðasti sem nær að lauma sér með skipi. „Það eru svo margir að reyna, það tekst að lokum," segja þeir. Adam dreymir um að komast til Finnlands en sé í raun sama hvar hann endar svo lengi sem það verður ekki Líbía. „Allt er betra en Ísland," segir hann. Alhawari vill helst komast til Danmerkur en þar á hann að eigin sögn öruggt skjól. Þeir segja að á Íslandi séu þeir fangar sem búi við hörmulegar aðstæður. „Við erum eins og páfagaukur í búri," segir Adam. Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Hælisleitendurnir sem fundust um borð í flugvél Icelandair fyrir um tveimur vikum segja að auðvelt hafi verið að komast fram hjá öryggisgæslunni og inn í vélina. „Við vorum ekki með neitt plan eða neitt þannig," segir Adam Aamer, annar tveggja hælisleitendanna sem komust upp í flugvélina. „Við sáum bara fólk í einhvers konar vestum og urðum okkur út um þannig vesti og löbbuðum í gegn." Adam segir að þeir hafi klifrað yfir girðingu og svo bara gengið að vélinni án nokkurra vandræða. Það hafi verið auðvelt þar sem flugvélin hafi verið langt frá öllu starfsfólki og ekki hafi verið mikil öryggisgæsla þar í kring. Adam Aamer er annar tveggja flóttamanna sem var fyrr á árinu dæmdur fyrir að framvísa fölsuðum skilríkjum við komuna til landsins. Hinn býr nú hjá fósturfjölskyldu en Adam býr á Fit Hostel í Reykjanesbæ, ásamt nokkrum fjölda hælisleitenda. Adam hefur ásamt Alhawari Agukourchi ítrekað verið gripinn í skipum Eimskips undanfarið við að reyna að laumast um borð. Báðir fundust þeir svo í flugvél Icelandair fyrr í mánuðinum. Þeir segjast sjá mjög eftir því uppátæki. „Mig langar bara að biðja yfirmann öryggismála á Keflavíkurflugvelli afsökunar á að hafa valdið öllum þessum vandræðum," segir Adam. Alhawari biðst sömuleiðis afsökunar. „Ég sé í sannleika sagt mjög eftir þessu," segir hann. Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær fullyrða tvímenningarnir að félagi þeirra hafi nú komist um borð í skip frá Eimskipi og sé á leið til Los Angeles. Agnar Þór Agnarsson, yfirmaður öryggismála hjá Eimskipi, segir hverfandi líkur á að laumufarþegi sé um borð í Bandaríkjaskipinu enda hafi verið leitað í því tvívegis. Strákarnir segja að hann sé hvorki sá fyrsti né síðasti sem nær að lauma sér með skipi. „Það eru svo margir að reyna, það tekst að lokum," segja þeir. Adam dreymir um að komast til Finnlands en sé í raun sama hvar hann endar svo lengi sem það verður ekki Líbía. „Allt er betra en Ísland," segir hann. Alhawari vill helst komast til Danmerkur en þar á hann að eigin sögn öruggt skjól. Þeir segja að á Íslandi séu þeir fangar sem búi við hörmulegar aðstæður. „Við erum eins og páfagaukur í búri," segir Adam.
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira