Fleiri fréttir

Snæfellsnesið skartaði sínu fegursta

Þessi fallega mynd af skýi var tekin frá norðanverðum Snæfellsjökli rétt eftir klukkan sex á sunnudagsmorgni. Ingvar Baldursson var að koma niður af jöklinum. "Ég var uppi á toppnum. Það var mjög falleg birta og þetta ský birtist bara allt í einu,“ segir Ingvar í samtali við Vísi um þetta fallega ský, sem líkist einna helst geimskipi. Ljóst er að fjölmargir hafa notið fegurðarinnar á Snæfellsnesi því að Vísir birti í byrjun vikunnar aðra mynd þar sem himininn skartaði sínu fegursta.

Fyrsti tökudagur Noah í dag

Tökur á myndinni Noah, sem skartar meðal annars Russel Crowe, Anthony Hopkins, Jennifer Conelly og Emmu Watson í aðalhlutverkum, hófust í dag. Leikstjóri myndarinnar Darren Aronfsky segir frá þessu á Twittersíðu sinni.

Tjöld og tjaldvagnar gætu fokið

Veðurstofan varar fólk við að tjöld, hjólhýsi og aftanívagnar geti fokið út í veður og vind suðvestanlands og á vestanverðu hálendinu annað kvöld, í slagveðurs rigningu.

Sumarskötuveisla á Ísafirði

Boðið verður upp á skötuveislu á Ísafirði í dag. Veislan er orðin árlegur viðburður í Tjöruhúsinu á Þorláksmessu að sumri. Lionsklúbbur Ísafjarðar stendur fyrir boðinu og á vefsíðu Bæjarins Bestu eru matráðar þeirra sagðir sannkallaðir sérfræðingar í þeirri íþrótt að kæsa og matreiða skötu.

Virkjuðu skáldagáfuna hjá Vinnuskólanum

Lokahóf fyrir krakkana í 8. bekk vinnuskólans í Grindavík var haldið á dögunum. Farið var í ratleik, pokahlaup og haldin grillveisla. Á einni stöð í ratleiknum þurftu krakkarnir að virkja skáldagáfuna og setja saman tvær línur um það sem var skemmtilegast við Vinnuskólann.

Ben Stiller leitaði að tökustöðum á Vesturlandi

Bandaríski leikarinn og leikstjórinn Ben Stiller leitaði í gær að hentugum tökustöðum á Vesturlandi fyrir endurgerð myndarinnar The Secret of Walter Mitty, sem ráðgert er að taka hérlendis að hluta næsta sumar.

Missa sinn helsta bandamann

Andstæðingar Hezbollah-samtakanna í Líbanon hafa verið að færa sig upp á skaftið undanfarið, enda telja þeir skammt í að stjórn Bashers al Assad Sýrlandsforseta falli. Assad hefur verið helsti stuðningsmaður Hezbollah-samtakanna og ítök þeirra í Líbanon virðast að nokkru háð áframhaldandi stuðningi hans.

Mældist á 148 km hraða á Reykjanesbraut

Svartur Benz fólksbíll mældist á 148 kílómetra hraða á Reykjanesbraut, á móts við Vogaafleggjara á tólfta tímanum í gærkvöldi og sinnti ökumaður ekki stöðvunarmerkjum lögreglumanna.

Ölvaðir á torfærujeppa ollu gróðurskemmdum

Töluverðar gróðurskemmdir eru komnar í ljós eftir að þrír ölvaðir menn óku sérsmíðuðum torfærujeppa um hlíðarnar fyrir ofan sumarbústaðahverfi Kennarasamtakanna við Flúðir í fyrrinótt, með þeim afleiðingum að bíllinn valt og einn þeirra slasaðist alvarlega.

Björgunarskip sótti vélarvana handfærabát

Björgunarskip Landsbjargar, Oddur V. Gíslason, kom fyrir stundu með lítinn handfærabát í togi til Grindavíkur, eftir að vélin bilaði í bátnum þegar hann var staddur um sjö sjómílur suður af Þorlákshöfn á tólfta tímanum í gærkvöldi.

Romney með örlítið meira fylgi en Obama

Mitt Romney hefur örlítið forskota á Barack Obama Bandaríkjaforseta í baráttunni um forsetaembættið samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem birt var í gærkvöldi.

Ósáttur við hávaða frá þyrlum

Hávaði frá þyrlum kann að grafa undan upplifun ferðamanna. Leiðsögumaður vill skýrar reglur. Meiri umferð fylgir eðlilega ónæði, segir þjóðgarðsvörður.

Sextíu rúður brotnar á þremur vikum

Um sextíu rúður í strætóskýlum hafa verið brotnar á síðustu þremur vikum, allar í eða nærri Hlíðahverfi í Reykjavík. Þetta er margfalt meira en gengur og gerist, en algengt er að fjórar til fimm rúður séu brotnar á mánuði.

Landsvirkjun og OR bítast um leyfi

Orkustofnun hefur til umfjöllunar tvær umsóknir sem skarast og varða rannsóknarleyfi vegna fyrirhugaðra virkjana í Skjálfandafljóti.

Kröpp lægð fer yfir landið

Einni dýpstu lægð sem sést hefur í júlí við norðanvert Atlantshafið og Ísland er spáð um helgina. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur skrifar á vefsíðu sína að veðrinu muni fylgja mikið vatnsveður um allt land.

Grasfrjó og birkifrjó eru fólki erfiðust

Flestir sem eru með frjókornaofnæmi hafa ofnæmi fyrir gras- og birkifrjóum. Gott er að fylgjast með frjókornum annarra plantna enda geta þau einnig vakið ofnæmisviðbrögð þrátt fyrir að sjúklingurinn hafi ekki ofnæmi fyrir þeim.

Einar hissa á áfrýjun sýknu

Ríkissaksóknari hefur áfrýjað sýknudómi yfir Einari ¿Boom‘ Marteinssyni, fyrrverandi leiðtoga íslenskra Vítisengla, í líkamsárásarmáli sem tengt var Hells Angels. Einar var ákærður fyrir að skipuleggja grófa líkamsárás sem aðrir sakborningar fengu allt að fjögurra ára dóm fyrir að fremja.

Brotnaði illa í andliti

Lögreglumál Karlmaður var fluttur illa slasaður á spítala eftir torfæruslys rétt utan við Flúðir á fjórða tímanum í fyrrinótt. Hann reyndist mikið brotinn í andliti en er ekki í lífshættu.

Ár í gróðurhús á Hellisheiði

Framkvæmdum við gróðurhús á Hellisheiði hefur verið frestað til ársloka en til stóð að þær hæfust í haust. Þetta var ákveðið á hluthafafundi Geogreenhouse síðastliðinn föstudag.

Aldraðir eigi vímulaust ævikvöld

„Sú ákvörðun að setja upp bar á öldrunarstofnun bendir til að hugmyndir okkar um lífsgæði vímunnar séu komnar út í miklar öfgar,“ segir Gunnar Smári Egilsson, formaður SÁÁ, um þá fyrirætlan að hefja vínveitingar í borðsal Hrafnistu í Reykjavík.

Dæmdur í ævilangt fangelsi

Zine al Abidine Ben Ali, fyrrverandi forseti Túnis, var í gær dæmdur í ævilangt fangelsi af dómstól í landinu.

Bætir við sig marskálkstitli

Kim Jong Un, hinn ungi leiðtogi Norður-Kóreu, hefur tekið sér titilinn marskálkur, til viðbótar við titla sem hann ber fyrir: Formaður Verkamannaflokksins, formaður varnarmálanefndar ríkisins, formaður hermálanefndar flokksins og æðsti yfirmaður hersins auk þess sem hann á sæti í forsætisnefnd framkvæmdaráðs flokksins.

Ísraelar telja Írana ábyrga

Ísraelsk stjórnvöld telja að maður á vegum Hezbollah-samtakanna í Líbanon, sem njóta stuðnings Írans, hafi gert sjálfsvígsárás á rútu í Búlgaríu á miðvikudag.

Versti dagur byltingarinnar til þessa

Stjórnarandstæðingar í Sýrlandi hafa hertekið allar helstu eftirlitsstöðvar landsins við landamæri Írak. Á meðan harðna bardagar í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, þar sem stjórnarhermenn og uppreisnarmenn takast á í kjölfar sjálfsmorðsárásar sem kostaði þrjá háttsetta meðlimi sýrlensku ríkisstjórnarinnar lífið.

Karlmennskan að hverfa í hinum stafræna nútíma

Bandarískur fræðimaður heldur því fram að tölvuleikir, veraldarvefurinn og önnur stafræn tækni raski verulega þroska karlmanna. Þannig sé stór hluti þeirra karlmanna sem nú vex úr grasi ekki í stakk búinn til að takast á við þær kröfur sem nútíma samfélag leggur á þá.

Hótelstjóri og prestur rífast um 50 Shades of Grey

Hörð orðaskipti hótelstjóra og sóknarprests í Bretlandi hafa vakið mikla athygli síðustu daga. Málið hófst þegar hótelstjórinn fjarlægði allar Biblíur úr hótelherbergjum sínum og setti í stað þeirra erótísku metsölubókina 50 Shades of Grey.

Undirbýr sig fyrir aðgerðina

Guðmundur Felix Grétarsson var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar var forvitnast um stöðu mála hjá honum en hann lauk fjáröflun sinni fyrir handaágræðslu fyrir nokkru.

Þakkar viðbrögðum björgunarmanna að ekki fór verra

Eldur kviknaði um borð í humarbátnum Maggý frá Vestmannaeyjum í morgun eftir að leki hafði komið að skipinu. Sjö menn voru um borð og þakkar skipstjórinn snörum handtökum björgunarsveitarmanna að ekki fór verr og að engan hafi sakað.

Fyrrverandi þingmaður vill verja Hrafnabjargafoss

Húsvíkingurinn Jón Ármann Héðinsson, fyrrverandi alþingismaður, hvetur til þess að Skjálfandafljót verði látið í friði. Hann segir að svokölluð Hrafnabjargavirkjun muni ekki aðeins hafa áhrif á Aldeyjarfoss heldur einnig á fagurt umhverfi Hrafnabjargafoss, sem fáir hafi séð. Við greindum í gær frá umsóknum tveggja orkufyrirtækja um leyfi til rannsókna við ofanvert Skjálfandafljót til undirbúnings virkjun við Aldeyjarfoss sem kölluð er Hrafnabjargavirkjun.

Líkir gögnum Íra um dreifingu markríls við skáldskap

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, líkir vísindagögnum írskra stjórnvalda um dreifingu makríls við Ísland við skáldskap, enda byggi gögnin ekki á rannsóknum innan íslensku lögsögunnar. Hann efast um að Evrópusambandið og Norðmenn muni fallast á kröfu Íra um refsiaðgerðir gegn Íslandi.

Sakar ríkisstjórnina um að stunda blekkingarleik með fjárlögin

Formaður Framsóknarflokks sakar ríkisstjórnina um að stunda blekkingarleik með fjárlögin. Sífellt sé verið að vísa í árangur af aukinni hagræðingu og niðurskurði en raunveruleikinn sé hins vegar allt annar. Halli ríkissjóðs á síðasta ári var tvöfalt meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir.

Rafrænar kosningar hluti af tíðarandanum

"Ég er sannfærður um að almenningur mun brátt geta kosið með rafrænni kosningu.“ Þetta segir Halldór Halldórsson, formaður Samtaka sveitarfélaga. Hann var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar ræddi hann við þáttastjórnendur um rafrænar kosningar.

Stúlka kom í heiminn á Reykjanesbrautinni

Stúlka kom í heiminn í sjúkrabíl á Reykjanesbrautinni í nótt en óskað var eftir sjúkrabíl á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja rétt fyrir klukkan fimm til að flytja móðurina á fæðingardeild í Reykjavík. Á vef Víkurfrétta segir að engin ljósmóðir eða læknir hafi verið í bílnum og því hafi tveir sjúkraflutningamenn tekið á móti stúlkunni við Hvassahraun, á bæjarmörkum Voga og Hafnarfjarðar. Móður og barni heilsast vel, að því er fram kemur á vef Víkurfrétta.

Næstum eitt skemmtiferðaskip á dag

Höfuðborgarbúar hafa ekki farið varhluta af miklum fjölda skemmtiferðaskipa við hafnir borgarinnar í sumar. Alls koma 82 skip með 100 þúsund manns yfir sumarið. Það er næstum því eitt skip á dag miðað við tímabilið júní-september.

Áfrýja málinu gegn Einari til Hæstaréttar

Ríkissaksóknari hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjaness yfir einstaklingum tengdum Vítisenglum til Hæstaréttar en áfrýjunarfrestur í málinu rann út í gær. Fjórir voru dæmdir fyrir að ráðast á konu í Hafnarfirði í desember síðastliðnum og hlutu þeir tveggja og hálfs árs til fjögurra og hálfs árs fangelsis dóma.

Íslenska lögreglan skarar framúr á facebook

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er tilnefnd til alþjóðlegra verðlauna fyrir notkun á samfélagsmiðlum í þágu löggæslu. Tilkynnt var í gær hvaða þrjú embætti þykja skara fram úr í heiminum. Í október verður tilkynnt hver verður sigurvegari þegar upp er staðið.

Maggý komin til hafnar

Skipið Maggý VE 108 er nú komið til hafnar í Vestmannaeyjum en það var dráttarskipið Lóðsinn sem dróg það í land.

Vírar úr grillburstum geta fests í þörmum

Ábendingar hafa borist til Neytendastofu um að vírburstar, sem notaðir eru til að hreinsa grill, hafi valdið alvarlegum slysum á fólki í Bandaríkjunum og víðar. Neytendastofa hefur ekki fengið upplýsingar um sambærileg atvik hér á landi telur mikilvægt að fólk sé meðvitað og skipti reglulega um vírbursta, sérstaklega þegar vírarnir eru byrjaðir að losna af, og hristi þá fyrir og eftir notkun.

Sjá næstu 50 fréttir